Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 18
Þ ær eru margar reglurnar sem við í samfélaginu þurfum að fylgja. Sumar eru skráðar í bækur hins opinbera. Þeim framfylgja löggan og skatt- mann. En vald þessara stofnana er takmörkum háð því refsivöndur þeirra nær ekki endilega yfir óskráðu reglurnar. Þær eru okkur þegnunum oft ekkert minna mikil- vægar. Hvergi eru þessar óskráðu reglur mikilvægari en í umferð- inni. Sé þeim ekki fylgt þar endar bara með því að borgararnir grípa til frumskógarlögmálsins. Því er gott að dusta rykið af nokkrum helstu umferðarreglunum svo enginn þurfi að enda næsta bíltúr á harða spretti með umferðarreiðan mannapa, vopnaðan felgulykli, á hælunum. Ekkert veif Ef einhver hleypir fram fyrir– þarf sá hleypti að veifa, takk. Ef ekkert kemur veifið fyrirgerir sá sem átti að veifa öllum rétti í umferðinni. Undantekningin á veifinu er þó þegar bílstjóri neitar að hleypa. Þá skal leita allra leiða til að troða sér fram fyrir. Jafnvel með smá stuð- ara í stuðara og helst glotta létt í spegilinn að verki loknu. Vinstri rein Það á ekki að þurfa að taka það fram að vinstri akreinin er til framúraksturs. Hér á klakanum er það þó oftast svo að sú vinstri er nýtt til jafns við þá hægri. En til að æra ekki óstöðugan er best að hleypa framúr. Í staðinn fyrir að naga stýrið af bræði er um að gera að skjótast strax í humátt og nota glannann sem hraðaskjöld. Hlæja svo alla leiðina í bankann þegar löggan stoppar þennan blikk- andi leiðindapésa fyrir of hraðan akstur. Autt við rautt Ein stærsta reglan sem hægt er að brjóta er stuldur á auða svæðinu á ljósum. Á götu með tveimur eða fleiri akreinum er blátt bann við því að stinga sér fram úr þeim bíl sem var svo heppinn að eiga auða akbraut að umferðarljósunum. Það er ekkert jafn pirrandi í heiminum og þegar þessi regla er brotin. Ekki gera þetta nema mögulega sé verið að brenna með ófríska konu upp á spítala og jafnvel ekki þá. Ekki gera þetta – ekki. Reiðhjól Hjólreiðafólk er gjörsamlega óþol- andi og voðalega lítið hægt að gera í því. Það mun pirra umferðarsjúka hvað sem það gerir. Sér í lagi þeir sem eru hjólandi heim úr vinnunni íklæddir gulu vesti á háannatíma. Úti á miðri götu og almennt fyrir bílandi mönnum. Reyndar er það þó svo að þegar þeir umferðar- reiðu þurfa sjálfir að hjóla smáspöl, ja, þá geta helvítis bílarnir farið fjandans til. Keyrðu bílinn Ekki senda sms. Ekki senda tölvu- póst, ekki lesa bók. Er þetta rækju- samloka? Ekki vera að borða hana undir stýri. Það er best að keyra bara. Tala í mesta lagi í símann. Stutt símtal – en bara ef það er mamma sem hringir eða forsetinn. Það var appelsínugult Ekki stoppa á gulu. Hver stoppar á gulu? Pilla sér áfram þangað til ljósið verður dökkappelsínugult! Undantekning er þó á ef það er umferðarsulta og ekkert pláss fyrir bílinn þinn hinum megin við gatnamótin. Þá á ekki að fara yfir á gulu. Bara til að stoppa umferðina í allar áttir og pirra alla. Þá dugar ekkert að lyfta höndunum upp eins og þetta hafi komið svakalega á óvart. Allt handapat og afsakanir á þessum tímapunkti pirra bara meira. Límmiðalið Margir kjósa að líma miða í aftur- gluggann sinn. Allt frá miðum síðan Bylgjulestin fór um landið upp úr ‘97 upp í miða um tiltekinn fjölda barna í bílnum. Skítt með Bylgjulestina, því fólki er ekki við- bjargandi. En þeir sem eru með barn í bílnum límmiða eiga ekki að keyra eins og asnar. En ekki svína á næsta bíl. Þannig að krakkinn, sem þó sjaldnast er með í bílnum, klessist í rúðuna. Göngugarpar Að nota gönguljós er jákvætt. En ef þrýst er á hnappinn er líka eins gott að bíða eftir græna kallinum. Þeir sem þrýsta og hlaupa svo yfir á rauðum kalli eru eiga bara að nota undirgöng og brýr. Þeir sem svo ganga svo yfir götuna og ætlast til þess að bílarnir stoppi úti á miðri götu, ekki vera hissa á því að fá hurð í andlitið. Stór stæði, litlir bílar Smábílar eru sniðugir í innan- bæjarsnatt og eru náttúrlega sparneytnir. En þegar saklausir umferðarbrjálæðingar eru búnir að leita lengi að stæði og finna það loksins, bara til að uppgvöta Kia Picanto parkeruðum innst í stæðið, það er óþolandi. Örbíla- eigendur þurfa að læra að leggja ekki innst. Annars eiga þeir á hættu að verða lokaðir inni af stærri bílum. Ekki stela Það að stela bílastæði sem verið er að bíða eftir er bannað. Þeir sem það gera eiga skilið að láta lykla bílinn sinn aðeins. En, og þetta er stórt EN. Það er líka bannað að bíða endalaust eftir bílastæði þannig að örtröð mynd- ist fyrir aftan. Sérstaklega ef það er mikið að gera í Kringlunni og menn þurfa að komast á útsöluna í Dressmann. Já, og þeir sem vita að verið er að bíða eftir stæðinu þeirra, en þurfa endilega að tékka á tölvupóstinum og endurraða í hanskahólfinu áður en lagt er af stað úr stæðinu, eiga skilið að verða útrás umferðarreiðra ærlega að bráð. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Óskráðu umferðarreglurnar Te ik ni ng /H ar i Það er algjörlega bannað að hanga í skottinu á næsta manni. Það getur gert hvern mann brjálaðan. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is 1. Veifa takk 2. Nota stefNuljós 3. Hleypa framúr ef aNNar bíll Vill keyra Hraðar 4. reNNilásakerfið er best til að Halda umferðiNNi gaNgaNdi 5. ekki stoppa á miðri götu til að Hleypa öðrum bíl iNN í umferðiNa 6. Halda góðu bili á milli bíla 7. ekki stuNda sVig í umferðiNNi 8. ekki seNda sms eða borða stórar máltíðir 9. ekki troðast 10. ekki keyra of Hægt 10 ráð til að skapa góðar stundir í umferðinni 18 umferðarmenning Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.