Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 25
SVEITARST J ÓRNARMÁL 23 Nefndin var síðan ákveðin svo sem meiri hlutinn hafði lagt til. Minni hlutinn vildi ekki una þessari máls- meðferð og sneri sér til félagsmrn. með kröfu urn, að kosning nefndarinnar yrði úrskurðuð ógild. Félagsmrn. kvað upp úrskurð í málinu, þar sem það lýsti kosningu nefndarinnar ólög- mæta og segir svo í úrskurðinum: „í 14. kafla laga nr. 81/1936 um sveitar- stjórnarkosningar, sem fjallar um kosningar innan bæjarstjóma og hreppsnefnda segir svo í upphafi 31. gr. „Kosningar í nefndir, er bæjarstjórn eða hreppsnefnd kýs, skulu jafnan vera levni- legar og ennfremur hlutbundnar, ef þess er krafizt og fleiri skal kjósa en einn mann —“ Þá segir svo í upphafi 5. gr. fundarskapa fyrir bæjarstjóm S., sem staðfest hefur verið af stjórnarráðinu: „Nefndir til þess að starfa að einstökum málum, hvort sem þær em fastanefndir eða nefndir til þess að fjalla um einstök mál, skal kjósa hlutbundnum kosningum, eftir að- ferð þeirri, sem kennd er við de Hondt, nema bæjarstjóm sé öll sammála um annað kosn- ingarfyrirkomulag---------“. Þar sem hér er um kosningu þriggja manna nefndar að ræða, (sbr. niðurlag tillögu þeirr- ar, sem samþykkt var „--------að því fengnu er nefndinni falið að ganga frá kaupum á togaranum fyrir hönd bæjarstjórnar“), sem enginn getur talizt sjálfkjörinn í, virðist ljóst að um fyrirkomulag á kosningu í hana verður bæjarstjómin að fara eftir fyrirmælum gild- andi fundarskapa og 14. kafla laga nr. 81/1936, sem nefnd hafa verið hér að fram- an. Getur ráðuneytið því ekki fallizt á þá skoðun, sem fram kemur í bréfi forseta bæjar- stjórnarinnar til ráðuneytisins, að hér hafi verið um nefnd að ræða, sem aðeins hafi átt að kjósa einn mann í, og fvrirmæli 31. gr. laga nr. 81/1936, um hlutbundna kosningu því ekki átt hér við. Með skírskotun til fyrrgreindra ákvæða í lögum, nr. 81 /1936 og fundarsköpum bæj- arstjórnarinnar lítur ráðuneytið svo á, að kosning nefndar þeirra, sem kært hefur ver- ið yfir til ráðuneytisins, sé ólögmæt, þar sem hún hafi ekki verið hlutbundin, svo sem fvrir er mælt í nefndum ákvæðum, en þar er eins og áður er vikið að, skýrt fram tekið, að nefndir, sem þessi skuli kjósa hlutbund- inni kosningu nema bæjarstjórn sé öll sam- mála um annað kosningarfyrirkomulag." Urskurður 24. nóv. 1950. Kynnisferð um Noreé^ Sveitarstjórnarsamböndin á Norðurlöndum hafa tekið upp þá venju að efna til kynnisferða hvert í sínu landi. Ferðir þessar standa yfir um vikutíma og er þátttakendum sýndir ýmsir þeir staðir, er sér- kennilegir þykja og einkennandi fyrir fegurð við- komandi lands. Þá eru og skoðuð mannvirki og sögu- legar minnjar, margs konar framkvæmdir og sitt hvað fleira. Héraðasambandið norska hefur ákveðið að efna til einnrar slikra kynnisferða um Noreg nú í sumar. I því tilefni hefur það boðið sveitarstjórnarsambönd- unum i Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð að senda hvert sina 8 fulltrúa. Sambandi ísl. sveitarfélaga er og boðið að senda 2 fulltrúa. Lagt verður af stað frá Oslo 20. ágúst og komið til baka til Osloar aftur 26. ágúst. Fulltrúarnir verða gestir Héraðasambandsins meðan á ferðinni stendur. Ekki er að efa, að margt verður að sjá og heyra á ferð þessari, því að fegurð Noregs er margháttuð og tilkomumikil og sögustaðir margir. Samband ísl. sveitarfélaga vill hér með vekja at- hygli á kynnisferð þessari og gefa 2 mönnum kost á að fara til Noregs á vegum sambandsins en á sinn kostnað. Umsóknir hér að lútandi þyrftu að berast skrifstofu sambandsins, að Klapparstig 26, Reykja- vik, pósthólf 1079, sinri 80350, hið fyrsta. Þar verða og gefnar allar frekari upplýsingar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.