Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Blaðsíða 28
Mosfellsbær Hellur úr endurunnu gúmmíi á alla leikvelli Mosfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga gert samning við Gúmmívinnsluna hf. á Akureyri um kaup á öryggishellum úr endurunnu gúmmíi til notkunar á leikvöllum bæjarins. Mosfellsbær er fyrsta sveitarfélagið á land- inu til að gera slíkan samning við Gúmmí- vinnsluna þrátt fyrir að fjöldi sveitarfélaga hafi samþykkt Staðardagskrá 21 og telji sig vinna í anda þeirrar umhverfisstefnu sem í henni felst. Samningurinn er til fjögurra ára en stefnt er að því að á öllum leikvöllum í Mosfellsbæ verði öryggishellur úr endur- unnu gúmmíi frá Gúmmívinnslunni. Samkeppnisfær framleiðsla Það voru þeir Oddgeir Þór Árnason, garð- yrkjustjóri og starfsmaður Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, og Þórarinn Kristjánsson, stjórnarformaður Gúmmívinnslunnar, sem undirrituðu samninginn. Áætlað er að við- skipti Mosfellsbæjar og Gúmmívinnslunnar verði upp á um 2,5 milljónir króna á næstu fjórum árum og að um 14 tonn af gúmmíúr- gangi fari í að framleiða þær öryggishellur sem um ræðir. Samningurinn stendur í beinu framhaldi af því sem unnið hefur verið að í umhverfis- málum í Mosfellsbæ á undanförnum árum en sveitarfélagið hefur verið í fararbroddi við innleiðingu Staðardagskrár 21 hér á landi og í verkefnum f anda hennar og hef- ur fengið fjölda viðurkenninga fyrir það starf. „Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar er vel meðvituð um þessi mál og fagnar því að Gúmmívinnslan skuli vera samkeppnisfær. Mér sýnist fyrirtækið vera með lægra verð en það tilboðsverð sem boðið er á innflutt- um hellum. Þegar verðið er sambærilegt þá spyr maður hvernig starfsmönnum og ráða- mönnum sveitarfélaga, sem hafa samþykkt Staðardagskrá 21 og eiga að vinna í anda þeirrar umhverfisstefnu sem þar er sett, dett- ur í hug að kaupa innfluttar hellur," segir Oddgeir Þór. Gróðurfarslegri ásýnd breytt Samningur Mosfellsbæjar við Gúmmívinnsl- una er ekki fyrsta skrefið sem Mosfellsbæ- ingar taka sem forystusveitarfélag í umhverf- ismálum og vinnu að staðardagskrá 21. Meðal óvenjulegra verkefna er minni gras- sláttur á vegum sveitarfélagsins. „Við höfum unnið í þeim anda að virkja bæjarbúa," segir Oddgeir Þór og bætir við að bæjarfé- lagið hafi unnið í þeim anda að breyta ásýnd bæjarfélagsins gróðurfarslega. „Það er of langt mál að telja það allt upp en eftir því hefur verið tekið að við erum mikið til hættir að slá og nýsáningar eru með blóma- fræjum en ekki grasfræjum. Það tekur sjálf- sagt einhverja áratugi að breyta þeirri fmynd að það þurfi ekki að vera að slá allar gras- flatir meðfram götum heldur megi þar alveg eins vera blómstrandi engi sem er slegið einu sinni niður að hausti." Fallegar skýrslur en of fátt um verk Oddgeir Þór segir of lítið hafa gerst varð- andi framkvæmd umhverfisstefnu sveitarfé- laga og á honum er að skilja að staðardag- skrá 21 sé meira í orði en á borði hjá flest- um þeim sveitarfélaga sem þó hafa sam- þykkt staðardagskrá 21. „Það er hægt að gera fallegar skýrslur um umhverfismál og hverju beri að stefna að," segir hann og vitnar meðal annars í fund á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga nýlega þar sem fulltrúar frá einum 20 sveitarfélögum komu saman til að ræða um stöðu og framtíð staðardagskrármála hér á landi. „Þar kom fram að það er lítið mál að gera fallegar skýrslur og samþykkja þetta í orði en fram- kvæmdin hefur orðið ansi lítil hjá mörgum sveitarfélögum, nánast flestum þeirra. Það Frá undirskrift samnings milli Mosfellsbæjar og Cúmmívinnslunnar á Akureyri. Frá hægri: Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri og starfsmaður Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, Gunnar Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar og Þórarinn Kristjánsson, stjórnarformaður Gúmmívinnslunnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.