Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 14
Samband íslenskra sveitarfélaga Fagnað í nýjum húsakynnum Eins og fram kom í 5. tbl. Sveitarstjórnarmála hefur Samband ís- lenskra sveitarfélaga flutt höfuðstöðvar sínar af Háaleitisbrautinni í glæsileg húsakynni í Borgartúni 30. Þar með er öll starfsemi sambandsins á einni hæð, þeirri fimmtu nánar tiltekið, en var áður á þremur hæðum. í tilefni af þessum tímamótum var sveitarstjórnarfólki og ýmsum öðrum samstarfsmönnum og velunnurum sambandsins boðið til innflutningsteitis í Borgartúninu síðdegis föstudaginn 25. júní sl. Ingibjörg Hinriksdóttir, starfsmaður sambandsins, tók meðfylgj- andi myndir við það tækifæri. Cestir hlýða á ávörp og horfa vonaraugum á veitingarnar. M.a. gesta eru Her- mann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Berglind Eva Ólafsdóttir, starfsmatsráðgjafi á kjarasviði sambandsins, Arna jakobína Björns- dóttir, frá STAK, Ragnhildur Hannesdóttir, starfsmaður sambandsins, Ríkharð Brynjólfsson, stjórnarmaður í Bjargráðasjóði, Cylfi Gunnlaugsson, eiginmaður Ragnhildar, Einar Njálsson, stjórnarmaður ! Lánasjóði sveitarfélaga, Karl Björnsson, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, Cuðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, og Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Eins og sjá má var gleðin við völd þessa síðdegisstund í nýjum húsakynnum sambandsins og samstarfsstofnana þess. Trausti F. Valsson, lögfræðingur hjá sambandinu, Dýrleif Guðmundsdóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, Björn Hafþór Guðmundsson, stjórnarmaður í sambandinu, Eyvindur Alberts- son, löggiltur endurskoðandi KPMG, Örn Kjærnested, en hann sá um allar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu, og svo glittir í Magnús Karel Hann- esson, eins og púkann á kirkjubitanum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra ávarpaði samkomuna og flutti samband- inu og samstarfsstofnunum þess árnaðaróskir á þessum tímamótum. Á mynd- inni má m.a. sjá Guðna Geir Einarsson, starfsmann Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Hauk Ingibergsson, forstjóra Fasteignamats ríkisins, Halldór Hróarr Sigurðsson, löggiltan endurskoðanda sambandsins, og Helgu jónsdóttur borgarritara. Pórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vil- hjálmur Þór Vilhjálmsson, formaður sambandsins, með þremur fyrrverandi for- mönnum sambandsins, þeim Sigurgeir Sigurðssyni, Birni Friðfinnssyni og jóni G. Tómassyni. Hér hittast góðar kempur. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogsbæ, á tali við Björn Friðfinnsson og Jón G. Tómasson, fyrrverandi formenn sambandsins. 14

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.