Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 50
48 SVEITARSTJÓRNARMÁL leikum til tækjakaupanna, bæði um kaup á stórri malbikunarstöð og um kaup á minni færanlegum áhöldum. Rögnvaldur Þorkelsson verkfræðingur var tæknilegur ráðunautur stjórnarinnar í þeim efnum. Varð það úr, að fest voru kaup á færan- legri viðgerðarstöð frá Vestur-Þýzkalandi snemma á árinu 1962, svo og hristivaltara og keypt var flutningabifreið, sem nauð- synleg var til að flytja malbikunartækin milli staða. Malbikunartækin voru notuð við gatnagerð sumarið 1962 á fjórum stöð- um og voru malbikaðar götur og olíuborn- ar á árinu með tækjum félagsins samtals 10.197 fermetrar. Fjárreiður Gatnagerðarinnar s.f. og áður Malbiks s.f. voru framan af á skrifstofu sambandsins og á íyrra ári annaðist full- trúi sambandsins bókhald og fjárreiður fé- lagsins eins og fyrr segir í skýrslu þessari, en frá 1. febrúar síðastliðnum var Stefán Gunnlaugsson fv. bæjarstjóri ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins og mun hann á þessu þingi gera nánari grein fyrir þessum mál- um í sambandi við erindi það, er hann flyt- ur á þinginu. Launakjör sveitarstjórnarmanna. Launamál oddvita og annarra sveitar- stjórnarmanna hafa verið til meðferðar á seinustu tveimur landsþingum. Var á sein- asta þingi gerð grein fyrir því, að stjórn sambandsins hafði þá látið semja drög að samræmdri launasamþykkt fyrir fasta starfs- rnenn kaupstaðanna, sem höfð yrði til hlið- sjónar við ráðningu starfsfólks. Þá hafði skrifstofa sambandsins einnig látið gera at- hugun á launum oddvita og kom í ljós, svo sem vænta mátti, að mikið misræmi var á launakjörum odvita í landinu. I ályktun landsþingsins var stjórn sambandsins falið að vinna að því við Alþingi, „að lágmarks- innheimtulaun oddvita al’ útsvörum og öðr- unr hliðstæðum tekjum hreppanna verði 4%“. Auk þess var talið nauðsynlegt að laun og kjör sveitarstjóra yrðu felld inn í launasamþykkt fyrir fasta starfsmenn kaupstaðanna. Á fyrsta fundi stjórnarinnar eftir sein- asta landsþing samþykkti hún að fela skrif- stofunni að semja frumvarp til breytinga á lögum um hækkun á innheimtulaunum oddvita og var það frumvarp síðan, fyrir atbeina stjórnarinnar, flutt á Alþingi, en ekki náði það þó samþykki þá, enda var sveitarstjórnarlöggjöfin til endur- skoðunar í lieild sinni lijá sérstakri nefnd. Þegar frumvarp að sveitarstjórnarlögunum kom síðan lil meðferðar fulltrúaráðs sam- bandsins á fundinum árið 1961, var það ein af breytingartillögum þess, að innheimtu- laun odvita yrðu lögbundin 4% af inn- heimtum útsvörum og öðrum sveitargjöld- um í staðinn fyrir 2—4%, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, og var þessi breytingartil- laga tekin upp í frumvarpið og samþykkt. í sveitarstjórnarlögunum nýju er svo fyr- ir mælt, að föst laun odvita skuli vera kr. 25,00 fyrir hvern þegn hreppsins á ári mið- að við íbúaskrá 1. desember árið á undan, og var hér um að ræða mjög verulega hækk- un frá því, sem áður hafði tíðkazt. í þeirri sömu lagagrein segir ennfremur: „Þá skal og oddviti njóta sams konar launahækkana og starfsmenn liljóta hjá ríkinu eða ríkis- stofnunum." Oddvitalaunin voru á árinu 1962 kr. 26,65 á íbúa, og af þessum ákvæð- um laganna verður ekki annað ráðið, en að í þeim felist, að oddvitar eigi að njóta sams konar liækkunar á launum sínum og ríkisstarfsmcnn hafa fengið samkvæmt þeim niðurstöðum, sem kjaradómur hefur kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.