Sveitarstjórnarmál - 01.12.1960, Page 31
SVEITARSTJÓRNARMÁL
27
Breytingar á almannatryggingalögum.
Stjórnarfrumvarp lagt fram á Alþingi.
Félagsmálaráðherra hefur nýlega lagt
fram á Alþingi frumvarp um breytingar á
almannatryggingalögunum. 1 frumvarpi
þessu, sem fram er komið vegna þess, að
núgildandi skerðingarákvæði gilda aðeins
til ársloka 1960, er gert ráð fyrir breyting-
um á ákvæðum laganna um ellilífeyri og
barnalífeyri, en að öðru leyti er aðeins
um að ræða orðalagsbreytingar eða sjálf-
sagðar afleiðingar af niðurfellingu skerð-
ingarinnár.
Meginbreytingin er sú, að girnilegra
verður framvegis en hingað til að fresta
töku ellilífeyris. Árleg hækkun vegna frest-
unar verður meiri, og við fráfall þess, sem
frestað helur líl'eyristöku, getur eftirlifandi
maki auk þess notið góðs af frestuninni.
1 breytingunum á barnalífeyrisákvæðun-
um felst, að barnalífeyrir er færður í flokk
með heimildarbótum, ef móðirin er örorku-
lífeyrisþegi eða annaðhvort foreldra ellilíf-
eyrisþegi.
Frumvarpið er samið af nefnd þeirri, sem
vinnur að heildarendurskoðun á almanna-
tryggingalögunum og getið var um í síð-
asta hefti. 1 greinargerð með frumvarpinu
segir svo m. a.:
„1 nefndinni hafa verið rædd ýmis ákvæði
almannatryggingalaga, sem hún telur þurfa
athugunar við. Með tilliti til þess, að ákvæði
22. gr. laganna um skerðingu lífeyris vegna
annarra tekna lífeyrisþega gilda aðeins til
ársloka 1960, hefur hún hins vegar orðið
sammála um að láta lagabreytingar þær,
sem hún telur rétt að gera og eru í beinu
sambandi við niðurfellingu skerðingar-
ákvæðanna, sitja í fyrirrúmi, en halda síð-
an áfram staríi sínu að öðru leyti. Er efni
írumvarps þessa í samræmi við það.
Gert hefur verið ráð fyrir afnámi skerð-
ingarákvæða við samningu fjárhagsáætlun-
ar Tryggingastofnunar ríkisins og fjárlaga-
frumvarps fyrir árið 1961. Þetta frumvarp
lrefur ekki í för með sér breytingar á þeim
áætlunum.“
Um breytingarnar á ákvæðum laganna
urn ellilífeyri segir svo í greinargerðinni:
„Mikill fjöldi gamals fólks lieldur áfram
íullu starfi eftir 67 ára aldur. Hingað til
liafa skerðingarákvæðin komið í veg fyrir
að þetta fólk nyti lífeyris, en óvíst er, hve
margir liefðu ella frestað töku hans. Ekki
er æskilegt, að ellilífeyrisákvæðin dragi úr
starfsvilja, og jafnframt er rétt að stuðla
að því, að menn sjái sér hag í að fresta
töku lífeyris, þar til störfum er hætt. í því
skyni er hér gert ráð fyrir mun meiri hækk-
un en áður, þegar frestun á sér stað, og
enn fremur er það nýmæli, að framvegis
nýtur eftirlifandi maki að hálfu þeirrar
hækkunar, sem maður liefur unnið sér rétt
til með frestun, áður en liann andast.
Fram til ársloka 1955 nam árleg liækkun
ellilífeyris vegna frestunar 5% af almenn-
um lífeyri og gat mest numið 40% eftir 8
ára frestun. Árið 1956 var liundraðshlut-
um þessum breytt í 7]/2% og 60%, en verði
frumvarp þetta að lögum, verður liægt að
ná allt að 67% liækkun eftir 5 ára frestun
auk þeirra hlunninda, sem maki getur öðl-
azt rétt á samkvæmt framansögðu. Um
áhrif umræddra breytinga á útgjöld lífeyr-