Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 42

Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 42
É g er alltaf jafnhrifin af nýjungum sem létta manni lífið, sama hversu smávægilegar þær eru. Í nýjum Suzuki SX4 S-Cross, sem ég reynsluók í vikunni, er ein nýj- ung sem ég dásama í hvert sinn sem ég fer inn eða út úr bíln- um: lyklalaus læsing. Þá er ég að tala um að maður þarf ekki einu sinni að ýta á hnapp á fjar- stýringunni til að læsa eða aflæsa bílnum, á hurðahúninum er takki sem maður ýtir á til að læsa eða aflæsa og er nóg að vera með lykilinn í handtöskunni svo læs- ingin virki. Ég get svo svarið það að lífið er einfaldara fyrir vikið. Það er eitthvað svo ótrúlega flókið við að þurfa að kafa í vasa eða handtösku eftir bíllykli til að læsa bílnum þegar maður er með fullar hendur af innkaupapokum, skólatöskum, íþróttatöskum, börnum, stígvélum, úlpum, tómum safafernum og þar fram eftir götunum. Mikið óskaplega er ég þakklát í hvert skipti sem ég slepp við það og get bara ýtt á einn takka og bíllinn læsist eða aflæsist eftir því sem við á. Svo ýti ég bara á takka inni í bílnum til að ræsa hann og þarf ekki að taka upp lykilinn. Þetta er uppáhaldsfítusinn minn við þennan knáa jepp- ling sem er að öðru leyti alveg ágætur. Helstu kostir hans eru þeir að hann er fjórhjóladrifinn og með stórt og rúmgott skott. Fyrir mína parta er hann aðeins of lítill. Það er nánast ómögulegt að spenna bílbeltin í aftursætinu yfir barnabílstól (þessa sem eru nokkurs konar sessa og bak og sitja lausir í bílnum) því sessan fer yfir beltisinnstunguna. Og algerlega ómögulegt að koma fyr- ir þremur bílstólum eða sessum. Það vegur næstum því upp á móti þægindunum við lyklalausu læsinguna að börnin ná ekki að spenna sig sjálf og maður þarf að bogra yfir stólunum til þess að troða beltinu í festinguna. Pirrar mig dáldið en ég er nú alltaf að reyna að æfa mig í að halda jafnaðargeðinu. Bíllinn er annars búinn öllum helsta öryggisbúnaði og þægind- um. Hann er með ágætis hljóm- flutningstækjum, ekki framúr- skarandi, en góðum og fínasta snertiskjá sem er aðgengilegur í notkun. Hann er með innbyggðu leiðsögukerfi og korti, bluetooth tengingu við síma og einnig er hægt að spila tónlist af USB lykli. SX4 er með fjórar aksturs- stillingar fyrir mismunandi að- stæður, sjálfvirk stilling, snjós- tilling, sportstilling og læsing. Ég prófaði allar nema læsinguna. Sjálfvirka stillingin miðast við að ná sem bestri eldsneytisnýt- ingu en skiptir sjálfkrafa yfir í fjórhjóladrif þegar það greinir hálku. Sportstillingin var öll skemmtilegri. Ég er ósjaldan kölluð „Sigga strax“ (óþolinmóð og vil láta allt gerast strax) og keyri dáldið samkvæmt því. Sportstillingin var alveg hönnuð fyrir mínar þarfir, bíllinn er allur miklu viðbragðsbetri og sneggri upp og betri í snöggum beygjum, til að mynda. Hann er dálítið stífur í fjöðrun – en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk er hrifið af stífri eða mjúkri fjöðrun. Sjálf vil ég hafa fjöðrunina í mýkri kantinum. Bíllinn er fallega hannaður, bæði að innan og utan. Hann lætur lítið yfir sér og leynir á sér. Ég myndi segja að þetta væri ákjósanlegur bíll í borgina sem nýtist samt sem áður til allra þeirra athafna sem þörf er á. Hann kemst í Bláfjöll og getur dregið hjólhýsið en er nettur og auðveldur þegar þarf að leggja honum í þröng stæði í miðborg- inni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 42 bílar Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014  ReynsluakstuR suzuki sX4 s-CRoss Sportstilling fyrir „Siggu strax“ Sportstillingin á nýja Suzuki SX4 S-Cross hentar vel óþreyjufullu fólki sem vill að bíllinn bregðist við undir eins. Nýi jepplingurinn er hentugur í borginni og nýtist vel til flestra þeirra hluta sem fólk notar bílinn sinn í. Öruggur Hlaðinn aukabúnaði Nettur Fjórhjóladrifinn Sparneytinn Rúmgott skott Frekar þröngur fyrir barnastóla Nokkuð stíf fjöðrun Helstu upplýsingar Verð frá 3.980.000 kr Eldsneytisnotkun frá 4,1 l/100 km í blönduðum akstri CO2 í útblæstri frá 120 g/km á blönduðum akstri Lengd 4300 mm Breidd 1765 mm Farangursrými 1269 lítrar Eigum frábært úrval af nýlegum lítið eknum bílum á frábæru verði! Tryggðu þér eintak strax í dag! GULLMOLAR 2012-2013 NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/13, ekinn 20 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.330 þús. Rnr. 141891. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/12, ekinn 34 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.990 þús. Rnr. 141447. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 25 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 281302. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/12, ekinn 25 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.860 þús. Rnr. 141821. RENAULT MEGANE SPORT T Nýskr. 05/13, ekinn 33 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.370 þús. Rnr. 141895. NISSAN JUKE ACENTA Nýskr. 08/12, ekinn 24 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.390 þús. Rnr. 191222. HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 07/12, ekinn 27 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.090 þús. Rnr. 281172. Frábært verð 4.390 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR Suzuki SX4 S-Cross er fallega hannaður, bæði að innan og utan. Ljósmynd Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.