Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Qupperneq 17
skjölum og var vel að sér um landsréttindi. Þess skal getið, að frá honum er runnin vitneskjan um, hvenær Áshildarmýrarsamþykkt var gerð. Hjá Birni kynntist Jón systur hans, Helgu, sem hann gekk síðar að eiga. Settu þau í fyrstu bú saman að Vindheimum, en fluttust síðar að Reynistað. Jón gekk í þjónustu Jóns sýslumanns i Eyjafjarðarsýslu Marteinssonar og fór með hon- um utan 1568. í förinni fékkhann konungsveitingu fyrir Reynisstaðaklaustri og Skagafjarðarsýslu um líkt leyti, en þetta var þó aðeins byrjunin á veraldlegum frama lögmanns, enda söfnuðust á hendur hans umboð konungsjarða í Vatnsdal, Miðfirði og á Snæfellsnesi, en síðasttalda um- boðið, sem nefnt var Arnarstapaumboð, gaf mjög góðar tekjur á góðum veiðiárum. Sýslumanns- embætti í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum fékk Jón að auki 1598 og hélt því til dauðadags. Árið 1597 varð Jón fyrir því óláni að missa konu sína, en undi ekki lengi í ekkilsstandi og gekk að eiga dóttur sr. Einars Marteinssonar á Staðarstað. Mun henni í fyrstu hafa þótt ráða- hagurinn lítt fýsilegur, enda var aldursmunur allmikill. Áttu þau hjón þó tvö börn, sem dóu bæði um svipað leyti og faðirinn. Tók hún því arf allan, og var það engin smásumma. Jarðeignir einar námu t. d. 5i/ó hundraði hundraða, en lausafé var talið meira virði. Kvennsilfur eitt var t. d. að sögn 8—12 fjórðungar, en það nam að þeirrar tíðar verðlagi 320—480 kúgildum, og geta menn þá gizkað á upphæðina. Jón lögmaður andaðist í tjaldi sínu við Bessa- staði á Jónsmessu árið 1606. Hafði hann kvöldið áður setið veizlu Herluf Daae höfuðsmanns og fór vel á með þeirn. Jón hafði lengi staðið í málaferlum við Guðbrand Þorláksson Hólabisk- up, og virðast Jrær deilur, sem hlotið hafa nafn- ið Morðbréfamálin, hafa borið á góma í viðræð- um þeirra höfuðsmanns þá um kvöldið, enda er mælt, að síðustu orð lögmanns í þessu lífi hafi verið: „Nú skulum við drekka dátt í kvöld svein- ar, en á morgun skal Gutti fá skell og djáknar hans.“ Tekið skal fram, að Jjessi orð hafa varð- veitzt í fleiri en einni mynd. Deilur þessar verða þó ekki raktar hér né heldur mótspyrna þeirra lögmannanna gegn vaxandi íhlutun konungs- valdsins, enda slíkt a. m. k. nægilegt efni í sjálf- stæðan fyrirlestur. Áður en hafizt verður handa um að rekja efni Jiað, sem verður aðalhluti Jjessa spjalls, Jrykir rétt að minna á, að bræður Jóns voru Jjeir Páll Jónsson á Reykhólum (Stað- arhóls-Páll) og Magnús prúði sýslumaður í Barðastrandarsýslu, en hann mun kunnastur af Vopnadómi. Hefur fylgi slíkra manna án efa ekki verið lögmanni ónýtt, ef á Jmrfti að halda. FÁTÆKRAFRAMFÆRSLA Víkjum nú að sveitarstjórnarmálum, en flest þau skjöl um það elni, sem við verður stuðzt í spjalli Jaessu, má finna í Aljaingisbókum íslands I.—III. bindi, enda eru Jjar prentaðir allir varð- veittir dómar og lögréttusamjrykktir frá Jiessu tímabili. Við könnun Jiessara gagna frá tímabilinu 1570—1606 verður ljóst, að fátækralramfærsla er Jaá langfyrirferðarmesti þáttur sveitarstjórnar- mála hér á landi, og er slíkt að vonum. Nokkur hluti jæssara skjala fjallar um sveitfesti einstakra manna og framfærsluskyldu ættingja. Ekki þykir ástæða til að rekja einstök mál af þessu tagi hér utan eitt, en J^ar gæti verið að finna eins konar heildarreglu lögmanns um afgreiðslu deilna milli sveitarfélaga um sveitfesti einstaklinga. í dómi einum,1) sem Þórður lögmaður dæmir að Heggstöðum í Borgarfirði 13. janúar 1592, en Jiar er fjallað um mál Guðmundar nokkurs Illugasonar að beiðni Reykdæla í Borgarfirði (íbúa Reykholts Reykjadals), segir svo meðal annars: „Dæmdu áðurgreindir dómsmenn (/2 tylft) eftir sannri tilsögn Guðmundar Illugasonar, hvar hann heiði verið í sinni ómagavist. Skyldi hann eftir réttri tiltölu í hverjum hrepp vera, en vilji SVEITARSTJÓRNARMÁL 183

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.