Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 58
Tríó Aftanblik kemur fram á hádegistónleikunum Á ljúfum nótum í Háteigskirkju í dag, föstudag, klukkan 12. Tríóið er skipað Gerði Bolladóttur sópran, Victoriu Tarevskaia sellóleikara og Katalin Lorincz píanóleikara. Tón- listarkonurnar munu flytja úrval síðrómantískra sönglaga sem urðu til við mót vestrænnar klassískrar tónlistar og innlendrar þjóðlaga- hefðar á Íslandi, Ungverjalandi og Rússlandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Á tónleikunum hljóma íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson, Björgvin Guð- mundsson og fleiri í bland við aríur úr óperettum eftir Franz Lehár og verk eftir rússnesku tónskáldin Rimski Korskakov og Dmitri Kaba- levski. „Eitt af þeim ungversku lögum sem hljóma á tónleikunum er hið fallega lag „Til eru fræ“ sem mun vera sungið á ungversku og auðvitað líka á Íslensku við hið gullfallega ljóð eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi,“ segir í tilkynn- ingu vegna tónleikanna. Listrænn stjórnandi tónleika- raðarinnar Á ljúfum nótum er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari. -jh  Tónleikar HádegisTónleikar í HáTeigskirkju Tríó Aftanblik á ljúfum nótum Tríó Aftanblik er skipað Gerði Bolladóttur sópran, Victoriu Tarevskaia sellóleikara og Katalin Lorincz píanóleikara. Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar hefur auglýst laust til umsóknar stöðu safnstjóra hjá nýju safni í eigu borgarinnar, sem mun fela í sér samruna og samþættingu starfsemi Minjasafns Reykjavíkur, Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Ljós- myndasafns Reykjavíkur og Viðeyjar. Safnið, sem verður eitt stærsta safn landsins, hefur umsjón með menningarminjum í Reykjavík og ber ábyrgð á söfnun, skráningu, rann- sóknum og miðlun á fjölbreyttum safnkosti: munum, húsum, ljósmyndum og minjum tengdum sjómennsku, siglingum, útgerð og fleira sem er einkennandi fyrir menningararf borgar- innar og varpar ljósi á sögu hennar og menningu. Það ber jafnframt ábyrgð á skráningu fornleifa, húsa og mann- virkja, rannsóknum og eftirliti þeirra og er ráðgjafi borgaryfirvalda um verndun menningarminja í Reykjavík og um önnur menningarsöguleg verkefni. Undir safnið munu heyra söfnin og sýningarstaðirnir Árbæjarsafn og Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2, ásamt sérsöfnum og safnheildum, Ljós- myndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi, Sjóminjasafnið að Grandagarði 8 og Viðey, að því er fram kemur í tilkynn- ingu borgarinnar.-jh Eitt stærsta safn landsins í mótun Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 mun meðal annars heyra undir safnið. Mynd Síða Reykjavíkurborgar. ANTIKÚTSALA 20-50% AFSLÁTTUR30-50% af húsgögnum 50% af bókum 20% af smáhlutum HAFNARFIRÐI 552 8222 - 867 5117 antikbud@gmail.com Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar) Fös 17/1 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi Lau 18/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar. Hamlet (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00 Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Mary Poppins – síðustu sýningar 58 menning Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.