Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 14
Akureyri Valddreifing við ákvarðanatöku hjá Akureyrarkaupstað Nefndir og embættismenn fá aukna heimild til að taka fullnaðarákvarðanir án staðfestingar bæjar- stjórnar. Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaöur Akureyrarkaupstaðar, skrifar. Árið 2003 var gerð breyting á 44. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 sem mið- aði að því að taka af vafa um heimildir sveitarstjórnar að framselja vald sitt til nefnda og annarra innan stjórnsýslunnar. Bæjarstjórn Akureyrar hefur fylgt þessum breytingum eftir með því að breyta bæjar- málasamþykkt sinni í grundvallaratriðum í þessa veru. Markmiðið með breytingunum er að auka hagræði og skilvirkni og hraða málsmeðferð í stjórnsýslunni, efla stefnu- markandi hlutverk bæjarstjórnar, gera fundi bæjarstjórnar skipulegri og umræður markvissari og færa starfshætti bæjar- stjórnar og stjórnkerfis í átt til hins rafræna veruleika sem einkennir nútíma stjórn- sýslu og samskipti. Afgreiðsluferiil erinda til bæjarfélagsins verður einfaldari og af- greiðslutíminn styttri og þannig ætti þjón- ustan við íbúana að batna. Valdframsal til nefnda og embættis- manna felur ekki í sér að kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn afsali sér valdi heldur kallar það á skýrari stefnumörkun af hálfu bæj- arstjórnar og setningu reglna, sem nefndir og embættismenn munu vinna eftir við töku fullnaðarákvarðana. Markvissari umræður Fyrir breytingu á bæjarmálasamþykkt þurftu ákvarðanir nefnda staðfestingu bæjarstjórnar. Þannig voru fundargerðir nefnda uppistaðan í dagskrá bæjar- stjórnarfunda og umræða um stefnu- mörkun hafði því oft fyrst og fremst farið fram utan bæjarstjórnar. í nýju skipulagi verða fundargerðir nefnda einungis lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn en aðaldagskrárefni bæj- arstjórnafunda verða stefnumarkandi mál sem bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og nefndir óska eftir að koma á dag- skrá. Umræður á bæjarstjórnarfund- um ættu því að verða skipulegri og markvissari en fyrr. Ef óvissa ríkir um stefnu eða reglur getur embættismaður vísað afgreiðslu til nefndar og nefnd til bæjarstjórnar. Eins getur þriðjungur nefndar farið Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaöur Akureyrar- kaupstaðar. fram á að máli sé vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarákvörðunar enda er þá um veru- legan ágreining um túlkun stefnu eða reglna að ræða. Bæjarfulltrúi getur óskað eftir að taka hvaða mál sem er á dagskrá bæjarstjórnar- fundar, jafnvel mál sem nefndir eða embættismenn hafa tekið fullnaðarákvörð- un um. Að jafnaði væri það aðeins gert til að móta nýja stefnu eða skerpa fyrirliggj- andi stefnu til að hafa áhrif á ákvarðanir um sams konar mál síðar en tilgangurinn gæti líka verið að fá fullnaðarákvörðunum breytt. Það yrði þó tæplega gert nema í undantekningartilvikum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nýtt verklag gerir ríkari kröfur en áður til þess að nefndir og embættismenn vandi til verka. Með framangreindri breytingu á 44. grein sveitarstjórnarlaganna var tekinn af allur vafi um að sveitarfélag er eitt stjórnvald og innan þess verður ákvörðun- um almennt ekki áfrýjað nema til æðra stjórnvalds. Nefndir og embættismenn þurfa því að hafa í huga þegar teknar eru fullnaðarákvarðanir hvort lög eða eðli máls mæli gegn því að nefnd eða embætt- ismaður taki fullnaðarákvörðun, hvort málefnið varði fjárhag sveitarfélagsins um- fram það sem kveðið er á um í fjárhags- áætlun og hvort ákvörðun víki frá stefnu bæjarstjórnar í veigamiklum málum. Breytingin komin til f ramkvæmda Umrædd breyting á bæjarmálasamþykkt Akureyrar, sem var staðfest 25. nóvember 2003, felur í sér verulega breytingu á vinnulagi við stefnumörkun og afgreiðslu stjórnsýslumála í sveitarfélaginu. Fyrsti bæjarstjórnarfundur samkvæmt hinu nýja verklagi var haldinn 16. mars 2004 og þá hafa verið samþykkt erindisbréf fyrir fasta- nefndir bæjarins og um þessar mundir er verið að vinna að verklagsreglum fyrir meðferð afgreiðslna embættismanna. Víst er að fyrst um sinn þurfa bæj- aryfirvöld að höggva á ýmsa hnúta á meðan verið er að sníða vankanta af nýju fyrirkomulagi. Tilgangurinn verður alltaf að helga meðalið, sem er að hraða málsmeðferð innan stjórnsýslunnar, nýta betur tíma sveit- arstjórnarmanna og bæta stjórnsýslu- hætti. Það verður fróðlegt fyrir önnur sveitarfélög að fylgjast með þessari stjórnsýslutilraun sem vonandi getur orðið öðrum sveitarfélögum til fyrir- myndar. Að lokum hvet ég sveitar- stjórnarmenn og starfsmenn sveitarfé- laga að kynna sér hina nýju bæjar- málasamþykkt á vef Akureyrarbæjar, www. akureyri. is Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þar sem farið var eftir nýju fyrirkomulagi, sem sagt er frá ígreininni. Frá vinstri: Cerður jónsdóttir, Oddur Fielgi Flalldórsson, Kristján Þór júlíusson og Þóra Ákadóttir. 14 TÖLVUMIÐLUN H-LaUll www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.