Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Síða 28
GERÐ SKIPULAGS- ÁÆTLANA í 4. hefti skipulagslaga segir svo, að ráðherra skuli, að fengn- urn tillögum skipulagsstjórnar, setja reglugerð um gerð skipu- lagsuppdrátta. Reglugerð þessi hefur nú verið sett og sérprent- uð og nefnist reglugerð um gerð skipulagsáætlana og er nr. 217/ 1966, en svo segir í 1. gr., að skipulagsáætlun sé „uppdrátt- ur að skipulagi tiltekins svæðis ásamt nauðsynlegum skýringar- texta.“ Reglugerð þessi er í senn nokkurs konar leiðarvísir fyrir sveitarstjórnir í öllu því, erlýtur að undirbúningi og gerð skipu- lags, og verður að teljast mikils- vert hjálpargagn við slík störf. Þykir því rétt að skýra frá efni reglugerðarinnar í stuttu máli. Skipulagsáætlanir eru tvenns konar, samkvæmt 2. gr. Annars vegar áætlun um aðalskipulag, sem tekur yfir skipulagsskyldan stað í heild, nema öðru vísi sé sérstaklega ákveðið, en hins veg- ar áætlun um deiliskipulag, sem tekur að jafnaði yfir hluta skipulagsskylds staðar. AÐALSKIPULAG. í áætlun um aðalskipulag skal kveðið á um meginatriði varð- andi þróun byggðar á hlutaðeig- andi stað, og skal tímabil aðal- skipulags að jafnaði vera 20 ár. Skal það gert um alla skipulags- skylda staði, svo og þá, sem úr- skurðaðir eru skipulagsskyldir. í 7. gr. reglugerðarinnar segir, að í aðalskipulagi skuli sýna skiptingu byggðar í íbúðar- hverfi, iðnaðarhverfi, athafna- svæði til fiskverkunar og önnur atliafnahverfi, eftir tegund starf- semi, flugvelli og hafnarsvæði, svo og staðsetningu opinberra bygginga og annarra mann- virkja til almannaþarfa. „Þá skal við skipulagningu sérstaklega kannað, að hve miklu leyti skuli gert ráð fyrir eftirtöldum stofnunum til al- mannaþarfa: Kirkju, ráðhúsi (skrifstofu sveitarfélags), skól- um, leikvöllum, barnaheimilum ýmiss konar, sundlaug og öðrum íþróttamannvirkjum, heilsu- verndarstöð, sjúkrahúsi, fæðing- arheimili, elliheimili, slökkvi- stöð, lögreglustöð, póst- og síma- húsi, lögmæltum embættisbú- stöðum, t. d. prests, héraðsdóm- ara, læknis, skólastjóra o. s. frv., bóikasafni, félagsheimili, leik- húsi, kvikmyndahúsi, gisti- og veitingahúsi, umferðamiðstöð, bifreiðastöð, banka (sparisjóði), spennistöðvum, almenningsnáð- húsum, garðyrkjustöðvum, kirkjugarði o. s frv. Sýna skal, eftir því sem þörf krefur, hvar gert er ráð fyrir útivistarsvæðum og sumarbú- staðahverfum svo og hvaða svæði eru ákveðin til landbún- aðar. Þá skal sýna jarðhitasvæði, svæði, þar sem eru náttúrufyrir- brigði og sögulegar minjar, er sérstök ástæða þykir til að varð- veita, svo og sérstaklega svæði, sem þegar eru friðuð, t. d. kirkjugarða eða háð sérstöku eftirliti, t. d. vatnsból og að- rennslissvæði þeirra. Á uppdrætti skulu aðalum- ferðarbrautir auðkenndar eftir mikilvægi þeirra og gerð: þá skulu og auðkenndar aðallagnir vatnsveitu, rafmagnsveitu, hita- veitu, holræsa o. s. frv. eftir því sem ástæða þykir til.“ Þá er svo fyrir mælt í 8. gr„ að uppdrætti að aðalskipulagi skuli fylgja greinargerð um að- stæður á hlutaðeigandi stað, þegar aðalskipulagið er gert, t. d. um íbúafjölda, atvinnumál, samgöngumál og byggingarmál. Þá skal og gerð grein fyrir senni- legri þróun mála á hlutaðeig- andi stað. Þá skal einnig fylgja með lýsing þeirra tillagna, sem uppdrættir sýna, svo og rök- stuðningur Jieirra tillagna, og gerð skal grein fyrir því, hvern- ig framkvæmd aðalskipulagsins er fyrirhuguð. DEILISKIPULAG. í áætlun um deiliskipulag skal í einstökum atriðum kveðið á um notkun og uppbyggingu hlutaðeigandi svæðis innan marka aðalskipulagsins, og skal Jrað gert um þau svæði, Jiar sem íbúafjölgun er mikil, lóðaskipt- ing eða landamerki óhagkvæm, meiri háttar byggingarstarfsemi 194 SVEITARSTJÓBNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.