Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 30
komi inn. Við lögðum enga áherslu
á að fá erlenda fjárfestingu heldur
á að flytja út fé, til fjárfestingar
annarsstaðar. Fjárfestingarnar eru
í rauninni „trophy fjárfestingar“ eða
verðlaunagripir, sem menn sækja
sér.“
Þú segir útrásina í Danmörku aldrei
hafa verið viðskiptalegs eðlis heldur
beina afleiðingu af þessu sambandi
við fyrrverandi nýlenduherra okkar.
„Það er engin skynsamleg skýring
á fjárfestingunum önnur en sú að
þetta væri yfirlýsing um að Ísland
væri ekki lengur eftir
bátur Danmerkur. Það
er engin efnahagsleg
skýring á því að menn séu
að kaupa upp fasteignir í
Kaupmannahöfn á sama
tíma og öll dönsk blöð eru
uppfull af fregnum um að
þar sé myljandi fasteigna
bóla. Þessi sjálfsmynd
sem ég legg til grund
vallar í bókinni skýrir
ekki bara útrásina heldur
líka stuðninginn við hana
hérna innanlands meðal
íslenskra stjórnvalda en
einnig almennings.“
Því stjórnvöld tóku fullan
þátt í orðræðunni, ekki
satt?
„Jú, og forsetinn gekk
lengst. Hann mærði þessa
þjóðarsjálfsmynd í ræðum
sínum, bæði fyrir og eftir
hrun, og líka í hruninu.
Þegar varnarorðin byrja
að koma 2006, þá er ekki
til dæmi um stjórnmála
mann í fremstu röð sem
leit þannig á að nú væri
ástæða til að endurskoða
efnahagslífið. Það var
alltaf litið á þetta sem árás erlendra
aðila í Ísland og verkefnið væri að
bregðast til varna. Fremur var farið
í almannatengslaherferðir erlendis
en að athuga hvort það gæti hugsan
lega eitthvað verið til í gagnrýn
inni. Orðræðan í kringum Icesave
er alveg samskonar orðræða og í
útrásinni. Það er bara aðeins önnur
birtingarmynd á sama grundvelli.“
Þú segir eitt það áhugaverðasta við
hrunið á Íslandi vera viðbrögðin við
krísunni, þ.e. að bjarga ekki bönk-
unum, sem var á öndverðum meiði
við viðleitni alþjóðasamfélagsins. En
var þetta ekki okkar eina leið út úr
ógöngunum?
„Jú, þetta var svona lán í óláni. Það
var aldrei meðvituð stefna íslenskra
stjórnvald að bjarga ekki banka
kerfinu. Menn gleyma því nú orðið
að það voru sendisveitir út um allan
heim að reyna að finna peninga ein
hversstaðar til þess að bjarga kerf
inu, það vildi bara þannig til að það
var enginn tilbúinn til
að lána okkur á þessum
tímapunkti og það er
eftir á að hyggja lukka
Íslands.“
Þú segir hörkuna sem
Bretar sýndu Íslending-
um, meðal annars með
beitingu hryðjuverkalag-
anna, skýrast að hluta
til vegna viðbragða
stjórnvalda við krísunni,
þ.e. að bjarga ekki bönk-
unum. Voru þetta eðlileg
viðbrögð?
„Ég skil viðbrögð
Breta og hvaðan þau
koma, en þau eru ekki
ásættanleg. Þau eru
dæmi um það hvernig
heimsveldi hagar sér
í alþjóðakerfinu. Nú
erum við komin í ríkja
kerfi sem byggir ekki
lengur á mætti hins
sterka eins og þegar
breska pólitíska sjálfs
myndin var að þróast.
En í þessu krísuástandi
gátu Bretar vikið sér
undan hömlum hins
alþjóðavædda kerfis og
ráðist með hernaðarlegum hætti
að Íslandi. Mér finnst alveg með
ólíkindum hvernig íslensk stjór
nvöld hafa látið þessa framkomu
yfir sig ganga. En hér sjáum við
hvernig bresk pólitísk sjálfsmynd
„kikkar“ inn. Grundvöllur í breskri
pólitík er heimsveldið og í krísu
bregðast Bretar við sem hernaðar
veldi. Ísland lá mjög vel við höggi og
Bretar gátu mjög auðveldlega farið
í sína hefðbundnu stöðu og beitt
okkur hernaðarlegri árás, sem þeir
gátu aftur á móti ekki gert gagnvart
bandalagsþjóðum sínum.“
Þú segir nauðsynlegt að hafa hraða
þróun íslensks efnahagslífs á síðustu
öld og átök milli einangrunar og
alþjóðlegrar opnunar í huga þegar
kemur að því að skilja hversvegna
varnarorð í aðdraganda hrunsins
voru hunsuð. Hvers vegna?
Þessi partur af sjálfsmynd þjóðar
innar, sem er bæði til góðs og felur
í sér hættur, gerði það að verkum
að Íslendingar voru að flýta sér til
nútímavæðingar umfram alla aðra.
Það felur í sér að manni hættir til
að keyra of hratt og að gæta ekki
að öryggisatriðum. Alvarlegust
er sú staðreynd að allir þeir gallar
sem leiddu af sér hrunið eru ennþá
til staðar. Það er ennþá undirliggj
andi kerfisgalli í íslensku efna
hagslífi sem mun alveg örugglega
leiða til áframhaldandi kollsteypa
ef ekkert verður að gert. Einfald
asta lýsingin er sú að það er ekki
hægt að vera inni á fimm hundruð
milljón manna samræmdum fjár
málamarkaði með þrjú hundruð
þúsund manna gjaldmiðil. Hann
verður alltaf óstöðugur því sveifl
urnar eru bara allt of miklar. En
ef menn ætla sér að gera það þá
verða þeir að gera annað af tvennu:
hafa viðvarandi gjaldeyrishöft eða
rígbinda fjármálakerfið heima fyrir
og banna því að taka þátt á alþjóða
markaði. Vandinn er bara sá að
enginn stjórnmálaflokkur hefur
þá stefnu. Annaðhvort þurfum við
að fara út af alþjóðlegum fjármála
markaði eða taka upp nýjan gjald
miðil.“
Er ný bóla framundan?
„Já. Hún er farin af stað nú þegar.
Hagkerfi í höftum skekkist alltaf,
og því meira því lengur sem þau eru
í höftum. Hér er farin af stað þróun
á ósjálfbæru hagkerfi og ósjálfbær
hagkefi leiðrétta sig alltaf á endan
um. Þannig að „here we go again!““
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Það er ekki
hægt að vera
inni á fimm
hundruð
milljón
manna
samræmdum
fjármála-
markaði með
þrjú hundruð
þúsund
manna gjald-
miðil.159kr.stk.
Verð áður 229
kr. stk.
Pepsi max, 2 l
v
2
lítrar
– fyrst og fre
mst
– fyrst og fre
mst
ódýr!
Hámark
16 flöskurá mann meðan birgðir endast!
PEPSI MAX 30%afslátturBOMBA
E iríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst auk þess
að vera stundakennari við erlenda
háskóla. Hann er forstöðumaður
Evrópufræðaseturs og átti sæti í
stjórnlagaráði. Ný bók hans er hluti
af ritröðinni International Political
Economy sem Alþjóðlega útgáfufé
lagið Palgrave Macmillan gefur út,
en það er eitt virtasta fræðibóka
forlag heims.
Í bókinni setur þú fram nýja kenn-
ingu um íslensk stjórnmál; að þau
grundvallist enn á pólitískri sjálfs-
mynd þjóðarinnar sem mótaðist í
sjáfstæðisbaráttunni.
„Já, það er oft þannig með ríki að
það er eitthvað í sköpunarsögu
þeirra sem býr til grundavallarhug
mynd sem að stjórnmálin ganga
eftir. Í Bandaríkjunum er það hug
myndin um frelsið, í Frakklandi er
það samheldni valds í París, dreif
ræði í Þýskalandi, á Íslandi er það
áherslan á fullveldið.“
Og þessi sjálfsmynd hefur skipt
sköpum fyrir efnahagslífið?
„Já, því sjálfstæðisbaráttan var ekki
bara fullveldisbarátta heldur líka
barátta fyrir nútímavæðingu og því
að Ísland yrði álitið á pari við önnur
vestræn velmegunarríki en ekki
sem svona hálfvanþróað ríki eins
og það var á nítjándu öldinni. Þessi
grunnur, sem við getum kallað póli
tíska sjálfsmynd þjóðarinnar, felur
í sér innbyrðis togstreitu, á milli
formlegs sjálfstæðis og nútímavæð
ingu. Þetta gerir það að verkum að
stefnan sem hér er keyrð, er keyrð
mjög hart áfram og er bólumynd
andi í eðli sínu. Og til þess að geta
rekið bólumyndandi efnahags
stefnu þá þarftu varnir í alþjóða
kerfinu, en vegna áherslunnar á
hið formlega fullveldi þá höfum við
látið undir höfuð leggjast að æskja
slíks skjóls, en erum eigi að síður
fullgildir þáttakendur. Þess vegna
einkennist íslenskt efnahagslíf af
stöðugu risi, falli og svo endurreisn
á nýjum grunni, en alltaf í sambandi
við alþjóðasamfélagið.“
Þú rekur einmitt þessa sögu í bók-
inni, geturðu rifjað hana upp í stuttu
máli?
„Erlent fé geystist inn í landið með
stofnun gamla Íslandsbanka árið
1904 sem var þá í danskri eigu,
og þeir fengu seðlabankaútgáfu.
Svo tók við þjóðerniskenndin og
Íslandsbanki var keyrður í þrot og
seðlaútgáfan var færð til hins inn
lenda Landsbanka, gjaldeyrishöft
eru sett á og aftur förum við í niður
sveiflu. Svo koma peningar aftur í
landið eftir seinni heimsstyrjöld,
hagkerfið fer á fleygiferð en endar
í kreppu á áttunda áratugnum. Svo
opnast allt aftur um miðjan tíunda
áratuginn og þá keyra menn hverja
bólumyndandi efnahagsstefnuna
á fætur annarri, allt er keyrt í botn
en það eru engar varnir í kerfinu.
Eina vörnin er stýrivaxtaákvörðun
Seðlabankans en hún er bitlaus út
af verðbólgunni og verður því ekki
til neins nema hækka gengið og
við það sogast erlent fé inn í landið,
snjóhengjan mikla sem nú hangir
yfir okkur. Ég held því fram að
út af þessari pólitísku sjálfsmynd
þjóðarinnar hafi myndast kerfis
galli í efnahagslífinu sem er ennþá
viðvarandi.“
Í inngangi bókarinnar rekur þú sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar frá upp-
hafi til okkar daga og bendir á áhrif
hennar á sjálfsmynd okkar og vekur
athygli á víkingaorðræðunni sem
blandast inn í þessa sjálfsmynd.
„Já, orðræðan er gríðarlega kapp
söm og „masculin“, gengur mikið
út á árás og baráttu. Það verður til
dæmis keppikefli að kaupa fyrir
tæki erlendis sem er samt aldrei
mjög gott fyrir efnahagslíf, að
peningar fari út úr hagkerfinu,
það hefur alltaf verið betra að þeir
Ný bóla er þegar farin að myndast
Í nýútkominni bók sinni, Iceland and the International Financial
Crisis, Boom, Bust and Recovery, setur Eiríkur Bergmann fram
heildstæða mynd af hruninu sem byggir á efnahagslegri, stjórn
málalegri og sögulegri rannsókn á efnahagshruninu haustið
2008. Í bókinni rekur hann aðdraganda og eftirmála hrunsins
og kafar í sálfræðilegar afleiðingar þess ekki síður en pólitískar.
Hann hrekur goðsagnir um hrunið sem lifa enn góður lífi og
bendir okkur á langvarandi lögmál sem leynast í þjóðarsjálfinu
sem móta enn alla okkar stjórnmálaumræðu, íslensk stjórnmál
séu mótuð af sjálfsmynd okkar sem fyrrverandi nýlenduþjóðar.
Allir þeir gallar sem leiddu af sér hrunið eru ennþá til staðar, segir Eiríkur Bergmann prófessor. Ljósmynd/Hari
30 viðtal Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014