Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Side 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Side 21
þær eyðijarðir, sem nú eru um allt landið og menn hafa engan ábata af, að þær skyldi fella til þriðjunga, sem dautt fé til tíundar, og þeir, sem þessar eyðijarðir eiga, skulu skyldir sínar jarðir að selja þeim ómögum til bjargar og framfæris, sem upp á þeirra fé kunna að segjast; þeirra, sem hvor er annars arfi, heldur en ]æir dæmist upp á fátæka hreppa eða deyi í bjargleysi. Þó með því verði, sem sex skynsamir menn meta. En, ef þeir fá ekki jarðirnar seldar, þá sé frí fyrir ómaganum. En þær jarðir, sem menn fá byggð- ar og taka landskylld eftir þær, skulu tíundast eftir gömlum landsins vana. En um þær jarðir, sem byggjast fyrir hálfa landskuld, gjaldi allar tíundir af hálfri jörðinni. En af hálfri, sem hann tekur enga landskuld af, felli til þriðjunga sem dautt fé eftir því, sem áður er sagt. En þar sem þessar eyðijarðir liggja, þá skulu bændur skikka boðgreiðslu og förumannaflutn- ing með sýslumanna ráði.“ Dómurinn er næg sönnun þess, að fjöldi jarða lagðist í eyði í undangengnum harðindum, en gera má ráð fyrir, að þær lífvænlegri hafi byggzt fljótlega aftur. Hitt mun meiri nýlunda í íslands- sögu, að opinber yfirvöld skyldi menn til að selja eigur sínar með almannahag fyrir augum og það eftir mati. Gera má ráð fyrir, að ráðstafanir sem þessar, ef þeim hefur verið hlýtt að ráði, hafi orð- ið orsök þess, að jarðeignir söfnuðust á fáar hend- ur, en það er önnur saga. Markmiðið hefur þó sjálfsagt verið annað. Hér er um að ræða tilraun til að þröngva mönnum með öllum tiltækilegum ráðum til að annast skylduómaga sína, en forða jafnframt hreppunum frá frekari sveitþyngslum, enda eflaust gífurleg fyrir. Ekki er nú unnt að meta not þessara ráðstafana, enda slotaði brátt versta harðindakaflnum í bili. Skal hér og látið staðar numið við að segja frá framfærslumálum, enda sjálfsagt fyrir liingu komið nóg af slíku. Onnur sveitarstjórnarmál eru fyrirferðarlítil í skjölum frá þessum tíma. Tveir dómar hafa varð- veitzt um fjallskil,13) annar úr Skaftafellssýslu, SVEITARSTJÓRNARMÁL 187

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.