Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 17
„Þau ánægjulegu tíðindi urðu hér á Blönduósi að íbúum í bæjarfélaginu fjölgaði um 25 manns á milli áranna 2002 og 2003 eða um 3%, sem er umtalsverð breyting vegna þess að íbúaþróunin hefur lengi legið niður á við. Þessi staðreynd jók okkur bjartsýni og jákvæðni um að málin væru að snúa til betri vegar og við gerð fjáragsáætlunar þessa árs ákváðum við að gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa á næstunni. Sú ákvörðun var ekki tekin í neinni gleði- vímu heldur vegna þess að hluti af starfi okkar er að vinna að ákveðinni stefnumörkun til framtíðar, sem er byggð á trú á samfélagið og að atvinnu- og mannlíf geti þróast og dafnað. En vissulega má taka undir það sjónarmið að þessi landshluti sitji á hakanum í dag hvað byggðaþróun varðar. Kostaboðin og tækifær- in koma hins vegar ekki á silfurfati. Ég tel að forsenda þess að snúa vörn í sókn sé mun öflugri samvinna og sameining sveitarfé- laga á svæðinu. Á 21. öldinni getum við ekki lengur leyft okkur að hugsa þróun svæðisins út frá afmörkuðum dölum, lækjum, ám eða afréttum." Matvælabærinn Blönduós - Hvaða nýjungar eru einkum í farvatninu til þess að standa að slíkri eflingu? „Auk endurskipulagningar fjármálanna hefur bæjarstjórnin lagt mikla áherslu á atvinnumálin vegna þess að stöðugt atvinnulíf er forsenda heilbrigðs samfélags. Af þeim ástæðum hófum við mikla stefnumótunarvinnu á síðasta ári þar sem íbúar voru hafðir með í ráðum. Við héldum tvo fjölmenna fundi með íbúum Blönduóss- bæjar, fengum ráðgjafa til þess að vinna með okkur og fórum mjög nákvæmlega í gegnum þessi mál. Niðurstaðan varð sú að sérstaða Blönduóssbæjar lægi í vinnslu, eftirliti, ráðgjöf og rann- sóknum á sviði matvæla. Við höfum meðal annars sett okkur það markmið að innan tíu ára verði Blönduóssbær „matvælabærinn Blönduós" og þar fari fram leiðandi starf í matvælaiðnaði á borð við rannsóknir og þróun gæðamála." Þjóðvegurinn er auðlind - Blönduóssbær stendur við þjóðbraut en hefur ekki markað sér neina sérstöðu í ferðamálum. Hvaða möguleika er þar að finna? „Við verðum að átta okkur á því að við eigum mjög öfluga og sýnilega auðlind í þjóðveginum, sem liggur hér fast við þéttbýlið. Hundruð þúsunda fólks fer hér um á hverju ári og í þessari um- ferð liggur mikill auður sem ég tel að við eigum að nýta okkur mun betur en við höfum gert til þessa. Efling ferðaþjónust- unnar er annað af tveimur stór- um markmiðum í uppbyggingu bæjarfélagsins. Vegna þess að þjóðvegurinn liggur í útjaðri bæjarins aka margir framhjá. Við verðum því að vinna hörðum höndum að því markmiði að gera Blönduóssbæ að aðaláningarstað ferðalanga á Norðurlandi vestra, hvetja fólk til þess að stoppa og koma í auknum mæli inn í bæinn. Hér er margt að sjá og skoða og einstök náttúrufegurð meöfram bökkum Blöndu, góðir gistimöguleikar, svo ekki sé talað um Heimilisiðnaðarsafnið, sem er hið eina sinnar tegundar á landinu. Ég tel hins vegar að eigi ferðaþjónustan að eflast hér þá verðum við að marka okkur meiri sérstöðu sem byggir á styrk- leikum svæðisins. Húnavatnssýslan er mikið landbúnaðarhérað og í því samhengi er til að mynda verið að vinna að undirbúningi að uppbyggingu húsdýra- og ævintýragarðs. Ég hef mikla trú á því verkefni og sit í áhugamannahópi um það. Það er staðreynd að mjög breiður hópur fólks sækist eftir að koma á slíka staði. Bæði erlendir og innlendir ferðamenn, eldri borgarar og síðast en ekki síst börn, sem jafnan hafa mikinn áhuga á koma nálægt dýr- um. Ef vel er að málum staðið eru möguleikarnir óþrjótandi." Jóna Fanney segist þess fullviss að starfsemi húsdýragarðs muni hafa ákveðin margfeldisáhrif vegna þess að fólk komi inn í bæinn, sæki veitingastaðina sem þar eru, kaupi jafnvel aðra þjón- ustu og skoði bæinn og átti sig á hvað hann hefur að bjóða í stað þess að aka beina leið framhjá. Hálendisvegur einangrar byggðirnar - Geta hugmyndir um hálendisveg á milli höfuðborgarsvæðisins „Ég tel að við eigum að nota þjóðvegakerfið til þess að styrkja byggðirnar og efla þær en ekki að einangra þær frá umferð um landið." Búnaður til reyklosunar og daglegrar útloftunar D+H er leiðandi í framleiðslu útloftunarbúnaði Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is <$> 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.