Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 26
Rannsókn á búsetuóskum Reykvíkinga Fólk vill sérbýli og hlýlegt umhverfi Bjarni Reynarsson hefur kannað búsetuóskir Reykvíkinga með áherslu á fræðilega og hagnýta rann- sókn sem gefur nýtanlegar upplýsingar fyrir uppbyggingu borgarinnar í framtíðinni. Síðastliðið haust voru þáttaskil á starfsferli Bjarna er hann hætti störfum hjá Reykja- vfkurborg eftir 30 ára starf og stofnaði ráð- gjafarfyrirtækið Land-ráð sf., sem býður sveitarfélögum, verktakafyrirtækjum og fieirum ráðgjöf á sviði skipulags- og byggðamála. En lítum á helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Um 78% svarenda í rannsókn á hús- næðis- og búsetuóskum Reykvíkinga myndu helst kjósa að búa í einbýli en að- eins um 41% úr þeim hópi úrtaksins telur sig hafa efni á búsetu í sérbýli. Niðurstöð- ur könnunarinnar gefa einnig til kynna stuðning við þéttingu byggðar í Reykjavík- urborg og mestur áhugi reyndist fyrir nýrri byggð í miðborginni, við Skúlagötu, á Eiðsgranda íVesturbæ og ÍVatnsmýri, eða hjá um 60% aðspurðra. Áhersla á fræðilega og hagnýta rannsókn Rannsóknin var unnin undir stjórn og handleiðslu Bjarna Reynarssonar, land- fræðings og skipulagsfræðings, og fólst meðal annars í því að leggja 45 spurning- ar fyrir úrtakshóp 1.673 einstaklinga þar sem spurt var um aðstæður og óskir til húsnæðis og búsetu. Einnig var leitað álits sama hóps á 32 myndum af borgarum- hverfi í Reykjavíkurborg og erlendis og fengust svör frá um 53% aðspurðra. í þriðja lagi var leitað dýpra að húsnæðis- og búsetuóskum fólks með umræðum þriggja rýnihópa á aldrinum 20 til 35 ára, 36 til 50 ára og 51 til 70 ára. Bjarni segir að áhersla hafi verið lögð á fræðilega og hagnýta rannsókn sem gæfi nýtanlegar upplýsingar fyrir uppbyggingu borgarinnar í framtíðinni en ekki reynt að draga upp eins konar svart- hvfta mynd af því ástandi sem er ríkjandi og viðhorfum fólks til þess. Rannsóknin var kynnt á málþingi Reykjavíkurborgar um skipt- ingu íbúðarhverfa, sem fór fram 28. nóv- ember síðastliðinn. Bjarni Reynarsson, landfræðingur- og skipulags- fræðingur. Margt fólk alið upp í sérbýli á landsbyggðinni Bjarni telur að rekja megi rætur þess hversu margir óska að búa í sérbýli að einhverju leyti til þess að margt fólk sé alið upp í sveitum eða litlum þéttbýlum á landsbyggðinni þar sem sérbýli sé hinn ríkjandi þáttur. Þetta fólk óski fremur eftir að búa áfram í sérbýli þótt það sé flutt til borgarinnar. „Þetta er viss angi af átthaga- tryggð eða átthagafjötrum en annan anga slíkra fjötra er að finna f áhuga fólks á bú- setu í eldri hverfum borgarinnar þar sem það á rætur sínar." Bjarni segir að fyrri bú- seta ráði miklu um val á hverfi og hús- næði. Friðsæld og hagræði fyrir fjölskyidur skipti einnig verulegu máli og fólk óski eftir hlýlegu og þægilegu umhverfi í námunda við híbýli sín. Þá sé mikið lagt upp úr að geta haft sem flest út af fyrir sig; það er sérinnganga, þvottahús inni í íbúð, sér garð ásamt vandaðri hönnun. Bjarni segir einnig hafa komið út úr rannsókn- inni að fólk vilji síður búa mjög nálægt verslunarkjörnum en kjósi engu að síður nálægð við matvöruverslanir. Hverfishugsunin rík Borgarhverfi þurfa að hafa ákveðna miðju þar sem finna má þjónustu og einhvers konar samkomustað. Bjarni bendir á að Svíar hafi leitast við að koma upp félags- miðstöðvum inni í íbúðarhverfum og segir að hugsanlega megi nýta skólabyggingar í viðkomandi hverfum til slíkra hluta. Hann segir að leitast sé við að afmarka hverfi sem heildir og það megi meðal annars finna í ákveðnum nafnendingum á borð við Mela, Hlíðar, Sund ogVoga. Árbæjar- hverfið sé dæmi um afmarkað hverfi með skörpum útlínum þar sem betur hafi tekist til við að skapa ákveðna hverfishugsun eða þorpsbrag en til dæmis í Breiðholtinu sem sé mun stærra hverfi þótt það sé nokkuð vel afmarkað fá öðrum borgar- hlutum. Hann segir að hverfishugsunin sé nokkuð rík í hugum íbúa Reykjavíkurborg- ar því í rannsókninni hafi komið fram að um 64% aðspurðra vilji búa áfram í sama borgarhverfi. Unnið með nokkra sérvalda hópa Nú liggja niðurstöðurnar fyrir. En hvernig geta borgaryfirvöld á hverjum tíma og sveitarstjórnir annarra sveitarfélaga nýtt sér þær og aðferðafærðina sem að baki þeim liggur við framtíðarskipulagningu byggðar? Bjarni segir að hagnýting og eftirfylgni sé eitt af markmiðum rann- sóknarinnar. „Það er auðvelt að nýta aðferðafræðina á ein- faldan hátt við að fá mat fólks á tillögum að skipulagi nýrra íbúðahverfa. í stað viðamikilla viðhorfskannana er unnið með nokkra sérvalda 8 til 12 manna hópa; svonefnda „focus groups". Cengið er út frá einstaklingsbundnum spurningalista með áherslu á að fá fram viðhorf fólks til skipulagsmála almennt og „Þetta er viss angi af átthagafjötrum en annan anga slíkra fjötra er að finna í áhuga fólks á bú- setu í eldri hverfum borgarinnar þar sem það á rætur sínar." TOLVUMIÐLUN H-Laun www.tm.is 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.