Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2004, Blaðsíða 18
Borgarfjörður Mikilvægt að efla traust „Sveitarstjórnir og aðrir sem koma að þessum málum verða að ætla sér nægan tíma til þess að fara vel yfir þau og kynna íbúum viðkomandi sveitarfélaga hvað verið er að gera. Með því móti verður unnt að ná betri árangri og sátt um þetta mikilvæga verkefni," segir formaður sameiningarnefndar sveitarfélaganna í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar. Formlegt starf sveitarstjórna og sameining- arnefndar sveitarfélaganna í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar er hafið. Helga Hall- dórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgar- byggðar, er formaður undirbúningsnefndar kosninga um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Skorradalshrepps. Hún segir undirbún- ingsvinnu hafa verið komna af stað áður en sameiningarátak Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi verið kynnt á fulltrúa- ráðsfundi sambandsins vorið 2003 og stefnt sé að því að kosið verði um samein- ingu þessara fjögurra sveitarfélaga vorið 2005. Ákváðum að fara í málið „Bæjarstjórn Borgarbyggðar ákvað á síð- asta vori að koma að máli við fulltrúa Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Skorradalshrepps um að efnt yrði til form- legra viðræðna um sameiningu þessara sveitarfélaga. í framhaldi af því hófu full- trúar þriggja þessara sveitarfélaga að ræða saman og að vinna ákveðna undirbún- ingsvinnu. Þegar Samband íslenskra sveit- arfélaga kynnti sameiningarátak sitt hinkruðum við aðeins við til þess að sjá hvernig það færi af stað. Við höfum síðan haldið þessum viðræðum áfram og nú er Skorradalshreppur að koma að þessu verkefni með okkur þannig að öll fjögur sveitarfélögin munu eiga fulltrúa í form- legum viðræðum og þeirri vinnu sem framundan er," segir Helga Halldórsdóttir. ar um stjórnsýslu og fjármál, annar um umhverfis- og skipulagsmál auk sam- göngumála og þriðji hópurinn mun fást við þá málaflokka sem falla undir félags- mál og félagsþjónustu sveitarfélaganna. A meðal þeirra málaflokka má nefna fræðslu- og félagsmál og einnig menning- ar- og tómstundamál. Samstíga öðrum í kosningum 2005 Helga segir að þegar hafi verið samið við Viðskiptaháskólann á Bifröst um ákveðin verkefni fyrir sameiningarnefndina og þar Þrír vinnuhópar Fyrsti formlegi fundur samein- ingarnefndarinnar með fulltrú- um allra sveitarfélaganna fjög- urra var haldinn í Reykholti 18. mars og segir Helga þegar hafa verið hafist handa við að forma þessa vinnu og koma henni í ákveðinn farveg. Þegar hafa verið skipaðir þrír vinnuhópar um tiltekin málefni sveitarfélaganna. Einn hópur fjall- Sveitarfélögin norðan Skarðsheiðar hafa átt með sér margvíslegt samstarf á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og einnig á grundvelli byggðasamlaga á svæðinu. á meðal nauðsynlegt kynningarstarf til þess að upplýsa íbúana á sem bestan hátt um framvindu þessa verkefnis. Einnig er ætlunin að l^ita til Háskólans á Akureyri um að vinna úttekt á fræðslumálunum í héraðinu með tilliti til þess hvernig þeim verði best komið fyrir í sameinuðu sveitar- félagi en þar sé jafnan um viðkvæman málaflokk að ræða. Helga segir að brýn- ustu verkefnin nú séu að koma vinnuhóp- unum af stað og að efna til kynninga á meðal íbúanna um í hvaða farvegi málin séu og hvar vinna við þau sé stödd. Hún segir stefnt að þvf að verða samstíga öðr- um sveitarfélögum um kosningu um sam- einingu vorið 2005. Helga neitar alfarið að Borgfirðingar hafi farið of snemma af stað þótt ekki sé ætlunin að efna til sam- einingarkosninga fyrr en á næsta ári. „Sveitarstjórnir og aðrir sem koma að þessum málum verða að ætla sér nægan tíma til þess að fara vel yfir þau og kynna íbúum viðkomandi sveitarfé- laga hvað verið er að gera. ________ Með því móti verður unnt að ná betri árangri og sátt um þetta mikilvæga verkefni." Eitt atvinnu- og þjónustusvæöi Helga bendir á að þessi sveitarfélög myndi eitt atvinnu- og þjónustusvæði og Listaverkið Sonatorrek við Borg á Mýrum. Borgarnes í baksýn. Mynd: Helga Halldórsdóttir. 18 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.