Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 20
Y firleitt þegar ég segi um hvað lokaverkefn-ið mitt fjallar biður fólk mig um að endur-taka mig og síðan spyr það hvað „wicca“ sé eiginlega,“ segir Rósa Alexandersdóttir sem vinnur lokaverkefni sitt í þjóðfræði við Háskóla Íslands um wicca, eða náttúrutrú. „Enginn hefur áður skrifað lokaverkefni um þetta þannig að það er mjög erfitt að finna heimildir en markmið mitt er að skoða yfirfærslu menningar og hvar nátt- úrutrúin er á þeirri vegferð.“ Wicca er heiti á heiðinni sértrú sem er stunduð víðs vegar um heiminn. Einn þeirra fyrstu sem fjallaði um Wicca var Bretinn Gerald Gardner sem um miðbik síðustu aldar hélt því fram að wicca væri endurvakin nornatrú sem rekja mætti til heiðins siðar fyrir kristni í Evrópu. „Það er mjög misjafnt hvernig fólk túlkar wicca og því iðkar fólk trúna á mjög ólíkan hátt. Sumir einbeita sér bara að því að hlúa að náttúrunni en aðrir tilbiðja líka gyðju og enn aðrir bæði gyðju og guð.“ Rósa hefur vegna verkefnisins gert óformlega könnun á því í gegnum Facebook hvað fólk telur að wicca sé. „Ég reiknaði alveg með því að fólk hefði neikvæðari mynd af þessu og tengdi wicca við djöfulinn. Það eru vissulega sumir í wicca sem trúa á og stunda galdra, en aðrir ekki. Tengingin Rannsakar nornatrú Rósa Alex and­ ersdóttir vinnur að lokaverkefni sínu í þjóðfræði um náttúrutrú, eða „wicca.“ Bæði karlar og konur sem ástunda trúna kalla sig nornir og segir Rósa að trúarbrögðin séu lífsstíll sem liti alla þætti daglegs lífs. Hún hefur þegar tekið viðtöl við þrjár íslenskar nornir en leitar að fleiri við­ mælendum. Rósa Alexandersdóttir er ekki náttúrutrúar en segist verða spenntari fyrir þessum trúarbrögðum eftir því sem hún kynnist þeim betur. við nornir er hins vegar skýr enda kalla þeir sem ástunda wicca sig nornir, bæði konur og karlar. Fyrst og fremst er þetta lífsstíll sem snýst um virðingu fyrir nátt- úrunni. Fólk er meðvitað um að náttúran er lifandi, og hugsar mik- ið um að flokka og endurvinna. Sumir fara líka út í náttúruna og ástunda ýmsa helgisiði.“ Rósa er ekki náttúrutrúar en hún segir að því meira sem hún kynnist henni því áhugasamari verði hún. „Ég er bara áhuga- manneskja. En ég er ekki kristinn- ar trúar.“ Hún hefur þegar tekið viðtöl við þrjár konur sem aðhyll- ast náttúrutrú. „Þær hafa stundað þetta mis lengi, og ein þeirra var í hópi fólks sem hittist reglulega og stundaði trúna saman.“ Konurnar gáfu ekki kost á viðtali við Frétta- tímann. Ekkert starfandi trúfélag er fyrir wicca og segir Rósa að sumir þeirra skrái sig í Ásatrúar- félagið, því bæði trúarbrögðin séu heiðin og ýmislegt líkt með þeim. Vetrarsólstöður er ein helsta hátíð ársins hjá þeim sem eru náttúrutrúar, en á nýliðnu ári voru vetrarsólstöðurnar þann 21. desember. Hátíðin Samhain er einnig heiðin en hún fellur á 31. október, þegar hluti heimsins fagnar hrekkjavöku. Samkvæmt wicca-fræðunum eru skilin milli okkar heims og andaheimsins þá minnst og því besti tíminn til að ná sambandi við framliðna. Rósa á enn mikið eftir af verk- efninu, bæði hvað varðar heimilda- vinnu og viðtöl, en hún vonast eftir því að ná einnig tali af íslenskum karlmönnum sem stunda wicca. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ein helsta hátíð þeirra sem aðhyllast wicca er 31. október þegar hluti heimsins fagnar Hrekkjavöku. Þeir sem eru náttúrutrúar kalla sig nornir. Mynd/NordicPhotos/Getty ÚTSALA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is 10-50% AFSLÁTTUR EINGÖNGU Í HÖNNUNARBÚÐINNI. FRÁ 16. JANÚAR - 6. FEBRÚAR. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Milano sett 3+1+1 verð 199.900 áður 35 6.900 Roma Hornsófi 2H2 verð 129.900 áður 2 38.900 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70% Allt a ð ÚTSALA Rúm 153x200 frá 69.000 verð áður 218.900 *gildir einungis fyrir sýningareintak Heilsukoddar 2.900 verð áður 6.900 Barskápur 119x158x52 frá 89.000 verð áður 149.900 Tungusófar frá 125.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 199.900 kr Bast stólar 5.900 verð áður 24.900 Skenkur 235x80x52 frá 77.000 verð áður 221.900 Sjónvarpsskápar frá 33.500 verð áður 47.900 Fólk er meðvitað um að náttúran er lifandi, og hugsar mikið um að flokka og endurvinna. 20 viðtal Helgin 17.­19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.