Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 28
www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Toppaðu öræ fatindana Alla leið! Skráðu þig in n – drífðu þig út Alla leið! Toppaðu öræfatindana með FÍ Ferðafélag Íslands býður nú upp á metnaðarfulla æfingaráætlun sem byrjar í febrúar og endar á því að ganga á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda í lok maí eða byrjun júní. Akrafjall, Móskarðahnjúkar, Hekla, Fimmvörðuháls, Hvannadalshnjúkur eða Hrútfjallstindar og átta önnur fjöll. Tólf fjallgöngur, sex æfingatímar í Elliðaárdalnum og ganga á annaðhvort Hvannadalshnjúk eða Hrútsfjallstinda. Tveir mögulegir tindar í lokin og tvær helgar til að velja til að toppa. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00, 3. febrúar n.k. Sjá nánar um „Alla leið“ á www.fi.is TILBOÐ fyrir FÍ félaga Gildir til 01.03.14 S Björn Blöndal hefur verið lúsiðinn bak við tjöldin sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr, borgarstjóra, í hart nær fjögur ár. Jón ætl- ar að láta sig hverfa úr borgarpólitíkinni í lok kjörtímabilsins en Björn ætlar að halda ótrauður áfram, taka sæti Jóns á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík og halda áfram að geðbæta pólitíkina í ráðhúsinu. Brandarinn er semsagt ekki búinn þótt hann sé ef til vill orðinn öllu al- varlegri. „Við höfum nú verið að grínast með að okkur vanti nýtt slagorð: Árangur áfram -ekkert djók. Eitthvað sem þeir skilja sem þurfa,“ segir Björn afslappaður á skrifstofu sinni í ráðhúsinu þar sem hjálmur hin alræmda Svarthöfða úr Stjörnu- stríði stendur uppi í hillu og hefur augu með öllu. Augljós vísbending um að hér starfar ekki hefð- bundinn embættismaður. „Ég pældi alveg í því hvort þetta væri komið gott en sannleikurinn er sá að ég er búinn að vera S. Björn Blöndal hefur verið að- stoðarmaður Jóns Gnarr borgar- stjóra í þau tæpu fjögur ár sem Jón hefur gengt embættinu. Jón ætlar að hætta í borgarmálunum í vor en Björn telur brandarann, sem Besti flokkurinn var í byrjun, ekki búinn og hefur tekið við odd- vitasætinu á lista Bjartrar framtíðar fyrir kosningarnar í vor. Hann segist einfaldlega hafa horfst í augu við að sér þyki borgarpólitíkin skemmtileg og að verki Besta flokksins sé ekki lokið. Þessi gamli rokkhundur úr Ham fer óhræddur í kosningabarátt- una og segist ekki vera með neinar gamlar beinagrindur með í för. hérna í næstum fjögur ár og það tók mig smá tíma að við- urkenna fyrir sjálfum mér að ég hefði gaman að þessu.“ Björn segir atið og annríkið hafa verið svo mikið að framan af að hann hafi ekki haft mikið rými til að velta því fyrir sér hvort þetta væri leiðinlegt eða skemmtilegt. Heldur hafi einfaldlega þurft að ganga í verkin. „Ég hef síðan smám saman haft meira og meira gaman af þessu. Ég þurfti síðan að gera upp við mig hvort ég væri tilbú- inn til að vera hluti af einhverju stjórnmálafyrirbæri. Að verða í raun stjórnmálamaður sem er ekkert sjálfgefið vegna þess að það hefur náttúrlega ekki verið mjög hátt skrifað. Þetta er kannski spurning um að hafa hugrekki til að vera hluti af lausninni en ekki vera alltaf bara sami parturinn af vandamálinu. Ég fann það alveg að ég væri til í það, í fullri alvöru.“ Enginn ísbjörn Björn segist bera fulla virðingu fyrir þeim félögum sín- um úr Besta flokknum, til dæmis Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni, sem ætla að láta gott heita. „Ég skil það sjónarmið alveg en ég er var ekki tilbúinn að láta þetta bara vera svona einsdæmi.“ Og skoðanakannanir benda til þess að brotthvarf Jóns kosti Bjarta framtíð í borginni ekki mjög mikið fylgi. Ekki enn sem komið er í það minnsta. „Við höfum gert flotta hluti og stemningin er áfram sú sama þótt einhverjar mannabreytingar verði núna. Ég held að Björt framtíð í Reykjavík sé ánægjulegt framtak sem fólk á ekkert erfitt með að gleypa. Það er kannski ekki ísbjörn í Húsdýragarðinn en samt eru sömu gildi og grunnþættir á bak við. Ég held að fólk finni og treysti þeim heiðarleika sem ríkir hér.“ Björn bendir á að nú hafi þau líka afrekaskrá til að tefla fram í stað ísbjarnarnins. „Við erum mjög stolt af verkum okkar og mörgum hefur líkað vel það sem við erum að gera. Fær ekki móðursýkisköst Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrr í vikunni vilja 50% borgarbúa fá Dag B. Eggertsson sem borgar- stjóra að loknum kosningum en 10% nefndu Björn. Fékk frambjóðandinn móðusýkiskast þegar hann sá þessar tölur? „Nei, ég fæ nú sjaldan móðursýkisköst. Ég er bara mjög ánægður með að Dagur skuli vera fá viðurkenn- ingu. Mér hefur ekki alltaf fundist hann hafa notið sann- mælis sem stjórnmálamaður og oft vegið ómaklega að honum. Meirihlutaflokkarnir hafa átt afskaplega gott samstarf og Dagur á sinn þátt í því. Við Dagur höfum unnið mjög náið saman og með Jóni þannig að ég lít nú líka á þetta sem ákveðna viðurkenn- ingu á störfum meirihlutans. Ég verð ekkert súr þó að honum gangi vel. Vegna þess að þetta er líka viðurkenn- ing á því að það sem ég er búinn að vera að eyða minni orku í hefur haft eitthvað að segja. Mér finnst fínt að 10% þeirra sem þarna eru spurðir skuli nefna mitt nafn. Ég er búinn að vera bak við tjöldin. Mitt hlutverk hefur ekki verið að trana mér fram og það hefði verið hallærislegt ef ég hefði eytt síðustu fjórum árum í það.“ Passar vel í kjól Jón Gnarr hefur verið uppátækjasamur og vægast sagt skrautlegur borgarstjóri ef horft er til forvera hans og samstarf þeirra Björns hefur verið náið og gott. „Ég hef ekkert þurft að halda aftur af Jóni og það hefur verið góð dýnamík í okkar samvinnu. Við erum eins og dúett þar sem annar er með fæturna á jörðinni og hinn með höfuðið ofar skýjum og í því tilfelli var ég nátt- úrlega fæturnar á jörðinni. Við vinnum vel saman. Hann er óþrjótandi uppspretta hugmynda en ég hef hjálpað honum að vinsa úr það besta og koma því í framkvæmd.“ En yrði Björn Blöndal borgarstjóri sem væri líklegur til að skella sér í dragg við hátíðleg tækifæri? „Ég hef nú alveg farið í kvennmannsföt og þau fóru mér meira að segja ágætlega. Það er alveg inni í mynd- inni. Ég mun að minnsta kosti halda áfram að styðja mann- réttindabaráttu samkynhneigðra, minnihlutahópa og annara þeirra sem minna mega sín. Hvort sem ég geri það í draggi, bleikum jakkafötum eða bara í vesti með bindi.“ Engar beinagrindur í felum Björn er bassaleikari hinnar fornfrægu og dáðu þunga- rokkshljómsveitar Ham og þar sem hann er nú á leið í framboð í fyrsta sinn liggur beint við að spyrja hann hvort hann burðist með einhverjar rokkarabeinagrind- ur í farteskinu. Eitthvað sem andstæðingar hans eiga eftir að hrista framan í hann þegar kosningabaráttan harðnar? „Ég held að ég sé búinn að gera upp við mínar beina- grindur í gegnum tíðina. Ég lifi nú bara frekar fábrotnu lífi og hverja lausa stund sem ég á eyði ég með fjölskyld- unni minni. Ég á tvo stráka sem eru tíu og fimmtán ára og er búinn að vera með konunni minni í sautján ár. Það er nú gaman að því. En ég var náttúrlega í rokkhljómsveit. Og er enn,“ segir Björn og hlær. „Ham er enn starfandi en ég held að þær beinagrindur sem þar urðu til hafi verið auglýstar all rækilega í gegnum tíðina.“ Góð samskipti breyta öllu Sem stjórnmálamaður segist Björn helst vilja berjast áfram fyrir áframhaldandi pólitískum stöðugleika í borginni, ábyrgri fjármálastjórnun og bættum sam- skiptum. „Ég hef nú verið dálítið upptekinn að því að tala um þessi samskipti fólks og hvað þau eru í rauninni pólitískt mál og skipta miklu máli í samfélaginu. Samskipti stjór- nmálamanna, bara sem fyrirmynd fyrir aðra, eru eitt- hvað sem ég held að fólk verði aðeins að fara að hugsa um. Ég held að við séum búin að sýna, alveg ótrúlega skýrt, hvað það skiptir miklu máli að vera bara almenni- legur í mannlegum samskiptum. Að taka ekki þátt í þessu karpi en vera þó fastur á sínu. Ef horft er á síð- asta kjörtímabil hér í Reykjavík og það rugl sem þar var í gangi og svo núna. Þá er eina breytingin að Besti flokkurinn kom inn og ég held að við höfum haft gríðar- lega góð áhrif á þetta andrúmsloft. Hæfni í mannlegum samskiptum er grunnurinn að þessum stöðugleika og þetta skilar sér líka út til borgarbúa,“ segir rokkarinn sem varð aðstoðarmaður borgarstjóra í hálfgerðu flippi en er nú harður á því að brandarinn sé ekki búinn. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ég hef nú alveg farið í kvenmanns- föt og þau fóru mér ágætlega. S. Björn Blöndal hefur unnið hörðum höndum að tjaldabaki sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra en stígur nú fram fyrir skjöldu og leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Ljósmynd/Hari. Engar rokkaðar beinagrindur í farteskinu 28 viðtal Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.