Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 22
Býr með Línu langsokk Ellefu ára gömul skrifaði Sóley Tómas- dóttir bréf til uppáhalds rithöfundarins síns, barnabókahöfundarins Astrid Lind- gren. Ef Sóley yrði borgarstjóri myndi það vera hennar fyrsta verk að gera alla þjónustu borgarinnar við börn gjald- frjálsa. Hún segir mikilvægt að standa vörð um opinbert eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur og gagnrýnir Bjarta framtíð fyrir skort á pólitískri sýn í borgarmálum. Sóley Tómasdóttir er mikill aðdáandi Astridar Lindgren. Í borgarstjórn hefur hún lagt sig fram við að bæta samskipti og samstarf ólíkra flokka án þess þó að hvika frá eigin stefnu. Ljósmynd/Hari K ötturinn Lína tekur á móti mér á heimili Sóleyjar Tómasdóttur á Hofs-vallagötunni, og heimili Línu. Ég veit varla hvaðan á mig stendur veðrið þegar Sóley dregur síðan fram kaffibolla með myndum af Línu langsokk. „Ég er mikill aðdáandi Astridar Lindgren. Líklega meira en eðlilegt getur talist,“ viðurkennir hún. „Ég hef lesið bækurnar hennar svo oft að þær eru allar samanlímdar, klístraðar og tættar. Astrid kom til Íslands þegar ég var 11 ára. Þá kunni ég bækurnar hennar þegar utanað. Ég veit ekki af hverju hún var hér en hún var viðstödd athöfn í Norræna húsinu og þangað fór ég með rautt pottablóm sem ég hafði keypt handa henni og kort sem ég skrifaði í, eftir örstutt dönskunám. „Du er min bedste veninde uden at vide det. Hilsen, Sóley.“ Hún var í alvörunni besta vinkona mín og persón- urnar hennar hafa gert mig að því sem ég er í dag, hver á sinn hátt. Astrid skrifaði með öðrum hætti en aðrir höfundar, sögupersónur hennar eru breyskari og skilaboðin flóknari. Hún ögraði viðteknum hefðum samfélagsins og hefur áhrif enn þann dag í dag. Lína á til að mynda fáa sína líka í bókmenntum. Það er sjaldgæft enn þann dag í dag að sjá svona sterkar kvenkyns persónur í bókum sem fara jafnmikið á skjön við samfélagsgildin. Hvað þá í barnabókmenntum. Ronja er líka marg- slunginn karakter og sagan af henni ögrar líka hefðbundnum og svarthvítum skilum milli góðs og ills. Pabbi Ronju er ræningi sem er vondur við fólk en samt er hann góður pabbi sem Ronja elskar. Það er nefnilega þannig að flestir eru bæði góðir og vondir og heimurinn er flóknari en hefðbundnu ævin- týrin. Í bókum Astridar eru myndirnar meira að segja ögrandi. Þar er alltaf mikið drasl en ekki hreint og snyrtilegt. Foreldrarnir eru oft í óhefðbundum aðstæðum og skora á viðtekin samfélagsleg gildi.“ Óútreiknanlegar gjaldskrár Sóley er oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Hún var kjörin borgarfulltrúi fyrir fjórum árum en hafði þar á undan verið varaborgarfulltrúi og borgar- fulltrúi. Forval Vinstri grænna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor fer fram um miðj- an febrúar. Enn sem komið er gefur Sóley ein kost á sér í fyrsta sætið en framboðsfrestur rennur út 25. janúar. Sóley segir núverandi meirihluta í borginni ágætan að mörgu leyti og þau hafi náð saman á ýmsum sviðum. „Þau eru þó ekki nógu róttæk að mínu mati, ég hefði svo gjarnan viljað sjá vinstri- sinnaðri og grænni áherslur. Meirihlutinn tók hraustlega á fjármálum Orkuveitunnar en það er ekki nóg. Þau hafa ekki haft kjark til að horfast í augu við vandann sem við blasir gagnvart auðlindinni, að Hengilssvæðið er gróflega ofnýtt og jarðhitavirkjanirnar þar langt frá því að vera sjálfbærar. Þannig eru þau að velta vanda samtímans yfir á komandi kynslóðir og hann mun ekki gera neitt nema vaxa. Það er líka full ástæða til að vera á varðbergi þegar kemur að eignarhaldi fyrir- tækisins sem nú hefur verið skipt í tvennt, í virkjanir og veitur. Núverandi meirihluti er tilkippilegur gagnvart einkaframtakinu, hann seldi hlut OR í HS-Veitum til einkaaðila án þess að blikna og hefur sett Gagnaveitu Reykjavíkur í söluferli. Um Sjálfstæðisflokk- inn þarf auðvitað ekki að fjölyrða. Það er því mikil pressa á okkur Vinstri grænum að gera það sem í okkar valdi stendur og standa vörð um opinbert eignarhald á Orkuveitu Reykja- víkur og dótturfélögum hennar til framtíðar.“ Afar mikilvægt er að hlúa að barnafjöl- skyldum, að mati Sóleyjar, og hún er ekki í vafa um hvert yrði hennar fyrsta verkefni á næsta kjörtímabili ef hún yrði borgar- stjóri. „Ég myndi vinna áætlun um hvernig við gerum þjónustu við börn gjaldfrjálsa – þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Það er ekki lögmál að sveitarfélögin rukki barnafjölskyldur um marga tugi þúsunda í hverjum mánuði um- fram útsvarið vegna grunnþjón- ustu sem enginn getur verið án. Þetta er gömul hefð sem byggir á úreltum sjónarmiðum. Gjaldskrár borgarinnar endurspegla skrítna forgangsröðun, þær eru óútreikn- anlegar og ósanngjarnar. Og því til viðbótar eru þær óbilgjarnar, þar sem börnum er vikið úr þjónustunni ef foreldrarnir greiða ekki. Skóla- og uppeldismál eru algert forgangsmál í Reykjavík á næsta kjörtímabili. Þar eiga öll börn að hafa sömu tækifæri, vera örugg og fá að rækta með sér hæfileika sína. Starfsemi leik- skóla, grunnskóla og frístunda- heimila á að vera í stöðugri þróun og það er okkar stjórnmálafólks að skapa aðstæður til þess. Því miður hefur það ekki verið raunin á þessu kjörtímabili. Vanhugsaðar sparnaðaraðgerðir Besta flokks og Samfylkingar hafa bitnað mjög á skóla- brag víða í Reykjavík og það þarf að endur- vinna traust skólasamfélagsins gagnvart borgaryfirvöldum. Barnanöfn úr bókum Astrid Lindgren Sóley er gift tveggja barna móðir og eldra barnið, dóttirin Anna, er veik heima þennan dag. Sonurinn heitir Tómas, kallaður Tommi, og aftur koma hugrenningartengsl við Astrid Lindgren. Nefndi hún börnin sín í alvöru eftir sögupersónum hennar? „Í ljósi þess hversu mikið ég held upp á Astrid er svolítið fyndið að börnin mín heiti Anna og Tommi. Ef ég hefði nefnt þau eftir persónum Astrid hefði ég sannarlega ekki valið prúðu börnin í sög- unum um Línu langsokk. Sögupersónurnar Anna og Tommi eru afskaplega óspennandi karakterar og eru í raun til þess gerðar að mynda mótvægi við Línu og sýna styrkleika hennar. Þegar við eignuðumst dóttur nefnd- um við hana Önnu bara út í bláinn. Svo þegar við eignuðumst Tomma þá vildi ég nefna hann í höfuðið á pabba. Þá var náttúrulega tilvalið að kalla köttinn Línu,“ segir Sóley og segir börnin sín vera litrík og skemmtileg og eiga fátt sameiginlegt með sögupersón- unum. Hún man eftir fleiri skondnum tilvilj- unum. „Þóra systir mín á dótturina Kötlu, en drekinn í Bróðir minn ljónshjarta heitir Katla. Kristín systir mín á soninn Mattías sem er pabbi Ronju ræningjadóttur. Þetta eru allt bara tilviljanir en segir kannski mikið um okkur systurnar.“ Annað áherslumál Sóleyjar er að efla hverfisráðin og auka lýðræði í borginni. „Hverfisráðin eiga að fara með stjórn hvers hverfis en í raun hafa þau hvorki völd né vægi. Borginni er mið- stýrt út frá borgarstjórn, borgar- ráði og nokkrum fagráðum. Það væri hægt að færa ákvarðanatöku miklu nær íbúum og taka afstöðu út frá sérstöðu hvers hverfis.“ Mér verður hugsað til eins umdeildasta máls undanfarinna mánaða, breytinga á Hofsvallagöt- unni sem við erum einmitt staddar á. „Ágreiningurinn um Hofs- vallagötu snérist fyrst og fremst um útfærslu. Íbúar hafa lengi kallað eftir því að gatan yrði þrengd og hægt á umferð og um það ríkir ágæt sátt. Fram- kvæmdin var hins vegar með flippaðra móti og ekki kynnt nægilega vel fyrir íbúunum. Það fer ekki vel í fólk þegar því er komið að óvörum, enda engin ástæða til. Borgarstjórn á að taka ákvarðanir í sátt við íbúa og eftir því sem ákvarðanirnar eru teknar nær íbúunum, þeim mun líklegra er að það takist,“ segir hún. Stjórnmál snúast ekki um starfsaðstöðu „Pólitískt landslag í Reykjavík hefur verið heldur óhefðbundið undanfarin kjörtíma- bil. Á því þarsíðasta sprungu ekki einn heldur þrír meirihlutar með tilheyrandi rússíbanareið, og á síðasta kjörtímabili kom Besti flokkurinn inn sem óskrifað blað. Nú kemur síðan inn Björt framtíð sem einnig er óskrifað blað. Ofan í þetta allt varð hér hrun sem leiddi til þess að fólk missti trú á stjórn- málunum,” segir Sóley, aðspurð um erindi Vinstri grænna í pólitík.“ Mér þykir vænt um stefnu Vinstri grænna og trúi því í einlægni að hún geti stuðlað að betra samfélagi. Hún er skýr og afgerandi, róttæk og tekur á öllum sviðum. Ég er í stjórn málum af því að ég trúi því að ég geti breytt samfélaginu til hins betra og það er skýrt fyrir hvað ég stend. Það á svo sem við um aðra líka, Sjálfstæðisflokkurinn er með mjög skýra stefnu sem ég er ósammála. Ég á aftur á móti bágt með að skilja af hverju fólk fer í pólitík án þess að hafa stefnu og skil ekki tilganginn með því að stofna stjórnmálaflokk sem hefur það eitt að markmiði að bæta sam- skipti stjórnmálafólks. Besti flokkurinn var ádeila sem átti erindi og hafði ákveðna sýn, en Björt framtíð virðist hafa mestan áhuga á samskiptum innan veggja ráðhússins. Stjórn- mál snúast fyrst og fremst um samfélags- lega sýn en ekki starfsaðstöðu og samskipti borgarfulltrúa.“ Og Sóley bendir á að hún hafi einmitt lagt sig fram við að bæta samskipti og samstarf ólíkra flokka án þess þó að hvika frá eigin stefnu. „Eitt mikilvægasta framlag okkar Vinstri grænna hefur verið að sýna að stjórn- arandstaðan gengur ekki bara út á að vera á móti heldur að taka málefnalega afstöðu. Við höfum tekið virkan þátt í stefnumörkun frá upphafi til enda, komið okkar sjónarmið- um að og á endanum samþykkt til dæmis atvinnustefnu borgarinnar, húsnæðisstefn- una og aðalskipulagið. Það er ekki algengt að fulltrúar minnihlutans vinni með þessum hætti. Það getur verið freistandi, jafnvel þó maður taki þátt í stefnumótuninni, að greiða ekki atkvæði með meirihlutanum og láta hann axla ábyrgðina einan af því maður fái ekki ítrustu afarkosti sína samþykkta. Það er hinsvegar ekki sanngjarnt. Það þarf að skapa meira traust milli meiri- og minnihluta – og þá verða báðir aðilar að axla ábyrgð. Á öðrum sviðum, þar sem Vinstri græn hafa verið ósammála meirihlutanum höfum við staðið fast í lappirnar. Við beittum okkur af alefli gegn umdeildum sameiningum leik- og grunnskóla, höfum talað skýrt í orku- og auðlindamálum og ítrekað gagnrýnt stefnu meirihlutans í velferðarmálum. Ekki síst höfum við svo náð okkar eigin málum í gegn, svo sem neyðaraðstoð vegna aðstæðna er- lendis, nú síðast í Sýrlandi, stofnun Jafnréttis- skóla sem gengur út á að aðstoða kennara að innleiða jafnréttisáherslur í aðalnámskránni og ókeypis í sund fyrir atvinnulausa.“ Sóley er enn heit baráttukona og brennur fyrir stefnu Vinstri grænna. „Ég trúi að ef við myndum reka borgina í anda þess sem við trúum á væri þetta betri borg, hér væri meiri jöfnuður, við færum með auðlindir okkar á ábyrgari hátt og hér væri sanngjarnara sam- félag sem tæki meira tillit til fjölbreytileika fólksins í Reykjavík.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég á bágt með að skilja af hverju fólk fer í pólitík án þess að hafa stefnu. 22 viðtal Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.