Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Síða 37
GUÐJÓN INGVI STEFÁNSSON
framkvæmdastjóri:
REKSTUR
HEILSUGÆZLUSTÖÐVA
Á árinu 1980 var búizt við, að varið yrði af opin-
beru fé um 85 milljörðum króna til heilbrigðismála.
Hlutur ríkissjóðs af þessu fjármagni er yfirgnæfandi,
en framlög sveitarfélaga hafa þó farið verulega vax-
andi á síðustu árum. Sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu er ætlað, að þessi útgjöld nemi 7— 8%. Til
samanburðar má geta þess, að heildarútgjöld til
heilbrigðismála voru iiðlega 3% af þjóðarframleiðslu
fyrir um 20 árum.
Markmið og skipulag
Með vísun til þessara upplýsinga og mikilvægis
þessa málaflokks þykir mér rétt að fara, áður en
lengra er haldið, nokkrum orðum um skipulag
þessarar starfsemi, en tilgangurinn er skilgreindur
svo í lögum um heilbrigðisþjónustu, að allir lands-
menn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis-
þjónustu. sem á hverjum tíma eru tök á að veita til
verndar andlegri. likamlegri og félagslegri heil-
brigði.
Lögin, sem e.u nr. 57/1978, eru i fjórum köflum,
og fjalla þeir um yfirstjórn, um læknishéruð og heil-
brigðismálaráð, um heilsugæzlu og um sjúkrahús,
auk fáeinna nlmennra ákvæða. Ég mun hér á eftir
einkum i.ria um þann þátt, sem lýtur að heilsugæzlu.
I þessum lögum er farið inn á stefnumótun, sem
mjög snertir annan málaflokk, sem efst er á baugi
um þessar mundir, en það er stjórnsýslukerfi
sveitarfélaganna. í 14. grein laganna er þannig lög-
boðið samstarf sveitarfélaga um rekstur 73 heilsu-
gæzlustöðva í 27 umdæmum í landinu, en þau eiga
síðan að hafa formlegt samstarf í heilbrigðismála-
ráðum átta læknishéraða. Fyrir hverja H 1 og H 2
heilsugæzlustöð kjósa sveitarstjórnir tvo fulltrúa og
starfsfólkið einn fulltrúa i stjórn hlutaðeigandi
stöðvar. Þegar stöð er i starfstengslum við sjúkrahús,
fer sjúkrahússtjórn með stjórn allrar stofnunarinnar.
Þetta ákvæði, ásamt ákvæðum 12. greinar laganna,
um að heilsugæzlustöð skuli vera í starfstengslum við
sjúkrahús, getur orðið til þess, að sveitarfélög eigi
ekki aðild að stjórn heilsugæzlustöðvar á sínu svæði,
ef það stendur ekki að því sjúkrahúsi, sem fyrir er.
Stjórn Sjúkrahúss Selfoss og heilsugæzlustöðvar þar
fyrir átta sveitarfélög í umdæminu er þannig kosin
af þremur sýslunefndum á Suðurlandi og aðrar
sveitarstjórnir en Selfosskaupstaður eiga enga aðild
að kosningu stjórnarinnar.
Eins og fyrr sagði, er kveðið á um samstarf
sveitarfélaga um stjórn og rekstur heilsugæzlustöðv-
ar í lögum um heilbrigðisþjónustu. Nánari ákvæði
um þetta samstarf, t. d. um fulltrúafundi sveitarfé-
laga, skiptingu rekstrarkostnaðar o. fl. er ekki að
finna i lögunum, en á hinn bóginn er gert ráð fyrir,
að ráðherra setji reglugerð með nánari ákvæðum um
tilhögun heilsugæzlu á hverjum stað. Tvær slíkar
reglugerðir hafa verið settar, nr. 505 frá árinu 1979,
fyrir Sjúkrahús Selfoss og heilsugæzlustöð Selfoss, og
SVEITARSTJÓRNARMÁL