Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Qupperneq 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Qupperneq 22
Viðtal mánaðarins Þessar hugmyndir munu styrkja miðborgina Mikill áhugi er fyrir uppbyggingu í Miðborg Reykjavíkur og eru endurbygging Skuggahverfisins og svæðisins við Mýrargötu dæmi um það. Nú eru einnig komnar fram hugmyndir um stórfellda upp- byggingu á Austurbakka Reykjavíkurhafnar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulItrúi og formaður skipulags- og bygginganefnd- ar Reykjavíkurborgar, hefur starfað að sveitarstjórnarmálum frá 1994 þegar hún var kjörin í borgarstjórn sem borgarfuIItrúi Kvennalistans. Hún átti sæti í viðræðu- nefnd þeirra stjórnmálaflokka sem stóðu að myndum R-listans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1994 og kveðst ætíð hafa haft mikla trú á að samstarf þeirra flokka, sem þá ákváðu að efna til sameiginlegs framboðs til borgarstjórnar, myndi skila sér í borgarstjórn. Hópur yngri kvenna „Ég talaði fyrir því innan Kvennalistans að við færum í þetta samstarf þó um það væru skiptar skoðanir. Margar yngri kvennanna höfðu aðrar áherslur en frum- kvöðlarnir og mismunandi sjónarmið urðu að einhverju leyti til þess að hreyfingin leið undir lok." Steinunn Valdís segir þetta fyrstu afskipti sín af sveitarstjórnarmálum en kveðst þó ekki hafa verið alveg ókunn- ug félagsmálum þar sem hún starfaði sem formaður stúdentaráðs á háskólaárunum og tók einnig þátt í störfum Röskvu. Beint í „karlamálin" Steinunn Valdís var formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í átta ár en tók við formennsku í skipulagsnefnd að lokn- um síðustu borgarstjórnarkosningum. „Ég kunni vel við að starfa að íþrótta- og tóm- stundamálunum en sótti engu að síður fast eftir því að breyta um vett- vang. Ég tel hollt að fólk takist á við ný viðfangsefni og þegar farið var að ræða skiptingu verkefna eftir kosningarnar 2002 sóttist ég eftir skipulags- málunum." Steinunn Valdís átti sæti í bygginganefnd 1994 til 1998 og í skipulagsnefnd 1998 til 2002 og var því ekki með öllu ókunnug málaflokknum. „Ég hef aldrei sóst eftir að starfa að málum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og for- maður skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur- borgar. sem stundum eru kennd við mýkt og því má segja að ég hafi hellt mér beint í „karlamálin" eða hörðu málin eins og þau eru stundum kölluð; málefni á borð við bygginganefnd, skipulagsnefnd og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem ég er varaformaður. Ég tel nauðsynlegt að konur í sveitarstjórnum sækist eftir að starfa að málaflokkum þar sem karlar hafa verið áberandi en haldi sig ekki viljandi við það sem stundum er nefnt „mjúku málin". Það gefur þessum málaflokkum annan blæ ef konur og karlar starfa þar jöfnum hönd- um. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um þau svið þar sem kon'ur hafa verið áber- andi og það gefur til dæmis félags-, skóla- og leikskólamálum annan blæ ef karlar koma þar til forystustarfa." Að búa í haginn til áratuga Skipulagsmál eru einn mikilvægasti mála- flokkurinn sem sveitarfélögin fást við. Nær allir aðrir málaflokkar tengjast þeim að einhverju leyti vegna þess að með skipu- laginu er mótuð umgjörð um þróun byggða sem innra líf samfélagsins þrífst síðan á. Steinunn Valdís segir að þar sé verið að taka ákvarðanir um hvernig mál þróast til framtíðar og búa í haginn til næstu áratuga. „Þess vegna sér maður áhrifin af þeim ákvörðunum sem teknar eru ekki daginn eftir eða á næstu vikum og mánuðum heldur eru afleiðingar þeirra að koma fram á næstu árum og jafnvel áratugum. Með því sem við erum að vinna að í dag erum við að hafa áhrif á hvernig framtíðarborgin Reykjavík kemur til með að birtast næstu kynslóðum." Um 600 til 800 íbúðir á ári Nú er verið að snúa nokkuð af braut út- þenslu en þess í stað horft meira til þeirra möguleika sem felast í eldri borgarhlutum og hverfum. Steinunn Valdís segir yfirlýsta stefnu í skipulagsmálum að þétta byggð- ina og bendir á að það séu ekki aðeins skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar sem eru að móta stefnu með þeim hætti heldur einnig hin sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu. Hún segir þéttingu byggðar vera lykilhugtak víðs vegar um heiminn, meðal annars vegna þess að byggingarland sé takmarkað. Með bættri landnýtingu megi einnig spara verulega fjármuni vegna þess að með þéttingu byggðar náist mun betri nýting grunngerðar borgarmyndarinnar, fram- kvæmda á borð við veitukerfi og samgöngumannvirki. Auk þéttingar byggðar í eldri hverf- um borgarinnar hefur næsta byggingarsvæði Reykjavíkurborgar verið skipulagt á Úlfarsfellssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir um 20 þúsund manna byggð þegar hverfið verður fullbyggt. „Þannig færist í vöxt aö búskapur hefst í eldri hverfunum, fólk flyst síðan um tíma í úthverfin en endar aftur í eldri borgarhlutum."

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.