Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 22
Viðtal mánaðarins Mikilvægt að ná sátt um skólamálin Góður árangur varð af íbúaþingi í Öxarfjarðarhreppi þar sem framtíð grunnskólans var tekin til krefj- andi umræðu í Ijósi ófyrirséðra breytinga á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Með breyttum framlögum Jöfnunar- sjós sveitarfélaga á liðnu ári sköpuð- ust erfiðleikar í rekstri grunnskóla Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps. Ákveðið var að efna til íbúaþings um málið og var stuðst við skipulag grunnskólaráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga frá liðnum vetri við framkvæmd þess. Sú spurning var meðal annars lögð fyrir íbúaþingið hvort fólk gæti hugsað sér að allt skólahald sveitarfélaganna tveggja yrði sameinað undir einu þaki, þar sem tölur sýndu rekstrarlega hag- kvæmni þess, eða hvort líta bæri á grunnskólann sem hjarta hvers sam- félags og nauðsynlegt væri að kennsla færi fram sem næst hinum byggðu bólum. Iðunn Antonsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga og varaoddviti Öxarfjarð- arhrepps, átti hugmyndina að íbúa- þinginu og vann ásamt öðrum að undirbúningi þess og framkvæmd. Hún er í viðtali mánaðarins að þessu sinni. Ætlaði að vera í tvö ár Iðunn hefur búið á Kópaskeri f tæp 30 ár eða frá 1974 að hún fluttist þangað tvítug að aldri og ætlaði að dvelja þar í tvö ár. Hún hóf búskap ásamt eiginmanni sínum, Garðari Eggertssyni, síðar framkvæmda- stjóra Fjallalambs, í gamla Núpasveitar- skólanum við hlið Snartastaðakirkju, sem nú er orðinn að Bóka- og byggðasafni Norður-Þingeyinga. Þar bjuggu þau í þrjú ár, Iðunn starfaði sem ráðs- kona við skólann og Garðar lauk starfsnámi í húsasmfði hjá bróður sínum, sem var starf- andi byggingameistari á Kópa- skeri. Eftir búskapinn í skóla- húsinu fluttu þau norður yfir Snartastaðalækinn til Kópa- skers þar sem þau hafa búið síðan. Iðunn segir það hafa verið nokkuð í tísku á áttunda áratugnum að flytja út á land. Sumir hafi haldið að þar væri að finna leiðina að ríkidæmi þótt það hafi ekki ráðið ákvörðun þeirra um að löunn Antonsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar Þingey- inga og varaoddviti Öxarfjarðarhrepps. flytjast til Kópaskers. Hún kveðst lítið hafa sinnt vinnu utan heimilis um tíma eða haft afskipti afopinberum málum. „Börnin fæddust með skömmu millibili og nokkur tfmi fór í uppeldisstörf. Þegar þau tóku að vaxa úr grasi fór ég að starfa við grunn- skólann á Kópaskeri, þá nýbyggðan árið 1982, fyrst sem leiðbeinandi en aflaði mér síðan kennsluréttinda með fjarnámi og starfaði þar sem kennari og síðar skóla- stjóri. „Iðunn lét ekki staðar numið við kennararéttindin og hélt námi áfram með aðstoð fjarnámsins, lauk framhaldsnámi í stærðfræði og stjórnun og er nú langt "Við settum þingið þannig upp að fólk sat við átta manna borð og síðan var hópstjóri við hvert borð sem hafði verið undirbúinn fyrirfram og á hverju borði voru tvö umræðuefni og drógu hópstjórarn- ir um hver þau yrðu." kominn með M.Ed nám í stjórnun, sem hún stundar f fjarnámi og með staðbundn- um lotum við Háskólann á Akureyri. Erfitt en gefandi Iðunn kveðst lengi hafa haft áhuga á samfélagsmálum og í gegnum störf að skólamálum hafa myndast sterk tengsl við þau. Hún var fyrst kosin í hreppsnefnd Presthólahrepps, sem þá var, en starfaði þó ekki lengi sem sveitarstjórnarmaður f það skiptið vegna þess að Presthólahreppur var sameinaður Öxarfjarðarhreppi og hún átti ekki sæti í sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags. Iðunn einbeitti sér hins vegar að skólamálum og einnig að eigin menntun þar til vorið 2002 að hún var kosin í sveitarstjórn Öx- arfjarðarhrepps. Hún segir sveitar- stjórnarstörfin að mörgu leyti skemmtileg og mjög gefandi að vinna að þeim. Það geti hins vegar verið erfitt og tekið nokkuð á. „Sveit- arstjórnarmálin taka yfir vítt svið og maður kynnist mörgum málum og málaflokkum auk þess sem sveitar- stjórnarmenn verða að leitast við að mæta þvf sem að höndum ber af víðsýni. Tíma- skortur háir sveitarstjórnarmönnum því flestir eru að sinna þessum störfum f hjá- verkum, oft jafnframt fullri vinnu á öðrum vettvangi." Iðunn gegnir meðal annars starfi vara- oddvita, á sæti f skólanefnd og er formað- ur stjórnar Bóka- og byggðasafns Norður- Þingeyinga. „í formennsku í skólanefnd- inni finnst mér ég njóta þess að þekkja innviði skólastarfsins og búa að reynslu sem foreldri, leiðbeinandi, kennari og skólastjóri við grunnskólann hér á Kópaskeri, sem nú heitir Öxarfjarðarskóli. Hann er rek- inn í tveimur deildum en undir einni stjórn, á Kópaskeri og í Lundi f Öxarfirði af Öxarfjarð- ar- og Kelduneshreppi." Auk grunnskólans er rekstur tónlist- _________ arskóla sameiginlegt verkefni þessara sveitarfélaga og leik- skóladeildir eru tvær, á Kópaskeri og í Lundi. Iðunn segir 75 börn f grunnskólan- um, 23 þeirra á Kópaskeri en hin f Lundi, sem einnig er safnskóli fyrir svæðið f <%> 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.