Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Síða 22
dæmdur 29. maí 1596, en hinn úr Árnessýslu frá 26. maí 1567. Af dómum þessum má ráða, að fjár- eigendur hafa verið tregir til að manna leitir í réttu hlutfalli við fjáreign, en hæfilegt virtist, að tíu sauðir kæmu á hvern gangnamann, og allir, sem fimm sauði áttu eða meira, dæmdust skyld- ugir til að gera fjallskil. í síðasttalda dóminum og dómi, sem Þórður lögmaður dæmir 1595, er og reynt að koma í veg fyrir ónauðsynlegt búfjár- liald í heimahögum, en slíkt mun löngum hafa verið talsvert vandamál, a. m. k. í þeim hrepp- um, sem áttu við landþrengsli í heintahögum að utríða. EMBÆTTISSKYLDUR HREPPSTJÓRA Þá er röðin komin að tveimur kunnustu skjöl- unum frá þessum tíma, er snerta sveitarstjórnar- mál. Annað þeirra, skrá yfir embættisskyldur11) hreppstjóra, er varðveitt í handriti, sem hlotið hefur nafnið Lykill þeirrar íslenzku lögbókar, en það er skrifað af Þórði Hinrikssyni að Innra- hólmi árið 1641 fyrir Pros Mundt hirðstjóra. Hér mun um að ræða fyrsta erindisbréf til lianda hreppstjórum og að líkindum raunar hið eina, unz Magnús Stephensen gefur út Instrux fyrir hreppstjóra hinn 24. nóvember 1809. Erindis- bréfið er að líkindum samið, eftir að Oddur bisk- up Einarsson dæmir Kýrlaugastaðadóm hinn 19. maí 1592, enda er hreppstjórum gert að skyldu að stemma stigu við hestvigum og vökunóttum á helgum dögum, en skemmtanir þessar voru nánast þeirrar tíðar hliðstæða við Jónsmessu- eða hvítasunnusamkomur unglinga nútímans. Rétt þykir að lesa skrá þessa í heild, enda gefst þá sveitarstjórnarmönnum nútímans tilefni til sam- anburðar. Hafa verður hugfast, að verksvið hrepp- stjóra í þann tíð er miklu víðtækara, enda sam- svarar það samanlögðum verksviðum hreppstjóra og sveitarstjórnarmanna nú. 1 formála við skrána kemst Þórður Hinriksson svo að orði m. a.: „En hvað viðvíkur urn hrepp- stjóra embætti og skikkanir. .. hef ég ekki sam- anskrifað annað en það, sem ég fundið hefi í bók míns sáluga forföðurs, Þórðar Guðmunds- sonar lögmanns, með því ég hefi ekki lesið urn þeirra embætti annað mandatum í lögbókinni en það, að þeir, þ. e. hreppstjórarnir, skulu sjá fyrir því, sem hreppnum varðar. All einasta er það auðséð, að Jreirra rnega hreppar engan veg missa, ef skikkanlega skal allt í hreppnum til ganga. Og er Jress vegna óskandi, að Jteirra sérlegust embætti væru til samanskrifuð, sem landinu eru nauðsynlegust. Þar með sú liýra, sem þeim ætti með réttu að veitast sjálfum fyrir sitt ómak, sem og straffi, ef þeir forsóma sitt embætti. Úr bók sáluga Þórðar lögmanns um embætti hreppstjóra: Valdsmönnum til léttis eru hreppstjórar um: 1. boðburð, 2. þingsóknir, 3. eftirför óráðvandra og aðför, 4. um aðfarir við lögbrotsmenn, 5. um aðgæzlu stikna, voga og mælikeralda, 6. um aðgæzlu á skattgjaldi, 7. um styrk skipbrotsmanna. Þetta embætti lireppstjóra er prestum til léttíerlis: 1. að sjá til um helgidagahöld, 2. um líkferð dauðra, 3. um tíundir presta og kirkna, 4. urn kirkjugarða, 5. um kirkjusókn, 6. um kristilega hegðun á almúganum, 7. að ei séu hafðar kaupstaðareiðir á sunnudög- um, 8. að varða við hestvígum eða vökunóttum á helgum dögum, 9. sætta sundurþykka í hreppnum, 10. um testamentisgerðir. 188 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.