Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Síða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Síða 62
ónæmisprófanir er rúmlega helmingur af kostnaði við kaup á bóluefni. Aðgerðin var greidd af rann- sóknarfé Veirurannsóknarstofnunar Háskólans og verður ekki endurtekin, án aukins fjárstuðnings til stofnunarinnar. í öðrum héruðum hafa alls nokkur hundruð börn verið bólusett, og má kenna það að nokkru leyti, að bóluefni kostar nú nær 2300 krónur fyrir hvern einstakling. Árið 1978 lagði landlæknir til, að ríkissjóður greiddi ónæmisaðgerðir að fullu. Samkvæmt lögum um ónæmisaðgerðir hefur Alþingi samþykkt, að svo verði gert. Eftirmáli Frekar um kosti bólusetningar gegn rauðum hundum 1) Augljóst er, að bólusetning kemur í veg fyrir Congenital rubella og forðar því frá vanskapnaði og óhamingju. 2) Hafa ber í huga hinn mikla kostnað, er þjóð- félagið þarf að standa skil á vegna sjúkrahúsvist- unar, trygginga, uppeldis og kennslu 37 barna, er fæddust árið 1964 með Congenital rubella. Eftirfarandi reiknisdæmi lýsir þessu nánar: Samkvæmt upplýsingum Sævars Halldórssonar, læknis, og Brands Jónssonar, skólastjóra Heyrnleys- ingjaskólans, má áætla, að faraldur, er gekk árið 1964, hafi árlega í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð eins og fram kemur á töflu III hér á síðunni. Kostnaðurvið bólusetningu Kostnaður við bólusetningu 2000 barna (eins ár- gangs stúlkna) er 2.800.000 gkr. TAFLA III Árlegur kostnaður ríkissjóös vegna 37 barna, sem fæddust með Congenital rubella árið 1964 Námsdvöl í Heyrnleysingja- skóla kostn. fyrir 37 börn á ári miðað við skólaárið 1979— 1980 ................ um 120 millj. gkr. Kostnaður er því um 120 millj. gkr. á ári í beinum fjárútlátum. Hér er ekki tekin með margs konar sér- þjálfun. Skipulögð bólusetningarherferð meðal kvenna, sem ekki hafa ónæmi gegn rauðum hundum, hófst sumarið 1979 og fékkst sérstök fjárveiting frá Alþingi til þessa verkefnis. I kjölfar þessara aðgerða fylgdi mjög aukið upplýsingastreymi um hættur af rauð- um hundum. Svæsinn rauðu hunda faraldur gekk hér á landi 1978—1979. Við athugun IV2 ári eftír að faraldri lauk, hefur fundizt eitt barn með merki um congenital rubella, en um 90 konur, sem reyndust sýktar af rauðum hundum fyrstu 3 mánuðum með- göngutímans, gengust undir fóstureyðingu. Með kerfisbundinni bólusetningu og mælingum er unnt að koma í veg fyrir fósturskemmdir af þessum sökum í framtíðinni. Beinn kostnaður við framangreinda bólusetningarherferð var um gkr. 40 millj. Rauðir hundar 1964 1972-1973 Fjöldi skráðra tilfella 3763 2776 Fjöldi vanskapaðra barna 37 6 1976-1977 .................... 1978—1979 6568 1 mótefnamæling og bólusetning — aukið fyrir- byggjandi starf SORPTUNNULEIGA í REYKJAVÍK Sorptunnuleiga hjá Reykjavíkurborg hefur verið hækkuð milli ára og er á yfirstandandi ári 40 krónur fyrir hverja tunnu. Gjaldið er tilgreint á fasteignagjaldaseðli og innheimt með íasteignagjöldum. Tæknideild borgarinnar heldur skrá yfir þá fasteignaeigendur, sem fá tunnur, og er álagningarskrá samin eftir henni. Fyrirtæki og stofnanir, sem nota fleiri en eina tunnu, greiða 40 kr. fyrir hverja þeirra. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.