Fréttatíminn - 31.01.2014, Page 60
Í takt við tÍmann RÍkhaRð ÓskaR Guðnason
Konan mín kallar sig golfekkju
Ríkharð Óskar Guðnason er 28 ára og hefur vakið athygli fyrir lýsingar sínar á enska boltanum í vetur.
Rikki G, eins og hann er jafnan kallaður, starfar sem ráðgjafi í Sporthúsinu, útvarpsmaður og plötu-
snúður auk þess sem hann lýsir golfi. Hann fitnar reglulega vegna pítusuáts.
„Ég er með íþróttasýki á alvar-
legu stigi og það hefur tekið
mikið á mína yndislegu konu.
Ef það er bolti í því, þá horfi ég
á það,“ segir Rikki sem byrjaði
að horfa á fótbolta þegar hann
var sex ára. Þá var heilög stund
heima hjá afa hans þegar Gullit,
van Basten og félagar voru að
keppa með AC Milan.
„Ég æfði nánast allar íþróttir
sem ég komst í á yngri árum.
Þegar ég var tíu ára vantaði mig
orðið mínútur í sólarhringinn
og þurfti að velja tvær íþróttir
til að stunda. Ég valdi fótbolta
og körfubolta. Á unglingsár-
unum fór ég að hafa áhuga á því
að verða plötusnúður og átján
ára gamall hengdi ég mig á
hurðarhúninn hjá Þresti 3000,
dagskrárstjóra FM957. Hann
sá eitthvað við mig og gaf mér
tækifæri á partívöktunum. Eftir
það varð ekki aftur snúið.“
Staðalbúnaður
Ég er rosalega mikið fyrir kósí
klæðnað og einhver myndi
líklega segja að ég væri stundum
full kósí. Mér líður best í jogg-
ingfötum. Í gegnum tíðina hef
ég átt nokkur tískuslys en konan
mín reynir að klæða mig upp og
ég er að skána. Eitt tískuslysið
var þegar ég var að djamma með
Vigni Frey Andersen. Ég var
í flottum buxum og jakkafata-
jakka við og hélt að ég væri með
allt á hreinu. Þegar við settumst
niður sá Vignir hins vegar að ég
var í hvítum sokkum við. Ég hélt
að maðurinn myndi froðufella af
hneykslan. Eftir að ég byrjaði að
lýsa sportinu er ég orðinn vanari
því að vera í fínni fötum, það má
segja að ég sé að þroskast.
Hugbúnaður
Ég verð að viðurkenna að ég er
orðinn gríðarlega lélegur að fara
út að skemmta mér. Sérstaklega
eftir að ég komst að því að ég er
að verða faðir nú í apríl. Fyrir
það fannst mér það voða gaman.
Það var alls ekki leiðinlegt að
detta í einn kaldan til Ásgeirs
Kolbeins á Austur. Þar er góð
tónlist og góð stemning. Ég er
ekki mikið fyrir að fara á dans-
gólfið en mér finnst þægilegt að
geta sest niður í góðra vina hópi
og spjallað. Ég er samt alls eng-
inn kaffihúsatrefill. Svo finnst
mér líka gaman að fara á sport-
bar þegar það er góður leikur og
upplifa stemninguna. Ég er yfir
höfuð mikil félagsvera.
Vélbúnaður
Ég er pínulítil risaeðla í tækni-
málunum. Ég var lengi með
venjulegan Nokia samlokusíma
en í ágúst fékk ég mér iPhone.
Nú er ég farinn að átta mig al-
mennilega hvað öpp eru en áður
kinkaði ég bara kolli þegar fólk
var að tala um þau, þó ég væri
ekki alveg með á nótunum. Ég
er hins vegar mjög duglegur á
samfélagsmiðlunum, Facebook
og Twitter. Þeir nýtast mjög vel í
íþróttalýsingum og í útvarpi.
Rikki G hefur starfað sem útvarpsmaður á FM957
í áratug en í vetur hefur hann vakið athygli sem
lýsandi í enska boltanum. Ljósmynd/Hari
Aukabúnaður
Ég væri sennilega að ljúga ef
ég segði ekki að pítsa væri í
uppáhaldi hjá mér. Flestir vita
að ég er veikur fyrir pítsum og
það hefur stundum haft áhrif
á holdafar mitt. Svo toppar fátt
lasagnað hennar mömmu. Ég
er núna í mínu 45. átaki og það
gengur ágætlega enda er ég
kominn í mjög skemmtilegan
lyftingahóp. Ég hef gaman
af að elda sjálfur og líka að
baka, það sést stundum á mér.
Ég myndi til dæmis segja að
ég geri bestu pönnukökur á
landinu. Á sumrin fæ ég útrás
fyrir golfdelluna og þar reynir
mikið á þolinmæði konunnar
minnar. Þetta er svo slæmt að
hún kallar sig golfekkju. Ég er
farinn að teljast keppnisfær, for-
gjöfin er um það bil 5,5 til 6 ef
ég á að giska. Ég hef ekki farið
til útlanda síðan 2007 enda er
ég gríðarlega flughræddur. Síð-
asta flug gekk ekki vel og það
hefur setið í mér síðan. Mér
finnst hins vegar mjög gaman
að ferðast um landið okkar og
nýt þess að keyra á skemmti-
lega staði. Við Heiðar Aust-
mann höfum verið að skemmta
saman úti á landi og ég á marg-
ar skemmtilegar minningar frá
þeim „road trippum“.
ANTIKÚTSALA
20-50%
AFSLÁTTUR30-50%
af húsgögnum
50%
af bókum
20%
af smáhlutum
HAFNARFIRÐI
552 8222 - 867 5117
antikbud@gmail.com
60 dægurmál Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014