Fréttatíminn - 31.01.2014, Page 22
K ínversk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á þeirri stefnu að pör megi aðeins
eignast eitt barn. Nýjar reglur verða
settar og samkvæmt þeim munu pör
mega eignast tvö börn ef að minnsta
kosti annað foreldrið er einkabarn
sinna foreldra. Talið er að þessar
breytingar muni leiða til þess að fæð-
ingum í Kína fjölgi um eina milljón
á ári.
Frá 1979 hafa gilt í Kína lög sem
kveða á um að pör í borgum og
á helstu þéttbýlissvæðum lands-
ins megi aðeins eignast eitt barn.
Pör sem búa í dreifbýli hafa mátt
eignast tvö börn ef fyrsta barnið
er stúlka eða fatlaður drengur.
Útlendingar í landinu eru undan-
þegnir stefnunni og hún gildir ekki
heldur í borgunum Hong Kong og
Macau sem voru erlendar nýlendur
til skamms tíma og eru fyrir tiltölu-
lega fáum árum orðnar hluti af Al-
þýðulýðveldinu Kína. Fleiri undan-
þágur eru á stefnunni en talið er að
um 36% íbúa Kína hafa hins vegar
þurft að sætta sig við ströngustu
útgáfuna; sá hópur hefur tekið
áhættu á harkalegum refsingum
brjóti hann lögin með því að eign-
ast fleira en eitt barn. Þetta eru
refsingar eins og atvinnumissir,
háar fjársektir, auk þess sem konur
hafa verið neyddar í fóstureyðingar
og ófrjósemisaðgerðir.
Fæðingartíðni féll úr 4,77 í 1,64
Þótt stefnan um eitt barn á fjölskyldu
hafi verið í gildi frá 1979 hefur verið
slakað á nokkrum þáttum hennar í
gegnum árin. Meðal annars hefur
pörum sem bæði eru einkabörn for-
eldra sinna verið leyft að eignast tvö
börn. Breytingarnar sem boðaðar
voru á dögunum ganga lengra því nú
verður þeim pörum leyft að eign-
ast tvö börn þar sem aðeins annar
aðilinn er einkabarn. Þetta er ein
stærsta tilslökun sem gerð hefur
verið í þessum efnum frá upphafi.
Allt frá upphafi hefur verið deilt á
einkabarnsstefnuna. Henni var ætlað
að hefta stjórnlausa fólksfjölgun í
landinu og hefur haft mikil áhrif á
þróun kínversks þjóðfélags eins og
sést af því að frá því að hún var inn-
leidd hefur fæðingatíðni í landinu
fallið úr 4,77 börnum á hverja konu
niður í 1,64 börn á hverja konu á
árinu 2011. Önnur afleiðing er sú að
hvergi í heiminum er nú jafnmikill
munur á fjölda fæddra drengja og
stúlkna. Drengirnir eru miklum mun
fleiri og talið er árið 2020 verði ungir
karlar 25 milljónum fleiri en ungar
konur í landinu..
Talsmenn þessarar stefnu horfa á
hagtölurnar og segja að stefnan hafi
borið árangur og haft mikla þýðingu
fyrir efnahagslíf landsins. Hennar
vegna hafi fæðst 400 milljón færri
börn en ella. Þannig hafi verið sköp-
uð skilyrði fyrir einstæðum hagvexti
í Kína undanfarin rúmlega 30 ár.
Hætta á vinnuaflsskorti og
vaxandi hlutfall eldra fólks
Undanfarin misseri hafa hins vegar
borist fréttir af því að stjórnvöld
væru farin að huga að breytingum og
hefðu þungar áhyggjur af neikvæð-
um langtímaáhrifum einkabarns-
stefnunnar. Hún stuðli að vinnuafls-
skorti og vinni gegn því að kínverskt
þjóðfélag fái risið undir þeim kostn-
aði sem fylgir sívaxandi hlutfalli
eldra fólks í landinu.
Nú liggur fyrsta tilslökunin af
hálfu stjórnvalda fyrir og breyting-
unni er fagnað af ýmsum lýðfræðing-
um og einnig af þeim sem hafa lengi
gagnrýnt einkabarnsstefnuna og þau
hörmulegu mannréttindabrot sem
hafa verið fylgifiskar hennar.
Konur hafa verið neyddar í fóstur-
eyðingar og til að gangast undir
ófrjósemisaðgerðir. Algengt er að
fóstrum stúlkubarna sé eytt eða
að stúlkubörn séu deydd skömmu
eftir fæðingu. Foreldrar vilja heldur
eignast drengi enda er það rótgróið
viðhorf í menningu landsins að það
tryggi framtíð fjölskyldunnar að
eignast syni; þeir haldi nafni fjöl-
skyldunnar á lofti og beri ábyrgð á
framfærslu og velferð foreldra sinna
á efri árum.
Gagnrýnendur segja að stefnan
hafi valdið samfélaginu margvísleg-
um öðrum skaða sem enn sé ekki að
fullu kominn í ljós. Hlutfall aldraðra
hefur vaxið gríðarlega í landinu.
Unga kynslóðin er of fámenn til að
annast allt gamla fólkið og sjá því
farborða. Innan skamms verði til-
finnanlegur skortur á sérhæfðu
vinnuafli ungs fólks sem nauðsynlegt
er talið til að drífa efnahagslíf lands-
ins áfram.
Í þessum hópi gagnrýnenda eru
fjölmargir lýðfræðingar og sérfræð-
ingar í mannfjöldaþróun og hag-
tölum sem benda á að jafnvel þótt
einkabarnsstefnan hefði aldrei orðið
að veruleika hefði fæðingartíðnin í
Kína sjálfkrafa farið lækkandi eftir
því sem frjálsræði í efnahagsmálum
jókst og efnahagur fólks batnaði.
Þróunin hefði sjálfkrafa orðið svipuð
og í löndum eins og Japan og Ítalíu
þar sem fæðingartíðni hefur lækkað
gríðarlega á fáum áratugum án nokk-
urrar stýringar af hálfu stjórnvalda.
Kerfið vill viðhalda sjálfu sér
En meðal lýðfræðinga heyrast þær
raddir að það nægi ekki að opna ein-
staka smugur, eins og gert er með
breytingunum nú, ef markmiðið er
að leysa þau félagslegu vandamál
sem blasa við eftir að einkabarns-
stefnunni hefur verið fylgt í áratugi.
Kerfið berjist gegn breytingum
og reyni að viðhalda sjálfu sér.
Um 500.000 opinberir starfsmenn
hafa atvinnu af því að framfylgja
einkabarnsstefnunni. Þær sektir
sem lagðar eru á fólk sem eignast of
mörg börn renna til sveitarfélaga og
héraðsstjórna sem berjast margar
gegn breytingum af ótta við að missa
þennan tekjustofn.
„Við þurfum ekki smáskammta-
lækningar í barneignastefnunni,“
segir Gu Baochang, lýðfræðingur
við Háskóla fólksins í Beijing. „Það
sem við þurfum er að leggja þetta
kerfi niður í heild sinni.“
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
Heimildir: Time og Wikipedia. Wash-
ington Post.
Kínverjar slaka á
einkabarnsstefnunni
Í meira en þrjátíu ár hafa Kínverjar búið við þá stefnu að fólk á helstu þéttbýlissvæðum landsins
hefur aðeins mátt eignast eitt barn. Stjórnvöld hafa framfylgt stefnunni af hörku. Háum sektum
hefur verið beitt og konur hafa verið neyddar í fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Nú hafa
verið boðaðar tilslakanir á þessari stefnu enda eru ekki lengur nægilega margt ungt fólk í landinu
til þess að standa undir vexti efnahagslífsins og tryggja framfærslu hinna eldri.
Kínverskur maður hefur auga með einkasyninum á reiðhjólinu í Beijing. Hefðir Kínverja voru þær að eignast stóra fjölskyldu og
mörg börn. Frá 1979 hafa stjórnvöld framfylgt harðri einkabarnsstefnu á helstu þéttbýlissvæðum landsins. Nú hefur verið til-
kynnt um ákveðnar tilslakanir á stefnunni sem ávallt hefur verið umdeild í landinu. Mynd: GettyImages
Gao Huaping er 44 ára gömul og ein þeirra sem mótmæltu einkabarnsstefnu kín-
verskra stjórnvalda í Beijing í Kína síðastliðið vor. Ljósmynd/Nordicphotos/Getty
Að missa barn er versta martröð
allra foreldra. Í Kína er sársauk-
inn sem fylgir missi barns ekki
bara tilfinningalegur og andlegur
heldur tengist hann stöðu fólks
í þjóðfélaginu og afkomuöryggi.
Kínversk menning er fjölskyldu-
miðuð frá fornu fari. Forfeður er
hafðir í hávegum og öllu skiptir í
lífinu að eignast afkomendur sem
halda nafni fjölskyldunnar á lofti og
tryggja afkomu og velferð foreldr-
anna í ellinni.
Nú er talið að um milljón for-
eldra séu í þeim sporum í Kína að
hafa misst einkabarn vegna slysa
eða veikinda. Þetta er fólk sem er
komið yfir miðjan aldur og tók ekki
áhættuna á að eignast fleiri en eitt
barn af ótta við refsingar á borð við
atvinnumissi og háar fjársektir.
Í vor efndu hundruð karla og
kvenna í þessum sporum til mót-
mæla í Beijing, réðust inn í skrif-
stofur heilbrigðisráðuneytisins og
kröfðu stjórn-völd um aðgerðir og
bætur. Krafa fólksins gegn stjórn-
völdum byggist á því að þau hafi
framfylgt einkabarnsstefnunni af
hörku. Fólk sem boðið hefur stjórn-
völdum byrginn og eignast börn í
óþökk þeirra hefur kallað yfir sig
harðar aðgerðir.
„Í 20 ár voru allar okkar vonir og
framtíðardraumar bundnir við son
okkar en nú er hann dáinn,“ segir
Xu, sem er 53 ára. Hann og konan
hans hafa engan til að sjá fyrir sér
í ellinni og að auki finnst þeim þau
ekki hafa neitt til að lifa fyrir lengur.
Einn þeirra sem hefur verið lát-
inn finna fyrir því að ganga gegn
vilja stjórnvalda þegar kemur að
barneignum er Yang Zhizhu, fyrr-
verandi prófessor í lögum við
Stjórnmálafræðiháskóla kínverskr-
ar æsku. Hann missti vinnuna og
var sektaður um jafngildi fimm
milljóna íslenskra króna þegar eig-
inkona hans eignaðist aðra dóttur
þeirra hjóna árið 2010. Honum var
leyft að snúa aftur til vinnu á síðasta
ári en þarf að láta sér nægja 125.000
krónur í laun á mánuði, sem er brot
af fyrri launum.
Sjaldan hafa aðgerðir stjórnvalda
þó verið jafnharkalegar og í Pun-
ing-héraði vorið 2010. Þá var ráð-
ist gegn 10.000 konum sem höfðu
eignast höfðu fleiri en eitt barn og
ekki höfðu sinnt kröfu stjórnvalda
um að gangast undir ófrjósemisað-
gerðir. Ef ekki náðist til kvennanna
sjálfra voru ættingjar þeirra – afar
og ömmur, systkini, unglingar og
jafnvel börn – handteknir og settir
í varðhald allt þar til konurnar gáfu
sig fram á heilsugæslustöð og geng-
ust undir ófrjósemisaðgerð.
Heimild: Washington Post, Marie
Claire.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
GÆÐAMÁLNING
Mako pensill 50mm
225
Deka Gólfmálning grá
3 lítrar
4.295
Deka Spartl LH. 3lítrar
1.990
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Deka Pro 10
Innimálning. 10 lítrar
6.690
LF Veggspartl
0,5 litrar
795
DekaCryl 7
Innimálning. 10 lítrar
5.995
Deka Pro 4. Veggja- og
loftamálning. 10 lítrar
5.795
GÓÐ Þ
VOTTA
HELDN
I
Deka
Meistaralakk 70
Akrýllakk. hvítt.
1 líter
1.895
Bakki, 25 cm rúlla,
grind og pensill.
- Sett
1.595
Fórnarlömb einkabarnsstefnunnar
22 fréttaskýring Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014