Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 10
Þ að er verið að toga í sjóðinn frá mismunandi áttum. Það er ætlast til þess að hann gegni félagslegu hlutverki,
að hann sé sjálfbær sem og að hann starfi
eins og fjármálstofnun. Öll þessi hlutverk
geta samrýmst en breyta þarf ákveðnum
verkferlum til að svo geti orðið,“ segir Ingi
björg Ólöf Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður
Íbúðalánasjóðs.
Ingibjörg Ólöf segir að nefnd um fram
tíðarskipan húsnæðismála sé að skoða hús
næðisvandann frá öllum hliðum. „Nefndin
er enn að störfum og við vitum ekki hvað
kemur út úr henni. Við sjáum hvað setur
og höldum okkar striki. Íbúðalánasjóður
verður að halda áfram sínu daglegu starfi
þangað til að við vitum hver niðurstaða
stjórn valda verður í rauninni en nefndin á að
skila sínu áliti á næstu mánuðum. Verkefni
nefndarinnar er umfangsmikið og hún mun
m.a. koma með tillögur um hvaða hlutverki
Íbúða lánasjóður eigi að gegna inn í fram
tíðina. Það breytir því ekki að við erum með
lagaumhverfi sem segir hvernig sjóðurinn
eigi að starfa í dag og við fylgjum þeim
lögum eftir,“ segir hún.
Ingibjörg Ólöf segir að stefna stjórnar
innar sé skýr, að koma jafnvægi á rekstur
sjóðsins. „Það er okkar stóra hlutverk að
Íbúðalánasjóður verði sjálfbær en við hrunið
varð sjóðurinn fyrir miklu áfalli og sá for
tíðarvandi er óleystur,“ segir Ingibjörg Ólöf.
„Allar þær ákvarðanir sem við tökum í
dag stuðla að því að sjóðurinn verði sjálfbær
þannig að við erum ekki að auka á vandann
heldur erum við að greiða úr vandanum. Í
rauninni er sjóðurinn ekki rekinn með halla,
hann er rekinn með hagnaði fyrir
afskriftir en út af því að við þurf
um að leggja til hliðar í varúðaraf
skriftarsjóð og eftir að búið er að
taka þær afskriftir frá þá verður
rekstrarniðurstaðan taprekstur.
Fortíðarvandinn er eitthvað sem
stjórnvöld eru að vinna að lausn
að,“ segir hún.
Þarf að leysa fortíðarvandann
Ingibjörg Ólöf segir að stjórnin
vinni skipulega að því að draga
úr rekstrarkostnaði sjóðsins og
að hann taki mjög varfærnislega
á afskriftum. „Það eru stórar
ákvarðanir sem hafa verið teknar
og munu verða teknar en verða
tilkynntar þegar að þeim kemur,“
segir hún.
„Við erum að koma jafnvægi á
reksturinn eins og staðan er í dag.
Framtíðin er okkar og framtíðin
er sjálfbær og við þurfum að koma
þessu lausa fé sem sjóðurinn á í vinnu og
við þurfum líka að losna við fullnustueignir,
við þurfum að koma þeim í leigu og/eða að
selja þær. Það eru gríðarlegir fjármunir sem
liggja í þeim í vaxtamun á lausu fé. Það er
ýmislegt sem er í farveginum,“ segir Ingi
björg Ólöf. „Niðurfærslur hús
næðislánanna munu hjálpa til
við að draga úr vanskilin sem
minnkar þörf á afskriftum,“
segir hún.
Ingibjörg Ólöf segir að oft
gleymist í umræðunni að sjóður
inn hafi félagslegu hlutverki að
gegna samkvæmt lögum sem og
gagnvart öllum landsmönnum.
Það gleymist að skilja það hlut
verk frá og þegar lánað er út á
vöxtum sem ekki eru sjálfbærir
þá skapist beinlínis tap. „Það
sem við segjum í dag er að ef
stjórnvöld vilja veita þannig lán
þá verður sjóðurinn að fá vilyrði
fyrir því að vaxtamunurinn sé
greiddur inn í sjóðinn,“ segir
Ingibjörg Ólöf.
Hún segir að eigi sjóðurinn
að starfa eins og hver önnur
fjármálastofnun þurfi að skil
greina hlutverk hans að vissu
leyti upp á nýtt. „Sjóðurinn mun aldrei geta
farið undan lögum um fjármálastofnanir
vegna þess að hann er að gefa út skuldabréf
og er á markaði og því verður hann að upp
fylla ákveðin skilyrði. Fjármálaeftirlitið
hefur eftirlitshlutverki að gegna gagn
vart Íbúðalánasjóði og síðan hefur Alþingi
ákveðnu hlutverki að gegna þar sem um
ríkisábyrgð er að ræða þannig að það er
áhugavert flækjustig á sjóðnum sem oft er
erfitt að fást við,“ segir Ingibjörg Ólöf.
Mismunandi sjónarmið mikilvæg
Stjórn Íbúðalánasjóðs er mjög „dýnamísk“,
að mati Ingibjargar Ólafar en margir hafa
þurft að segja sig frá stjórnarsetu á stuttum
tíma og nýir hafa komið í staðinn. „Þetta eru
allt einstaklingar með mikla reynslu og mjög
víðtækan bakgrunn. Mér finnst alltaf best
að vinna í hópi þar sem fólk er ólíkt og með
víðtæka reynslu því þannig fær maður oftast
fram sem flest sjónarmið og þannig er hægt
að taka bestu upplýstu ákvarðanir í hverju
tilviki fyrir sig,“ segir Ingibjörg Ólöf. Segir
hún að fólk sitji ekki í stjórn Íbúða lánasjóðs
vegna launanna heldur séu í stjórn inni ein
staklingar með reynslu sem eru tilbúnir
að taka að sér þetta erfiða verkefni og að
gríðarleg vinna fylgi stjórnarsetunni. „Það
er mikilvægt að gera miklar kröfur til þeirra
aðila sem sitja í stjórn, ákvæði laga um hæfi
stjórnarmanna eru ströng, í dag uppfylla að
mínu mati allir þær kröfur. Fjármáleftirlitið
metur hæfi stjórnenda sjóðsins og stjórnar
menn þurfa að standa skil á þeim lögum og
reglugerðum sem Íbúðalánasjóður heyrir
undir,“ segir Ingibjörg Ólöf.
Öryggisnet hjá Íbúðalánasjóði
Margir viðskiptabankar veita húsnæðislán
með þeim fyrirvara að þeir geti endurskoð
að vextina eftir ákveðinn tíma en hjá Íbúða
lánasjóði eru vextirnir fastir út lánstímabil
ið. „Það er ákveðið öryggi í fyrirsjáanleika
á vöxtum á verðtryggðum lánum og það er
gríðarlega mikilvægt að hafa þann fyrirsjá
anleika. Flestir vilja vita hvað þeir eru að
borga í vexti næstu 25 eða 40 ár,“ segir Ingi
björg Ólöf og vonar að það hjálpi ákveðnum
hópum við að ákveða að skipta við Íbúðal
ánasjóð. „Að mínu mati á Íbúðalánasjóður
ekki að vera í beinni samkeppni um hús
næðislán heldur að hafa ákveðna sérstöðu
á markaði. Það á að vera til staðar ákveðið
öryggisnet hjá Íbúðalánasjóði, tryggja þarf
öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum ekki
síst þeirra sem búa á landsbyggðinni, fyrir
þá sem eru á leigumarkaði og þeirra sem
eru að kaupa sína fyrstu íbúð,“ segir Ingi
björg Ólöf.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Það er okkar
stóra hlutverk
að Íbúðalána-
sjóður verði
sjálfbær en við
hrunið varð
sjóðurinn fyrir
miklu áfalli og
sá fortíðarvandi
er óleystur,
Íbúðalánasjóður verði sjálfbær í framtíðinni
Stjórn sjóðsins stefnir á að gera hann
sjálfbæran og hefur unnið skipulega til
þess að ná þeim markmiðum. Ingibjörg
Ólöf Vilhjálmsdóttir stjórnarformaður
segir að stjórnvöld vinni nú að lausn
fortíðarvandans.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir bíður eftir að sjá lausnina á fortíðarvandanum. Ljósmynd/Hari
10 fréttaviðtal Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014