Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 50

Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 50
H jónin Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Gísli Þorvaldsson bættu enn einni skrautfjöður í hatt sinn með því að vinna öruggan sigur í sveita- keppni Bridgehátíðar Borgarness sem fram fór á Hótel Hamri nýverið. Ljósbrá og Matthías hafa verið sigursæl í mótum undanfarna mánuði. Sveitarfélagar þeirra í Borgarnesi voru Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartarson. Þátttaka var ágæt og mættu 22 sveitir til leiks. Sveit Ljósbrár var í toppsætinu allan tímann og landaði næsta öruggum sigri. Lokastaða fimm efstu sveita varð þannig: 1. Ljósbrá Baldursdóttir ...................................... 152 2. Grábrók ............................................................ 134 3. Grant Thornton ................................................ 130 4. Strumparnir ..................................................... 121 5. Skákfjelagið ..................................................... 115 Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartar- son unnu bötlerútreikning para næsta örugglega, voru með 2,12 impa í plús í hverju spili að meðaltali. Eftirfarandi spil féll í leik Ljósbrár við Grant Thornton í fimmtu umferð. Þó voru ekki nema 5 borð (af 22) sem náðu laufslemmu í NS. Norður gjafari og NS á hættu: Á borði Sævars og Karls (NS) sem áttu við bræðurna Hrólf og Odd Hjaltasyni opnaði Sævar á einu laufi á norðurhöndina. Hrólf- ur sagði 1 spaða, Karl doblaði neikvætt, Oddur sagði 4 spaða og Sævar skaut á 6 lauf. Þau voru ekkert vandamál til vinnings því Sævar gat hent báðum tíglum sínum í hjartafríslagi. Á hinu borðinu sátu Sveinn Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson í NS gegn Ljósbrá-Matthíasi í AV. Sveinn Rúnar opnaði á alkröfu 2 laufum í norður, fékk 2 spaða, pass og 4 spaða. Sveinn sagði fimm lauf og Þröstur, sem bar virðingu fyrir alkröfuopnun Sveins, sagði 5 grönd sem þýddi: „veldu slemmu“. Sveinn sagði 6 lauf við því og spilið féll í samanburðinum. Jafn margir spiluð laufbút og slemmu á hendur NS. Bridgehátíð í nánd Hin árlega og vinsæla Bridgehátíð verður spiluð dagana 23.-26. janúar. Eins og vana- lega kemur fjöldi frægra erlendra spilara til að taka þátt í þessari keppni sem er spiluð að venju á Hótel Natura. Fyrir hefðbundna tvímenningskeppni og sveitakeppni verður haldinn Stjörnutvímenningur (Star wars PRO/AM) þann 22. janúar. Spilamennska hefst klukkan 19 en mæting er klukkan 18 þar sem Bridgesamband Íslands mun bjóða spilurum upp á léttar veitingar fyrir spilamennsku ásamt því að dregið verður í sveitir eitt pro par og eitt am par saman og teknar myndir af sveit. Gott tækifæri til að vera með þeim bestu í sveitunum. Mögu- leiki er að kaupa sér makker ef menn hafa til dæmis áhuga á að spila við einhvern okkar landsliðsmanna eða jafnvel einhvern af útlendingunum. Spilaðir verða 6 x 4 spila leikir. Vegleg verðlaun í boði og mun meðal annars parið í sigursveitinni fá boðs- miða í tvímenning Bridgehátíðar. Skráning hjá Kristjáni síma 867 5748, Rúnari síma 820 4595, Guðmundi síma 861 9188 eða hjá Ólöfu á skrifstofu Bridgesambandsins síma 587 9360. Lokað verður fyrir skráningu klukkan 12 spiladag. Snyrtilegur klæðn- aður er áskilinn. Þátttökugjald í aðaltví- menning Bridgehátíðar er 20.000 á parið og sveitakeppnin er 40.000 á sveitina. 50 skák og bridge Helgin 17.-19. janúar 2014  Skák Skákþing ReykjavíkuR Þrír efstir og jafnir með fullt hús a lþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í Skákþingi Reykjavíkur sem fer fram þessa dagana. Í fjórðu umferð, sem fór fram í á mið- vikudaginn, vann Jón Viktor stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, Þorvarður sigr- aði Fide meistarann Sigurbjörn Björnsson og Einar Hjalti lagði Atla Jóhann Leósson. Mótið er nú hálfnað en alls eru tefldar níu umferðir og fer fimmta umferð fram næst- komandi sunnudag og hefst klukkan 14. Þá mætast meðal annars Einar Hjalti og Jón Viktor sem og Fide meistarinn Davíð Kjart- ansson og Þorvarður Fannar. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur www.taflfelag.is. Vignir Vatnar Íslandsmeistari barna Vignir Vatnar Stefánsson varð um síðustu helgi Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri annað árið í röð. Vignir hlaut 8,5 vinning í níu skákum og varð jafn Óskari Víkingi Davíðs- syni að vinningum en þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign. Vignir hafði svo betur í spennandi tveggja skáka einvígi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn á sínu síðasta ári í þessu móti og er þar með tvöfald- ur Íslandsmeistari barna en auk þess er hann Íslandsmeistari 13 ára og yngri og Norður- landameistari 11 ára og yngri, að því er fram kemur á síðu Taflfélags Reykjavíkur. „Alls tóku 14 krakkar út Taf lfélagi Reykjavíkur þátt í mótinu og öll stóðu þau sig afbragðs vel og halda áfram að safna í reynslubankann því ef það er einhvern tíma mikilvægt að tefla mikið, aftur og aftur, þá er það á fyrstu árum taflmennskunnar. Af T.R. krökkunum kom Mykhaylo Kravchuk næstur með 6,5 vinning en síðan komu Ró- bert Luu, Sævar Halldórsson, Davíð Dimitry Indriðason, Björn Magnússon og Ólafur Örn Olafsson allir með 6 vinninga, Guðni Viðar Friðriksson og Benedikt Ernir Magnússon með 5 vinninga, Freyja Birkisdóttir og Al- exander Már Bjarnþórsson með 4,5 vinn- ing, Unnsteinn Beck með 4 vinninga, Freyr Grímsson með 3,5 vinning og Kári Christian Bjarkarson með 1 vinning. Taflfélag Reykjavíkur óskar þessum glæsi- lega hópi barna, sem allur hefur sótt laug- ardagsæfingar félagsins af krafti, til ham- ingju með árangurinn,“ segir enn fremur, „og Vigni Vatnari sérstaklega með Íslands- meistaratitilinn.“  BRidge ÖRugguR SiguR í Sveitakeppni BRidgeHátíðaR BoRgaRneSS Enn ein skrautfjöður í hatt Ljósbrár og Matthíasar ♠ 4 ♥ KG ♦ ÁG6 ♣ ÁKD9875 ♠ 95 ♥ ÁD102 ♦ 1098732 ♣ 2 ♠ K8763 ♥ 7653 ♦ K4 ♣ 43 ♠ ÁDG102 ♥ 984 ♦ D5 ♣ G106 N S V A Sigursæl sveit var kampakát með sigurinn í sveitakeppni Bridgehátíðar Borgarness. Frá vinstri eru Karl Sigurhjartarson, Ljósbrá Baldurs- dóttir, Matthías Gísli Þorvaldsson og Sævar Þor- björnsson. Mynd Aðalsteinn Jörgensen Vignir Vatnar Stefánsson, Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri. Mynd Taflfélag Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur fer fram þessa dagana. Mynd Taflfélag Reykjavíkur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.