Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 26
Skólamál efnið orðið til og einnig sé unnið nokkuð eftir þessari sömu hugmyndafræði á öðr- um sviðum skólastarfsins. „Við viljum hampa því sem vel er gert og þar með þeim nemendum sem ná frábærum ár- angri á hvaða sviði sem er eða sýna eftir- tektarverðar framfarir. Með svonefndum heiðurslistum vekjum við athygli á frábær- um árangri nemenda. Við reynum einnig að koma til móts við bráðger börn á hvaða sviði sem er og síðast en ekki síst er mikil áhersla lögð á foreldraráðgjöf. Ég tel að öflugt samstarf við foreldra sé lykill að bættu skólastarfi og mikil áhersla hefur verið lögð á aukið foreldrasamstarf. For- eldrafélögin hafa einnig tekið myndarlega á þessu og eru með afar öflugt starf í öll- um fjórum grunnskólum Reykjanesbæjar. Það er gaman að geta sagt frá því að for- eldrasamtök héðan hafa unnið til viður- kenninga tvö ár í röð, svokölluð hvatning- arverðlaun Heimilis og skóla fyrir frábært skólastarf." Fjarnámið aflar réttindakennara Helsti vandi skólastarfs á Suðurnesjum hefur verið erfiðleikar við að manna skól- ana með réttindafólki til kennslu og hlut- fall leiðbeinanda því oft verið hátt eða allt að 30% þegar mest hefur verið. Eiríkur segir að þetta hafi verið að breytast, bæði vegna öflugs kynningarstarfs en ekki síður vegna þess að leiðbeinendum hefur verið gefinn kostur á að afla sér réttinda með fjarnámi, samhliða starfi í skólunum. Með því móti hafi fólki, sem búsett er á svæð- inu, gefist kostur á að afla sér kennslurétt- inda og það síðan starfað áfram innan skólanna. „Fjar- námið hefur breytt miklu að þessu leyti en einnig er rétt að geta þess að kjör og starfsum- hverfi kennara hafa batnað á undanförnum árum þótt sum- um finnist að þær umbætur mættu vera hraðari. Engu að síður hefur gengið mun betur að manna skólana að undanförnu en á árum áður og við sjáum enga ástæðu til annars en bjart- sýni að því leyti." Persónutengsl auðvelda En nánar að speglunarverkefninu. Það er í stuttu máli þannig að grunnskólarnir í Reykjanesbæ hafa leitað samstarfs við skóla sem þykja skara fram úr í námsár- angri og skólastarfi um að koma á nánum tengslum á milli stjórnenda þeirra og í framhaldi þess á milli kennara með það fyrir augum að geta borið saman bæði námsáætlanir og áherslur í yfirferð ásamt árangri þegar lengra líður. „Við fórum þá leið að kynna þessar hugmyndir fyrir fjór- um skólum í Reykjavík, sem við þekkjum af góðu einu og eru að ná mjög góðum árangri með nemendur sína auk þess sem persónuleg tengsl stjórnenda þeirra við okkur skipta nokkru máli um valið. Ég viðurkenni fúslega," segir Eiríkur „að per- sónutengslin hafa haft nokkur áhrif á val skóla til þessa samstarfsverkefnis vegna þess að þegar einhver slík tengsl eru fyrir hendi þá auðvelda þau að hefja samskipt- in og að sannfæra stjórnendur hinna skól- anna um að gagnkvæmur árangur geti orðið af samstarfinu." Sömu áherslur Vinaskólar Reykjanesbæjar eru Austurbæj- arskóli, Álftamýrarskóli, Háteigsskóli og Hlíðaskóli í Reykjavík, allir nokkuð gamlir og grónir skólar og hafa, að sögn Eiríks, allir náð frábærum árangri hver með sín- um hætti þótt þeir hafi ekki unnið eftir sömu áherslum í starfi sínu. Fyrsta skilyrði fyrir vinaskólatengslum var að skólagerðin næði frá fyrsta til tíunda bekkjar auk þess sem hver þessara skóla hefði tiltekna sér- stöðu. Dæmi um það segir Eiríkur að megi nefna að Austurbæjarskólinn sé þekktur fyrir fjölmenningarstefnu sína og móttöku nýbúa á sama hátt og Myllubakkaskólinn í Reykjanesbæ starfi sem fjölmenningarskóli og hafi hátt hlutfall nemenda sem eiga sér erlendan uppruna. Því hafi verið ákveðið að þeir starfi saman að speglunarverkefn- inu. Tíminn er vandamál Eiríkur segir að eftir að grænt Ijós hafi borist frá skólayfirvöldum í Reykjavík hafi skólastjórum þessara fjögurra skóla verið boðið í heimsókn til Reykjanesbæjar. „Við áttum með þeim ágætan eftirmiðdag þar sem farið var yfir þessa hugmyndafræði og við skýrðum út það sem við töldum okkur vera að gera vel. Þetta var eins konar upp- hafsleikur til þess að koma á tengslum á milli stjórnendanna. Síðan þá hefur þetta verkefni verið að fara af stað með einum og öðrum hætti og hugmyndin verið að þróast í meðförum þeirra sem að útfærslu hennar koma. Þróunin hefur meðal annars orðið á þann hátt að skólarnir hafa ekki aðeins verið að leita til þeirra fjögurra skóla sem stefnt var að í upphafi heldur einnig annarra skóla og þá gjarnan með afmarkaða þætti skólastarfs f huga þannig að vinaskólahugmyndin getur þróast út í að hver skóli eigi sér fleiri en einn vina- skóla." Eiríkur leggur áherslu á að hvaða leiðir sem farnar verði við verkefni af þessu tagi þá sé markmiðið eftir sem áður að nýta þekkingu og reynslu frá einum skóla til annars til þess að efla skólastarf og bæta árangur nemenda. Fleiri aðferðir og atriði geti komið inn í myndina en speglunin á milli skóla ein saman. Hann segir ákveð- inn vanda felast í að finna þessu starfi stað innan hins hefðbundna skóla- starfs, sem sé mjög skipulagt og í föstum skorðum. Spurningar vakni um hvar finna eigi þenn- an tíma. Hvort taka eigi hann af takmörkuðum starfsdaga- fjölda kennara eða finna þessu starfi rúm annars staðar innan skólastarfsins. Slík atriði verði að þróast með skólastarfinu og hugsanlega verði að finna því farveg í grundvallar- skipulagi þess án þess að það verði svo yfirþyrmandi að það fari að hamla öðru starfi. „Við áttum með þeim ágætan eftirmiðdag þar sem farið var yfir þessa hugmyndafræði og við skýrð- um út það sem við töldum okkur vera að gera vel." <$> 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.