Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Side 58

Fréttatíminn - 31.01.2014, Side 58
I llugi og Hrafn Jökulssynir vinna nú að nýrri útgáfu met-sölubókar sinnar, Íslenskir nasistar, sem kom fyrst út fyrir 25 árum og er löngu ófáanleg. „Þegar við skrifuðum bókina á sínum tíma fengum við mikið af upplýsingum, myndefni og þess háttar frá fólki úti í bæ, sem vildi koma upplýsingum um þessa tíma á framfæri,“ segir Hrafn. „Og við vonumst til þess að fólk leggi okkur nú aftur lið, það er kominn tími til að gera þessa tíma upp að nýju.“ Bókin er fyrir löngu ófáanleg og þegar bræður ákváðu að hefjast handa við nýju útgáfuna var helsti vandi þeirra að hvorugur átti eintak af henni. „Það er gömul klisja að segja að þessi eða hin bókin hafi verið ófáanleg lengi,“ segir Illugi, „en í þessu tilfelli er hún sannarlega sönn. Bókin seldist gjörsamlega upp á sínum tíma og er svo eftirsótt að hún sést held ég aldrei á forn- bókasölum.“ Bókin vakti mikla athygli á sínum tíma, en það var líka töluvert gagnrýnt að bræðurnir væru að róta í fortíð sem mörgum fannst réttast að fengi bara að gleymast. „Það er rétt,“ segir Hrafn, „við þurfum heilmikið að svara spurn- ingum af þessu tagi. Margir ótt- uðust fyrirfram að við ætluðum að fara að níða skóinn af öllum sem á fjórða áratugnum höfðu af ýmsum ástæðum látið blekkjast til að styðja nasismann, en við reyndum einmitt að fjalla um það af skilningi og með vísan til þeirra tíma sem þá voru uppi.“ „Einmitt,“ bætir Illugi við. „Þótt ungir strákar og jafnvel stöku stúlkur líka hafi skreytt sig haka- krossum og jafnvel borið við að skjóta út hægri handlegg Hitler til heiðurs, þá gerir það viðkom- andi auðvitað ekki ábyrgan fyrir glæpaverkum í Þýskalandi og víðar. En skilningur á því hvað olli því að þessi helstefna öðlaðist yfirleitt eitt- hvert fylgi er nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að þetta geti gerst aftur. Við sjáum það víða erlendis að nasisminn neitar að deyja út og þessa fortíð verðum við að þekkja.“ Ný útgáfa Íslenskra nasista er sem sé væntanleg á haustdögum. En verður bókinni umbylt frá fyrstu útgáfunni? „Bæði og,“ svarar Hrafn, „Það hafa ýmis mikilvæg skjöl og upp- lýsingar komið á daginn þessi 25 ár sem liðin eru frá því hún kom fyrst út og við munum flétta það inn í bókina eftir því sem þurfa þykir.“ Í þessum efnum treysta bræð- urnir ekki síst á hjálp fólks sem til þekkir. „Og við vonumst fastlega eftir því að fólk hjálpi okkur við heimildaöflun,“ áréttar Illugi. „Það er ennþá ýmislegt ósagt um ís- lensku nasistahreyfinguna á fjórða áratugnum og við vonumst til að fólk hafi samband við okkur, lumi það á einhverjum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður, hvort sem það eru bréf, önnur skrif, myndir, minjagripir eða bara eitt- hvað annað.“ Bræðurnir segjast vitaskuld heita fólki fullum trúnaði. „Við munum meðhöndla allar upplýs- ingar um einstaklinga af fyllstu virðingu,“ segir Hrafn. „En við erum sannfærðir um að þetta efni eigi enn erindi við fólk, og kannski ef eitthvað er, meira erindi en fyrir 25 árum.“ Þeir bræður eru báðir virkir á Facebook og benda á að þar væri auðvelt fyrir fólk sem lumar á upp- lýsingum að hafa samband við þá. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  IllugI og Hrafn EndurvInna mEtsölubók Leita á ný að íslenskum nasistum Bræðurnir Hrafn og Illugi Jökulssynir skrifuðu saman bókina Íslenskir nasistar sem kom fyrst út 1988. Bókin er fyrir löngu uppseld og ófáanleg en þeir vinna nú að nýrri útgáfu hennar og vonast til þess að fólk úti í bæ geti lagt þeim lið með upplýsingum og myndefni sem það kann að eiga fórum sínum. Bræðurnir Hrafn og Illugi skrifuðu saman bókina Íslenskir nasistar fyrir 25 árum. Þeir vinna nú að endurbættri útgáfu metsölubókarinnar og biðja fólk sem kann að eiga heimildir í fórum sínum um að leggja sér lið. Ljósmynd/Hari. Kraumur tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað árið 2014. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 28. febrúar. Kraumur er sjálfstæður sjóður sem hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi og faglegri aðstoð við unga listamenn. Auðvelda tónlistarfólki að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri. Tónlistarfólk og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar geta sótt um stuðning fyrir verkefni sín. Nánari upplýsingar um áður veitta styrki og leiðbeiningar vegna umsókna er að finna á www.kraumur.is. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á info@kraumur.is en umsóknum og fylgigögnum skal einnig skila bréfleiðis á Kraumur tónlistarsjóður / Pósthólf 124, 121 Reykjavík. Úthlutun úr Kraumi tónlistarsjóði í apríl 2014 Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.