Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Qupperneq 26
Ný gjaldskrá
Rafmagnsveitna ríkisins
Á ráðstefnuna komu tveir emb-
ættismenn Rafmagnsveitna ríkisins,
Stefán Arngrímsson, yfireftirlits-
maður, og Snorri F. Wending, inn-
heimtustjóri, og útlistuðu þær breyt-
ingar, sem orðið hefðu með nýrri
gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins,
sem öðlaðist gildi nýlega, einkum að
því er sveitarfélög varðar.
Aftar í þessu tölublaði birtist grein
eftir Stefán Amgrimsson um sama
efni.
Fjórir umræöuhópar
Að loknum sameiginlegum fund-
arstörfum í Súlnasal Hótel Sögu
skiptust þátttakendur í þrjá um-
ræðuhópa, sem störfuðu samtímis, og
nokkru síðar tók til starfa fjórði
hópurinn.
Fyrsti hópurinn ræddi um nýtingu
tölvu við vinnslu ýmiss konar gagna,
við launaútreikninga og gerð orku-
reikninga. Logi Kristjánsson, bæjar-
stjóri, og Garðar Sigurgeirsson, við-
skiptafræðingur, stýrðu umræðum í
þeim hópi.
Annar umræðuhópurinn fjallaði
um gerð fjárhagsáœtlana hinna fámennari
hreppa, niðurstöður ársreikninga
þeirra og uppsetningu þeirra. Birgir
L. Blöndal, aðalbókari, starfaði með
þeim hópi, en ölvir Karlsson stýrði
umræðum. 1 þessum hópi voru einnig
kynntar og ræddar nánar breytingar
á gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins,
sem kynntar höfðu verið fyrr á ráð-
stefnunni.
Þriðji hópurinn fjallaði um
heilbrigðispjónusluna og þátt sveitar-
félaganna í fjármögnun hennar, bæði
sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva, og
ennfremur var mikið rætt um fyrir-
komulag á rekstri sjúkrabifreiða.
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri, stjórnaði umræðum í
hópnum.
Fjórði hópurinn fjallaði loks um
húsnœðismál. Á fundinn komu Ólafur
Jónsson, formaður stjómar Hús-
næðisstofnunar rikisins, og Sigurður
E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
hennar, og svöruðu firnamörgum
fyrirspurnum fundarmanna.
Fjölmargir þátttakendur voru í
hverjum þessara fjögurra umræðu-
hópa, svo heita mátti, að um sjálf-
stæðar ráðstefnur væri að ræða.
Um það var rætt bæði í þriðja hópi
og í þeim fjórða, að full ástæða væri
til að efna til fundar með fulltrúum
þeirra sveitarfélaga, sem annast
rekstur heilsugæzlustöðva, um ýmis
sérmál þeirra og með álíka hætti yrði
efnt til fundar með hinum nýju
stjórnum verkamannabústaða, er
þær hefðu hafið störf á þessu ári, og
yrðu þá kynntar nánar reglugerðir
um framkvæmd laganna um Hús-
næðisstofnun rikisins, er þær hefðu
verið settar.
Sveitarstjórar tveggja grannhreppa, Tryggvi Árnason í Nesjahreppi, lengst til
vinstri og Sigurður Hjaltason á Höfn í Hornafirði; aftan við hann sést Alfreð
Jónsson í Grímsey, Kristján Magnússon í Vopnafirði og í fjarska Guðríður Guð-
mundsdóttir, oddviti í Skeggjastaðahreppi.
Guðmundur Níelsson, bæjarritarl á Húsavík; Lárus Ægir Guðmundsson, sveit-
arstjóri á Skagaströnd; Askell Einarsson, framkvstj. Fjórðungssambands Norð-
lendinga og Sveinn R. Eiðsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Gunnar G. Vigfússon
tók myndirnar á ráðstefnunni.
SVEITARSTJÓRNARMÁL