Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 33
íulltrúar velflestra sveitarfélag- anna svo og alþingismenn kjör- dæmisins. II. fundur 28. apríl, um at- vinnumál Austurlands. Fundur- inn var haldinn með atvinnu- rekendum, og var sett á lagg- irnar sameiginleg nefnd sveitar- stjórna og atvinnurekenda til að kanna viðhorf í atvinnumálum. III. fundur 17. júlí, einnig um atvinnumál. Að fundinum stóðu líka félag síldarsaltenda og Síld- arverksmiðjusamtökin í Austur- og Norðurlandi. Var á fundin- um rætt um fjárhagsörðugleika atvinnufyrirtækja og sveitarfé- laga á Austurlandi á síðast liðnu sumri. IV. fundur 30. júlí, um sam- göngumál Austurlands. Á fund- inum voru Jónas Haralz, for- stjórij Efnahagsstofnunarinnar og Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri í samgöngumála- ráðuneytinu, en þeir ferðuðust þá um Austurland og kynntu sér vega- og samgöngumál. ERINDI Á FUNDINUM. Á aðalfundinum voru flutt þrjú erindi: Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, flutti erindi um Lánasjóð sveitarfélaga. Torfi Ásgeirsson, skrifstofustjóri, Efnahagsstofnuninni, flutti er- indi um áætlunargerð sveitar- félaga. Reynir Zoega, vélsmíða- meistari, Neskaupstað, flutti er- indi um raforkumál Austur- lands, en hann á sæti í Laxár- nefnd, sem nú athugar lausn á raforkuþörf Norður- og Austur- lands. Ennfremur fluttu ávörp á fundinum alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jós- epsson, og Jónas Pétursson lagði fram til athugunar frumvarp til laga um skipan prestakalla og kristnisjóð. Alþingismönnum Austurlands, sem ekki voru full- trúar sveitarfélaga, var boðið að koma til fundarins. SJÖ STARFS- NEFNDIR. Kosnar voru starfsnefndir til að fjalla á fundinum um ein- stök hagsmunamál Austfirðinga. Nefndir þessar voru mennta- málanefnd, samgöngumála- nefnd, sem fjallaði um lög sam- bandsins á fundinum, en síðan var kosin þriggja manna nefnd, til að endurskoða lög sambands- ins milli aðalfunda. Gerðar voru umfangsnriklar ályktanir um atvinnumál Aust- fjarða, menntamál, sanrgöngu- mál og laxastiga í Lagarfljóti, og þykir rétt að birta hér hluta þeirra ályktana, einkum þær, sem sveitarstjórnir varðar beint. SAMRÆMING í SKÓLAMÁLUM. Um menntamál var samþykkt svofelld ályktun: „ASalfundur Sambands sveitar- félaga f Austurlandskjördæmi, liald- inn að Höfn í Hornafirði dagana 16. og 17. september 1967, lítur svo á, að hraða beri samræmingu og uppbyggingu skólamála á Aust- urlandi. I því sambandi leggur fundur- inn áherzlu á eftirfarandi atriði: I. að námi á barnafræðslu- og unglingastigi verði lokið heima í skólahéruðunum. Þar sem á skortir möguleika til framkvæmda 1 þeim efnum, verði að því stefnt, að tvö að fleiri nærliggjandi sveitarfélög Bjarrii ÞórÖarson, bœjarstjóri. SVEITARSTJÓRNARMÁL 199

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.