Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 60
Þ að eru víða menjar sprung-innar fasteignabólu hér í Marokkó. Það má sjá tómar
blokkir á öllum byggingarstigum í
nýjum úthverfum stærri borga og
bæja. Þessi hverfi minna okkur á
ökuferðir um efstu byggðir höfuð-
borgarsvæðisins haustið 2008.
Og eins og á Spáni þá má líka sjá
leifar fasteignabólunnar eftir allri
Atlandshafsströndinni frá Agadír
upp til Tanger; hvítmáluð tóm
sumarhús í klösum kringum óklár-
aðan golfvöll eða þjónustumiðstöð;
aðeins tveggja mínútna gangur
niður að fallegri og eyðilegðri
strönd. Við heimsóttum Hassan,
bílstjórann okkar, í blokkaríbúð
hans og Noru konu hans í úthverfi
Fez í gær; þriggja herbergja íbúð
sem hefði mátt vera í Grafarvogin-
um. Munurinn er helst sá að vegna
aðgreindrar tilveru kynjanna í
Marokkó er ekki stemning fyrir
að setja eldhúsið inn í stofu. Hér
gengur fólk inn í hol og opna stóra
stofu (hjá Hassan voru sæti fyrir
24 á sófabekkjum meðfram veggj-
unum) en eldhúsið er innst í íbúð-
inni. Þar sýslar eiginkonan þegar
húsbóndinn heldur mannfundi
í stofunni. Eins og víða í þriðja
heiminum (og víða í Grafarvog-
inum og Garðabæ einnig) var
sjónvarpið í gangi í holinu meðan
við drukkum te og mauluðum
smákökur í stofunni. Þegar mágur
Hassans leit við settist hann við
sjónvarpið og fletti í gegnum 900
gervihnattastöðvar; endaði á CSI á
ensku með arabískum texta.
Öll elskum við Hassan og
Hassan elskar okkur öll; en
Sóley dóttur okkar auðvitað mest.
Hann er hláturmildur og með
fölskvalaust bros; hreinlyndur,
jákvæður og opinn. En eins og
allir vinnuþrælar heimsins er
hann með stöðugar fjárhags-
áhyggjur. Framundan eru daufir
mánuðir í leigubílaharki í Fez og
Hassan dreymir um eignast kú,
helst þrjár; eða finna aðra leið út
úr eilífu puði láglaunamanns með
stopular tekjur til að halda uppi
dæmigerðu kjarnafjölskyldulífi
í þriggja herbergja blokkaríbúð
í úthverfi heimsins. Hann hefur
líka áhyggjur af Noru sinni vegna
þess að hún er enn áhyggjufyllri.
Nora er svo áhyggjufull og kvíðin
að hún er komin á geðlyf og hefur
tútnað út af lyfjaátinu; er komin
með lyfjamaga frá því Hassan
lagði af stað í hringferðina okkar
um Marokkó fyrir rúmum þremur
vikum. Þótt lífið sé erfitt miðaldra
karli sem harkar á leigubíl er það
enn þyngra fyrir atvinnulausa
miðaldra konu með höfuðklút, hi-
jab, einangraða í lítilli blokkaríbúð
í úthverfi lífsins.
Lífræn fortíð og vélrænn nútími
En þrátt fyrir áhyggjur Hassans
og Noru af lífsafkomunni í blokk-
inni munu úthverfin halda áfram
að stækka og breiða úr sér hér í
Marokkó. Blokkarhverfin eru stór-
fyrirtækjavæðing á húsnæðisþörf-
um fólks eins og stórmarkaðurinn
er stórfyrirtækjavæðing á hungri
og þorsta. Það er auðveldara að
sjá þessa þróun hér í Marokkó en
heima á Íslandi; þar er fyrirtækja-
væðingin fyrir svo löngu um garð
gengin. Þessi nýju hverfi í Marokkó
eru fæst eldri en tuttugu ára eða
svo. Og það má sjá hvernig þróunin
hefur stigmagnast með vaxandi
aðgengi byggingarfyrirtækja að
fjármagni og skipulagsvaldi þessi
síðustu tuttugu ár. Helmingur
blokkanna er enn ókláraður; fjórð-
ungur byggður að mestu en blokk-
irnar eru tómar með auglýsinga-
skiltum um lækkað verð eða enn
betri greiðslukjör. Í síðasta fjórð-
ungnum býr svo fólk eins og Hassan
og fjölskylda hans. Margar blokkir
í klasa; allar eins eða næstum því
alveg eins. Margir klasar mynda
stór hverfi. Mörg hverfi mynda
kraga utan um gömlu borgirnar
eða bæina. Á tuttugu árum hefur
byggingamagn þúsund ára verið
tvöfaldað; aftan við öll ljóð heimsins
hafa verið spunnin jafn mörg ný sem
þó fjalla öll um það sama með sömu
orðum, lýsingum og líkingum; sami
litur, sama kennd, sama þrá, sama
hryggð.
Eldri hverfin eru sundurlaus-
ari; þar voru húsin byggð eftir
hugmyndum þess sem byggði
og fjölskyldu hans; en ekki eftir
margfölduðum teikningum bygging-
arfyrirtækjanna. Ekkert hús er ná-
kvæmlega eins þótt þau kvarnist um
keimlíka þrá eftir góðu lífi. Þótt ort
sé um það sama er kenndin aldrei
alveg söm. Í allra elstu hverfunum
hefur tíminn síðan fellt hús og reist
önnur í staðinn; byggt við, brotið
niður, máð eða endurgert. Það
undarlega er að þar sem sundur-
gerðin er meiri er heildarsvipurinn
sterkari og eðlilegri; formin eru líf-
ræn, sveigð og mjúk – eins og lífið.
Við hliðina á gömlu hverfunum eru
nýju hverfin eins og hroðvirknisleg
skissa af barnalegri hugmynd um
lífi; þegar ég verð stór ætla ég að
kaupa sleikjó fyrir alla peningana í
veskinu mínu.
Skiljanlega á Hassan erfitt með
lifa gjöfulu lífi innan slíks ramma.
Trúin er ópíum skammtað af
valdinu
Hvaða ógnarafl getur breytt hug-
myndum okkar svona hratt og látið
þær holdgerast með svo afgerandi
hætti og á svo stórum skala?
Áður en við reynum að svara því
er kannski rétt að minnast þess að
stöðlun hugmynda og neyslu er ekki
nýtt fyrirbrigði; allra síst í Marokkó
og öðrum löndum íslam. Hér er
trúin miðlæg; moska í miðju hvers
þorps, bæjar og hverfis eins og
kirkjan í sveitaþorpum Evrópu og
á aðaltorgum borganna. Allir nýir
blokkaklasar hringast um mosku
í miðjunni. Á bensínstöðvum við
hraðbrautir er sjoppa, salerni og
bænahús. Trúin er hér ekki sögu-
legar menjar heldur alltumlykjandi
afl. Fólk klæðir sig eftir tilmælum
spámannsins sem fannst fólk ætti
að bera látlaus klæði og berast ekki
á. Þess vegna ganga margir menn
í kuflum og flestar konurnar sveipa
hár sitt slæðum. Af sömu ástæðu
eru gömlu húsin látlaus að utan en
geta verið sem dýrðlegar hallir hið
innra. Trúin mótar lífsgildi fólks og
manngildi; hvetur til bræðralags
og hófsemdar; metur trygglyndi,
heiðarleika og ábyrgð ofar nautnum,
neyslu og stærilæti.
Eins og í kristni má nota þessi
góðu gildi til að kúga og halda niðri
lægri stéttum og undirsettum hóp-
um; ekki síst konum. Það má vísa
frá kröfum um samfélagslegt rétt-
læti með því að benda fólki að leita
frekar innri friðar; réttlætiskenndin
sem brennur fyrir brjóstinu er ef
til vill ekki annað en öfundin og
reiðin í sparifötum. Og íslam hefur
miskunnarlaust verið notað til að
halda niðri flestu fólki og upphefja
örfáa; ekki síst í Marokkó þar sem
kóngurinn er ekki bara valdamesti
maðurinn og sá ríkasti heldur líka
æðsti presturinn; afkomandi Fatímu
dóttur Múhameðs spámanns og
Ali tengdasonar hans. Trú, vald og
peningar eru eitt í Marokkó og sam-
Ferðabókarbrot Frá Marokkó
Regnfólkið verður þrælar áveitunnar
Gunnar Smári Egilsson ferðaðist um Marokkó í nokkrar vikur um
hátíðirnar og lærði meðal annars hvernig stórfyrirtækjavæðing
húsnæðisþarfar, hungurs og þorsta gerir okkur heimsk og
auðveld fórnarlömb þeirra sem eiga áveitukerfi kapítalismans.
SKJARINN.IS | 595 6000
SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT NÚNA
OG VIÐ OPNUM STRAX!
ARNFINNUR DANÍELSSON
44 ára viðskiptafræðingur
úr Kópavogi.
#AframFinni
AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR
43 ára þroskaþjálfi og grunn-
skólakennari úr Garðabæ.
#AframAdalheidur
ANNA LÍSA FINNBOGADÓTTIR
28 ára hjúkrunarfræðingur
úr Kópavogi.
#AframAnnaLisa
ÞÓR VIÐAR JÓNSSON
39 ára kerfisstjóri
frá Hafnarfirði.
#AframThor
HRÖNN HARÐARDÓTTIR
30 ára viðskiptafræðinemi
við Háskólann á Akureyri.
#AframHronn
JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON
27 ára kjötiðnaðarmaður
frá Hvolsvelli.
#AframJonas
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR
25 ára í fæðingarorlofi,
frá Vestmannaeyjum.
#AframKolbrun
EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON
34 ára frá Reykjanesbæ.
#AframEythor
JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR
35 ára lífeindafræðingur
frá Mosfellsbæ.
#AframJohanna
INGA LÁRA GUÐLAUGSDÓTTIR
31 árs félagsfræðinemi
frá Akranesi.
#AframIngaLara
ÓÐINN RAFNSSON
37 ára sölumaður
frá Hafnarfirði.
#AframOdinn
SIGURÐUR JAKOBSSON
19 ára nemi við Mennta-
skólann á Egilsstöðum.
#AframSiggi
BARÁTTAN HEFST Á
FIMMTUDAGINN KL. 20.40
60 samtíminn Helgin 17.-19. janúar 2014