Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@
frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@
frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn
er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
K Kvenfélagið Hringurinn gerir það ekki endasleppt. Á 110 ára afmæli félagsins, síðastliðinn sunnudag, afhenti það Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert ár í sögu félagsins. Þessi fjárhæð bætist við 70 milljóna króna gjöf Hrings-
kvenna fyrir tveimur árum en þær hafa stutt barna-
spítalann með húsnæði og tækjakaupum áratugum
saman. Hið öfluga starfs kvenfélagsins Hringsins
gerir það að verkum að Barnaspítali Hringsins er
sambærilega búinn tækjum og bestu
barnaspítalar í heiminum, að því er
fram kom í þakkarávarpi Jóns Hilm-
ars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra
kvenna- og barnasviðs Landspítalans,
er hin rausnarlega gjöf var afhent í
vikubyrjun. Ákveðið hefur verið að um
það bil 10 milljónir króna verði nýttar
vegna barnaskurðlækninga, vökudeild
fær 35-40 milljónir og legudeild barna
og bráðamóttaka barna 40-50 milljónir,
auk þess sem barna- og unglingageð-
deild, BUGL, fær 3-5 milljónir króna.
Kvenfélagið Hringurinn var stofnað árið 1904. Til
ársins 1942 áttu berklasjúkir hug Hringskvenna.
Þær reistu Hressingarhælið í Kópavogi og ráku það
til loka árs 1940. Árið 1942 var breytt um stefnu og
bygging barnaspítala var markmiðið. Hringskonur
komu að barnadeild sem var opnuð 1957, Barnaspít-
ala Hringsins 1965 í sérstakri álmu, geðdeild fyrir
börn við Dalbraut, vökudeild 1976 og aftur 1988. Á
90 ára afmæli félagsins lýstu stjórnvöld því yfir að
þau vildu eiga samleið með Hringnum um að byggja
nýjan barnaspítala. Hringskonur fóru af krafti í málið
og lofuðu 100 milljónum króna á þeim tíma. Ramma-
samningur var undirritaður 1994 um bygginguna en
Barnaspítali Hringsins var vígður árið 2003, á 99 ára
afmælisdegi Hringsins.
Þetta magnaða félag vinnur af miklum metn-
aði að fjáröflun í Barnaspítalasjóð Hringsins, auk
þess sem mörg önnur verkefni hafa verið studd
og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna-
og unglingageðdeildar Landspítalans og rekstur
Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sér-
þarfir. Í félaginu eru 335 konur á öllum aldri og
byggist starfsemin fyrst og fremst á því mikla starfi
sem fram fer í nefndum félagins. Fjáröflunarleiðir
þess eru söfnunarbaukar sem víða eru, jólakaffi og
happdrætti sem haldin eru á aðventunni ár hvert,
jólabasar sem haldinn er í nóvember á hverju ári,
minningarkort sem seld eru allt árið, jólakort og
veitingasala í Barnaspítalanum.
Það verk sem Hringurinn vinnur að líknar- og
mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna, er
aðdáunarvert. Hringskonur hafa alla tíð sinnt velferð
barna og stutt dyggilega að aðbúnaði þeirra á barna-
spítalanum sem ber, að verðleikum, nafn félagsins.
Öflugt sjálfboðaliðastarf þeirra hefur skilað ótrúleg-
um árangri, eins og dæmin sanna. Eins og margoft
hefur komið fram í fréttum hefur þrengt mjög að
Landspítalanum á undanförnum árum, þótt nú horfi
skár, sem betur fer, með auknum fjárveitingum til
tækjakaupa. Hringskonur hafa hins vegar séð til
þess, með elju sinni og fórnfýsi, að barnaspítalinn
hefur verið vel tækjum búinn – og svo verður án efa
þegar til framtíðar er litið enda er starfsemi Hrings-
ins í miklum blóma.
Almenningur er vel meðvitaður um starf Hrings-
kvenna og styður það með því að leggja framlög í
söfnunarbauka félagsins, kaupa happdrættismiða
og vörur sem framleiddar eru í nafni þess. „Við
Hringskonur erum afar stoltar af því að geta gefið
svona góða gjöf. Við vitum það að þetta fer á frá-
bæran stað. Allt fyrir börnin okkar,“ sagði Valgerð-
ur Einarsdóttir, formaður kvenfélagsins Hrings-
ins, þegar hún afhenti barnaspítalanum gjöfina
rausnarlegu 26. janúar síðastliðinn, 110 milljónir
króna, fyrir hönd þess.
Að sama skapi getum við hin, sem fylgjumst
með starfi Hringskvenna, sagt að við séum stolt af
þeim og starfi þeirra – og stutt það starf. Hvað sem
líður þrengingum í samfélaginu og efnahagslegum
örðugleikum, sem við höfum vissulega strítt við
allt frá hruninu haustið 2008, getum við sameinast
um það að gera allt fyrir börnin okkar.
Öflugt starf Hringskvenna
„Allt fyrir börnin okkar“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Audi Q5. Notadrjúgur
og glæsilegur.
Fullkomlega
samstillt hönnun.
Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu
sérlega tilkomu mikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða
loftkæling, leður áklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000.
Skapandi og skemmtileg Reykjavík
Skapandi greinar eru atvinnugreinar sem byggja á hugviti og
sköpun. Allar listgreinar, hönnun, forritun, uppfinningar og þróun
í öllum öðrum atvinnugreinum geta fallið í þennan flokk.
Ein er sú atvinnugrein sem hefur vaxið og þroskast mikið á Íslandi
hin síðustu ár, en það er kvikmyndagerð.
Sennilega eru fáar atvinnugrein-
ar sem snerta eins marga fleti
mannlífsins og kvikmyndagerð.
Í henni koma saman fjölmargar
listgreinar og iðngreinar og þörf
fyrir alls konar þjónustu. Fram-
leiðsla á kvikmynd er eins og lítið
iðandi þjóðfélag þar sem allir
vinna að sama markmiði í mjög
ólíkum störfum.
Bein og óbein hagræn áhrif
kvikmyndagerðar hafa verið
margreiknuð út og sýnt hefur
verið fram á að hver króna sem
lögð er til kvikmyndar skilar sér
sexfalt til baka til samfélagsins
í beinhörðum peningum. Þeir
fjármunir koma til landsins í
formi styrkja og fjárfestinga frá
erlendum aðilum. Þá eru ótalin þau óbeinu áhrif sem kvikmyndir
hafa í formi landkynningar sem hefur bein áhrif á ferðamanna-
straum og sölu á íslenskum afurðum.
Fjölbreytt atvinnulíf þar sem skapandi greinar og fyrirtæki í
ferðaþjónustu blómstra er það sem ég vil sjá vaxa og dafna áfram
í Reykjavík. Listamennirnir okkar sjá ekki einungis um að bæta
lífsgæði okkar. Þeir flytja út list og flytja inn listunnendur og kynna
Ísland í útlöndum. Þeir skapa veraldleg verðmæti í erlendum
gjaldeyri á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt og eru þá ótalin
andlegu, menningarlegu og samfélagslegu verðmætin sem þessir
listamenn skapa.
Reykjavík á að vera vagga lista, menningar, ferðaþjónustu og
skapandi greina, með blómstrandi atvinnulíf sem stuðlar að fjöl-
breyttu mannlífi. Þannig atvinnulíf vil ég að standi börnum mínum
og barnabörnum til boða þegar þau vaxa úr grasi.
Kristín Erna Arnardóttir er
kvikmyndagerðarmaður,
þátttakandi í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík
og sækist eftir 4. sæti.
12 viðhorf Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014