Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 14
og tóku þá dómendur allir þátt
í efnislegri afgreiðslu málsins.
Með dóminum var breytt
skipan all-margra starfsheita í
launaflokka og virðist því valda
viðmiðun við aðra kaupstaði,
þótt slíkur samanburður verði
oft að teljast vafasamur.
Akranes, Vestmannaeyjar
Á Akranesi felldu bæjarstarfs-
menn með atkvæðagreiðslu að
segja upp gildandi kjarasamn-
ingi og í Vestmannaeyjum var
samningnum heldur ekki sagt
upp. Samkvæmt 8. gr. reglug.
um kjarasamninga starfsmanna
sveitarfélaga framlengist kjara-
samningur um eitt ár í senn, ef
honum er ekki sagt upp. Gilda
því óbreyttir samningar á þess-
um stöðum til ársloka 1968, ef
fylgt verður framangreindu
reglugerðarákvæði.
Akureyri
Samningum var þar sagt upp,
en nýir samningar höfðu ekki
komizt á, þegar frestir til að
semja runnu út. Málinu var þó
ekki vísað til Kjaradóms, ogmun
það hafa stafað af því, að aðilar
töldu sig liafa góða möguleika á
að semja. Þegar þetta er ritað,
er samningum ekki lokið, en
samkomulagsgrundvöllur talinn
vera fyrir hendi.
Ljóst er, að meðferð máls
þessa hefur ekki að öllu leyti
verið í samræmi við reglugerð
um kjarasamninga starfsmanna
og mun nú t. d. of seint að leita
úrskurðar Kjaradóms, ef svo
færi, að samningar tækjust ekki.
* ☆
Þetta stutta yfirlit er tekið
saman í fréttaskyni að beiðni
Sambands fsl. sveitarfélaga. Hér
er því ekki vettvangur til að
ræða meðferð kjaramála sveitar-
félaganna almennt eða draga
ályktanir út frá þeirri reynslu,
sem fengizt hefur. Óhætt mun
þó að fullyrða, að undangengnir
samningar hafa sannað, að gild-
andi reglur um þetta efni eru
gallaðar og ekki nægilega sniðn-
ar við þarfir sveitarfélaganna.
Sveitarfélögin verða að fá að-
stöðu til að hafa áhrif á setn-
ingu nýrra reglna og eitt af því,
sem breyta þarf, er að skapa
þeim möguleika til miklu nán-
ara samstarfs um kjarasamninga.
Að lokum er rétt að benda á,
að í hinum nýju dómum Kjara-
dóms virðist felast vísbending
um það, að nauðsynlegt sé að
huga vandlega að lagareglum
um meðferð kjarasamninga, svo
aðilar verði ekki fyrir máls-
spjöllum af formsástæðum.
RAÐSTEFNA UM
HEILBRIGÐISMÁL
HALDIN Á
HUSAVÍK
Stjórn sjúkrahússins á Húsa-
vík og Húsavíkurkaupstaður
hafa ákveðið að efna til ráð-
stefnu um heilbrigðismál. Verð-
ur ráðstefnan haldin á Húsavík
laugardaginn 13. janúar n.k.
Á dagskrá ráðstefnunnar
verður skipulag læknisþjónustu
á Norð-Austurlandi, heilsu-
verndarstöð á Húsavík, sjúkra-
húsbygging á Húsavík, rekstur
sjúkrahússins þar og málefni
sjúkrasamlaganna.
Framsöguerindi verða flutt
um hvern dagskrárlið, en síðan
fara fram frjálsar umræður.
Á ráðstefnunni er ætlunin að
ræða þau vandamál, sem við er
að glíma í heilbrigðismálum á
Norð-Austurlandi, gera tillögur
um lausn þeirra og reyna að ná
samkomulagi innan landshlut-
ans um ýmsar endurbætur á
skipulagi lækna- og heilbrigðis-
þjónustu. Er til ráðstefnunnar
boðið öllum oddvitum í Þing-
eyjarsýslum austan Vaðlaheiðar,
sjúkrasamlagsformönnum og
læknum.
Einnig hefur heilbrigðismála-
ráðherra verið boðið á fundinn.
Þess skal getið, að nú mun
vera læknislaust á svæðinu frá
Húsavík til Egilsstaða.
180
SVEITARSTJÓRNARMÁL