Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 56

Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 56
Matthew McConaughey hefur sýnt mikla dirfsku í hlutverkavali á allra síðustu árum og hefur vaxið svo mjög sem leikari að þessi sæti strákur úr róman- tískum gamanmyndum er kominn í fremstu röð í Hollywood. Í Dallas Buyers Club fer McConaughey á kostum í hlutverki kúrekans og rafvirkjans Ron Woodroof sem hjálpaði fólki með alnæmi að lengja líf sitt með ósamþykktum lyfjum. Hann var sjálfur með AIDS og barðist við heilbrigðis- kerfið og lyfjafyrirtæki fyrir eigin lífi og annarra í sömu aðstöðu. Myndin byggir á sannsögulegum at- burðum en 1985 var Ron greindur með alnæmi og sagt að hann ætti 30 daga eftir ólifaða. Á þeim tíma var lyfjagjöf gegn sjúkdómnum enn takmörkuð í Bandaríkjunum og almennt vissu menn ekki hvernig væri best að berjast gegn veirunni. Ron brást við þessu með því að kaupa ýmiss konar lyf alls staðar að úr heiminum, með bæði löglegum og ólöglegum leiðum. Til að koma í veg fyrir hömlur stjór- nvalda gegn því að selja ósamþykkt lyf, stofnaði Ron svokallaðan kaupenda- klúbb fyrir aðra HIV smitaða, sem fengu þar með aðgang að þeim birgðum sem Ron sankaði að sér. Myndin er tilnefnd til sex óskarsverð- launa og þar á meðal er McConaughey tilnefndur sem besti leikarinn. Jared Leto er tilnefndur sem aukaleikari, auk þess sem myndin er tilnefnd sem besta mynd ársins og fyrir besta frumsamda handritið. 56 bíó Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014 Þegar þeir hittast á ný blossa illindin upp og úr verður að þeir geri upp sín mál í hringnum.  Frumsýnd GrudGe match G ömlu kempurnar Robert De Niro og Sylvester Stallone hafa gert það gott í bíómyndum um áratugaskeið. Þeir eru óneitanlega býsna ólíkir leikarar og mannjöfnuður þeirra er áhugaverður. Þegar De Niro var upp á sitt besta var hann einhver allra besti kvikmyndaleikari sinnar kynslóð- ar en leikhæfileikar verða hins vegar seint taldir Stallone til tekna. Hann hefur engu að síður notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina og myndir hans hafa skilað umtalsvert meiri gróða en þær sem De Niro hefur leikið í, enda Rocky og Rambo erfiðir andstæðingar þegar peningar eru annars vegar. Þessir jálkar kunna báðir sitthvað fyrir sér þegar hnefaleikar eru annars vegar. Stallone lagði grunninn að velgengni sinni 1976 með Rocky. Hann skrifaði handritið og lék sjálfur handrukkarann og hinn mátulega treggáfaða Rocky Balboa sem reynir fyrir sér í hnefa- leikahringnum og fær einstakt tækifæri þegar honum býðst að berjast við heims- meistarann Apollo Creed. Rocky sópaði til sín óskarstilnefning- um1977. Hlaut verðlaunin sem besta myndin það árið, John G. Avildsen var verðlaunaður fyrir leikstjórn og klipparar myndarinnar fengu styttur. Stallone hlaut tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni og sama er að segja af þeim Talia Shire, Burgess Meredith og Burt Young. Stallone var einnig tilnefndur fyrir handrit sitt og myndin var tilnefnd fyrir besta hljóðið og besta lagið, Gonna Fly Now. Robert De Niro fitaði sig hressilega áður en hann steig í hringinn 1980 í hlutverki óða tuddans Jake LaMotta í hinni sannsögulegu Raging Bull, eftir Martin Scorsese 1980. Þar gerði De Niro betur en Stallone og hirti Óskarinn fyrir bestan leik, auk þess sem Raging Bull fékk verðlaunin fyrir klippingu. Þá var myndin tilnefnd sem besta myndin, fyrir kvikmyndatöku og hljóð. Scorsese fékk tilnefningu sem besti leikstjórinn og Joe Pesci og Cathy Moriarty fyrir frammistöðu sína í aukahluverkum. Í Grudge Match leika þeir Stallone og De Niro boxara sem mættust í hringnum í tví- gang fyrir 30 árum og unnu hvor sinn sigur- inn. Til stóð að þeir tækju þriðja slaginn en þau áform urðu að engu, ekki síst vegna þess að kapparnir hötuðust innilega. Þegar þeir hittast á ný blossa illindin upp og úr verður að þeir geri upp sín mál í hringnum. Og þá þurfa gamlingjarnir heldur betur að taka á honum stóra sínum og koma sér í form. Robert De Niro og Sylvester Stallone eru báðir þungavigtarmenn í kvikmyndum þótt þeir hafi í gegnum tíðina sjaldnast keppt í sama flokki. Þessir rosknu heiðursmenn hafa báðir leikið hnefa- leikakappa og nú mætast þeir sem slíkir í myndinni Grudge Match. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gamlir karlar takast á Robert De Niro og Sylvester Stallone takast á í Grudge Match.  Frumsýnd dallas Buyers cluB McConaughey gegn kerfinu Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Sýnt í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri) Lau 1/2 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 lokas Menningarhúsið Hof, Akureyri Hamlet (Stóra sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Sun 9/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 28/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Fim 13/2 kl. 20:00 2.k Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums/2.k Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 9/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Hamlet – HHHH – SGV, Mbl SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 VENUS IN FUR (16) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS BRIAN DE PALMA (16) SUN: 20.00 Matthew McConaughey þykir sýna enn einn stórleikinn í Dallas Buyers Club.  Frumsýnd her App ástarinnar Sá snjalli leikstjóri Spike Jonze er hér mættur til leiks með vísindaskáldskapinn Her sem fjallar um ástar- samband manns og stýrikerfis, eins vírað og það nú hljómar. Myndin gerist í náinni framtíð og segir frá textahöf- undinn Theodore, sem Joaquin Phoenix leikur. Hann er einmana og einangraður eftir skilnað en tekur upp á því einn daginn að fá sér síma með stýrikerfi sem er sagt hannað til þess að mæta öllum þörfum notandans. Fullyrðingin á heldur betur við rök að styðjast og fljótlega eru Theodore og forritið, Samantha, orðin eins og nánir vinir. Scarlett Johansson talar fyrir appið og samtöl þeirra verða svo innileg að á endanum verður Theodore ástfanginn af hugbúnaðinum. Joaquin Phoenix fellur fyrir appi í síma í Her.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.