Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Page 30
26
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Um lyfjagreiðslur sjúkratrygginga.
Framhald af bls. 21.
Meðal þeirra er liið næstum illræmda
meprobamat. Notkun þessa lyfs er gott
dæmi þess, að íleira en greiðsluhættir sam-
laga getur ráðið eftirspurninni. K. O. Möll-
er uplýsir, að neyzla á lyfi þessu í Danmörku
þar sem samlög greiða það aðeins í undan-
tekningartilfellum, hafi numið 62 millj.
töflum árið 1958, þ. e. a. s. 15.5 stk. á íbúa.
1 nóvember 1959 greiddi S.R. fyrir 52 þús.
töflur og ef áætlað er, að 5% í viðbót hal'i
verið keypt án þátttöku S.R. þá er ársneyzl-
an tæp 10 stk. á íbúa. Enda þótt neyzla sé
óhugnanlega mikil, þá gjetum við ekki
kennt það þátttöku samlagsins nema að
litlu leyti, ef við höfum samanburðinn við
Danmörku í huga.
Þessari greinargerð um nokkur þeirra
vandamála, sem lyfjatryggingin hefur í för
með sér, er ekki ætlað að gera upp á milli
þeirra lausna, sem valdar hafa verið. Ljóst
virðist, að engin þeirra liafi gefið árangur,
sem kalla megi fullnægjandi, þegar í huga
er haft að kjarni vandans er ekki fyrst og
l’remst misnotkun manna á tryggingunni,
heldur miklu fremur misnotkun lyfjanna,
sem lyfjatryggingin að vísu ýtir undir, þó
að með ólíku móti geti verið, eftir því hvaða
fyrirkomulag er valið. Sé Jaað rétt, sem ég
hef haldið fram, að ofnotkun lyfja eigi ekki
nema að litlu leyti rót sína að rekja til til-
vistar trygginganna, heldur eigi sér dýpri
rætur, ]>á er ljóst að vandinn verður ekki
leystur með breytingum á greiðslureglum
Jaeirra. — Að vísu er hægt að færa niður út-
gjöldin með niðurskurði á greiðslunum, og
getur ])að visstdega átt rétt á sér ,en telja
má víst að niðurskurðurinn yrði að vera
mjög mikill (e. t. v. eins og í Noregi?) til
þess að valda verulegri minnkun lyljaneyzl-
unnar. Mjög náin samvinna við læknana
er að mínu áliti það eina, sem getur geíið
vonir um slíkan árangur. — Þekktur sér-
fræðingur í lyflækningum, sem mikinn
áhuga hefur á þessum efnum, hefur í
þessu sambandi sagt við mig: Gefið okkur
meira öryggi, fjárhagslegt öryggi gagnvart
viðbrögðum hinna tryggðu og faglegt ör-
yggi, með því að gera mögulegt að gefa
starfandi læknum kost á námskeiðum til
að halda við þekkingu sinni og fylgjast
með nýjungum, — jafnvel með þátttöku-
skyldu fyrir samlagslækna — þá skal lyfja-
kostnaðurinn lækka. — Þessi hugmynd um
áframhaldandi þjálfun með tilstyrk trygg-
inganna er mjög athyglisverð. En hvað ör-
yggi gegn viðbrögðum hinna tryggðu snert-
ir, þá er þar í sannleika vandratað meðal-
liófið. — Hins vegar verður að játa, að æski-
leg íhaldssemi lækna á lyfjagjafir er líkleg
til að verka á tekjur lækna í lækkunarátt,
þegar til lengdar lætur. — Þetta vekur um-
hugsun um möguleika að tryggja læknum,
beint eða óbeint, uppbót fyrir slíkan tekju-
missi. — Um fleiri ráðstafanir er að velja,
sem í öðrum löndum virðast hafa gefið
nokkurn árangur. Þar sem vitað er, að sam-
vinna lækna og samlaga í þessu efni, hefur
verið sérlega náin í Kaupmannahöfn, er
það eftirtektarvert, að lyfjakostnaður sam-
laganna þar er lágur í samanburði við það
sem gerist í öðrum landshlutum.