Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 9
I Mjög mikilvægt er að auka og bæta kynningu á því sem verið er að vinna að á vegum ESB að sögn Árna Þórs Sigurðssonar. Myndin er írá Kaupmannahöfn. koma á tengslum og samstarfi við þá sem eru að fjalla um þessi mál í Brussel, bæði í sérfræðinganefndum og öðrum stofnunum. Við leggjum mikla áherslu á að komið verði á fót föstum samráðsvettvangi fyrir sveitarstjórnarstigið innan vébanda EFTA sem sé hliðstæða við héraðanefnd Evrópusambandsins. Við veltum einnig fyrir okkur á hvern hátt auka megi þátttöku sveitarstjórnarstigsins í samstarfsáætlunum og fjölluðum um miðlun upplýsinga og fræðslu til sveitarstjórna. Vegna aðildar okkar að EES-samningn- um hafa sveitarfélögin þurft að takast á hendur margvísleg verk- efni samkvæmt kröfum og reglum ESB á undanförnum áratug án þess að kostnaður við þau hafi verið metinn fyrirfram og án þess að menn hafi gert sér grein fyrir því hver kostnaður sveitarfélag- anna yrði vegna þeirra framkvæmda. Ríkið hefur í vissum tilvik- um komið að greiðslu kostnaðar eins og með 20% framlagi af stofnkostnaði vegna fráveitna en sveitarfélögin hafa engu að síður þurft að taka verulegar skuldbindingar á sig sem þau eru mjög misvel í stakk búin að gera." í Brussel verði tengilið- ur sendiráðsins og starfshópsins. Af öðru sem lagt er til í skýrslu EES-starfshópsins má nefna að komið verði á samráðsvettvangi fyrir sveitarstjórnarstigið innan vébanda EFTA en á meðan unnið verði að því máli beiti utanríkisráðuneytið sér fyrir því að innan EFTA verði sérstaklega fylgst með áhrifum nýmæla á vegum ESB á sveitarstjórnarstigið. Formlegt samstarf um hagsmunagæslu Heilu lagabálkarnir frá Evrópusambandinu varða sveitarfélögin með ýmsu móti og því segir Árni Þór nauðsynlegt að vel sé fylgst með þessum málum. Þannig sé til dæmis áætlað að það komi í hlut sveitarfélaga að framkvæma allt að 3/4 af lögum og reglum sem hingað berist vegna aðildar okkar að EES. í skýrslu starfshópsins er lagt til að ríki og sveitarfélög eigi með sér formlegt samstarf um hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin vegna mála sem tengjast EES, einkum með því að fylgjast með löggjöf ESB á undirbúningsstigi með það að markmiði að koma athugasemdum á framfæri. „Við leggjum til að skipaður verði starfshópur á vegum utanríkis- Skrifstofa sveitarfélaga í Brússel Mjög mikilvægt er að auka og bæta kynningu á því sem verið er að vinna að á vegum ESB að sögn Árna Þórs. Hann nefnir sam- starf við Euroinfo skrifstofuna, kynningu á möguleikum í evrópsk- um samstarfsáætlunum, bætta kynningu með gerð gagnabanka og vefseturs þar sem samstarfsáætlanir sveitarfélaga verði að- gengilegar svo og að sveitarfélögum verði auðvelduð þátttaka í evrópskum samstarfsáætlunum og að samráð verði haft við inn- leiðingu á lögum og reglum sem fylgja EES-samningnum. Hann segir einnig markvissa umfjöllun um Evrópska efnahagssvæðið nauðsynlega. Því leggi starfshópurinn til að staðið verði að fræðslu um málefni EES fyrir sveitarstjórnarmenn og einnig þau málefni sem efst eru á baugi hjá ESB á hverjum tíma. Þá er lagt til í skýrslunni að stærstu mál innan EES verði tekin fyrir á reglu- legum samráðsfundum ríkis og sveitarfélaga auk þess sem komið verði á fót aðstöðu í sendiráði fslands í Brussel fyrir sveitarstjórn- armenn og starfsmenn sveitarfélaga sem eru í starfsnámi. Árni Þór bendir á að ýmsar óformlegar leiðir séu til áhrifa á þau mál er tengjast EES-samningnum og áhrifum hans á málefni sveitarfélag- anna. Hann nefnir í því sambandi samvinnu ríkis og sveitarfélaga um rekstur skrifstofu í Brússel og að Samband íslenskra sveitarfé- laga láti kanna í samstarfi við Reykjavíkurborg og utanríkisráðu- neytið möguleika þess og kosti ráðuneytisins með aðild þeirra ráðuneyta sem unnu að skýrsl- unni og Sambands íslenskra sveitarfélaga og að sambandið eigi þrjá fulltrúa, þar af einn sem verði sérstakur fulltrúi Reykjavíkurborgar," segir Árni Þór. Hann segir að hlutverk þessa starfshóps eigi að felast í „Það er eðlilegt að stofnun á borð við Samband ís- lenskra sveitarfélaga eigi aðkomu að og geti látið í Ijós álit á eða hafi umsagnarrétt um mál sem tengjast Evrópska efnahagssvæðinu og varða sveitarstjórnarstigið og sveitarfélögin." að komið verði á fót sérstakri skrifstofu fyrir íslensku sveitar- félögin í Brússel auk starfs- þjálfunar sveitarstjórnarmanna þar. Að endingu benti Árni Þór á að starfshópurinn hafi lagt til við stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að treyst verði tengsl á milli EES-nefnd- yfirumsjón með samstarfi ríkis og sveitarfélaga um hagsmuna- gæslu vegna mála á vettvangi EES sem snerta sveitarfélögin sér- staklega. Einnig sé lagt til að starfsmaður félagsmálaráðuneytisins ar sambandsins og fulltrúa þess á sveitarstjórnarráðstefnu Evrópu- ráðsins, meðal annars til að greiða fyrir upplýsingum á þessum vettvangi. TOLVUMIÐLUN SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.