Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 4
FJÁRHAGSÁÆTLANIR SVEITARFÉLAGA
Lagaákvæði um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga
er að finna í 46. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 58 frá
29. marz 1961, en þar segir svo:
„Fyrir lok desembermánaðar skal sveitar-
stjórn gera áætlun um tekjur og gjöld sveitar-
félagsins næsta reikningsár. Ráðuneytið getur
veitt bæjarstjórnum og sýslunefndir hrepps-
nefndum undanþágu frá þessu ákvæði, þegar
brýnar ástæður eru fyrir liendi, þó eigi lengur
en til 31. marz næsta árs.
Ræða skal fjárhagsáætlun á tveim fundum
með að minnsta kosti einnar viku millibili,
sbr. Jjó 28. gr.
Fjárhagsáætlun samkvæmt þessari grein
skal vera meginregla um upphæð gjalda í
sveitarfélaginu og fjárstjórn þar á reiknings-
árinu.“
Nánari fyrirmæli er ekki að finna í lögum né
annars staðar um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga,
svo sem um tilgang þeirra, undirbúning að gerð
þeirra eða form þeirra.
Samkvæmt téðri lagagrein ber öllum sveitar-
stjórnum að gera ljárhagsáætlun. Ber því hrepps-
nefndum jafnt sem bæjarstjórnum að gera fjár-
liagsáætlun. Samkvæmt eldri sveitarstjórnarlög-
um, sem í gildi voru fram til ársins 1961, bar
lireppsnefndum ekki skylda til að gera fjárhags-
áætlun. Rétt er að vekja athygli á því, að skyld-
an til að gera fjárhagsáætlun nær ekki aðeins til
sveitarsjóðs í þrengri merkingu, heldur til sér-
fyrirtækja sveitarfélagsins, ef til eru, s. s. hafnar,
rafveitu og vatnsveitu. Áætlunin skal ná til
,.tekna og gjalda". í framkvæmd hefur verið litið
svo á, að áætla bæri allar inn- og útborganir í
sveitarsjóð, þ. e. einnig eignabreytingar, þótt þar
sé ekki um að ræða tekjur og gjöld í venjulegum
skilningi.
I sveitarstjórnarlögunum segir, að fjárhags-
áætlunin skuli vera meginregla um upphæð
gjalda í sveitarfélaginu og fjárstjórn þar á reikn-
ingsárinu. Fjárhagsáætlunin er því eins konar
stefnuyfirlýsing sveitarstjórnar í fjármálum sveit-
arfélagsins, þ. á m. framkvæmdum viðkomandi
ár. Fjárhagsáætlunin er fyrst og fremst til leið-
beiningar og glöggvunar, og að sjállsögðu er
stefnt að því að fylgja henni eins og kostur er,
en margt getur valdið því, að út af ber, s. s.
hækkun lögboðinna útgjalda á reikningsárinu.
Fjárhagsáætlun skal endanlega afgreidd fyrir
lok desembermánaðar næst á undan reiknings-
árinu. Verulegur misbrestur hefur verið á því, að
þessu ákvæði væri fylgt. Undanfarin ár hafa ein-
ungis fá sveitarfélög fullnægt þessu ákvæði þ. á
m. Reykjavíkurborg, sém jaínan hefur riðið á
vaðið árlega urn gerð fjárhagsáætlunar, þótt þar
sé að mörgu leyti erliðast að gera fjárhagsáætlun
vegna stærðar og uml'angsmikils rekstrar.
I>ótt ljármálaástandið á undanförnum árum
hafi verið þannig, að erfitt hafi verið að gera
sér fyrirfram grein fyrir þeim atriðum, er máli
skipta við gerð fjárhagsáætlunar, verður að átelja
mjög þann drátt, sem víðast hvar er hjá sveitar-
íélögum á gerð fjárhagsáætlunar. f sumurn til-
vikum er áætlun ekki samin, fyrr en á miðju ári
eða á síðari árshelmingi. Þá er áætlunin raunar
ekki áætlun, heldur bókfesting staðreynda. Þess
er að vænta, að sveitarstjórnir taki sig á í þessu
efni og fullnægi skýlausum lagafyrirmælum, m. a.
að sækja um undanþágu til að fresta samningu
áætlunar, ef brýnar ástæður eru til þess.
Hitt er svo annað mál, að nauðsyn væri á
reglum um samræmt form fjárhagsáætlana sveit-
arfélaga og mun Samband íslenzkra sveitarfélaga
leitast við að vinna að framgangi Jaess máls.
M. E. G.
170
SVEITARSTJÓRNARMÁL