Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Blaðsíða 6
Fréttir Skólamál Samkomulag um tilhögun kjaramála 30.000 króna eingreiðsla hinn 1. maí 2007 fyrir fullt kennarastarf og hækkun launa kennara frá og með janúar sl. um 2,25% verður óbreytt. í stað 2,25% launahækkunar 1. janúar 2008 verður hækkunin 3,0%, auk þess sem allir kenn- arar og skólastjórnendur hækka um einn launaflokk 1. mars 2008. Þetta er kjarn- inn í nýgerðu samkomulagi kennara og launanefndar sveitarfélaga. í samkomulaginu er einnig tekið fram að samningsaðilar munu ekki segja kjara- samningnum upp á samningstímabilinu og gildir núverandi kjarasamningur til 31. maí 2008. Með þessu samkomulagi er Ijóst að friður muni ríkja um skólastarf í grunnskólum landsins út næsta skólaár. Áætlun um aðgerðir í skólamálum í samkomulaginu er einnig að finna nýja áætlun um aðgerðir í skólamálum. Áætl- unin er tímasett og byggist á því að skóla- málanefnd Sambands íslenskra sveitarfé- laga hefji nú þegar vinnu við mótun fram- tíðarsýnar í málefnum grunnskólans, sem unnin verði í samvinnu við fulltrúa KÍ og fleiri. Þá mun kjarasvið sambandsins hefja greiningar- og samanburðarvinnu á kjörum grunnskólakennara og skólastjórn- enda til undirbúnings næstu kjarasamn- ingsgerð og mun sú vinna fara fram í samstarfi við fulltrúa KÍ. í upphafi ársins 2008 er gert ráð fyrir að hefja kjaraviðræður vegna nýs kjara- samnings og verður stefnt að því að und- irrita hann í maí 2008. Þá skal liggja fyrir sameiginlegt mat á áhrifum núverandi kjarasamnings á skólastarfið og nákvæm- ar upplýsingar um kjör kennara, auk sam- anburðar á kjörum þeirra við sambærileg- ar starfsstéttir og launaþróun undanfarin ár. Vestfirðir Bæjarstjórar fagna Skarfaskersleið Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarð- arbæjar og Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvíkurkaupstað, hafa sent frá sér sameiginlega ályktun þar sem fagnað er þeirri ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvík- ur og ísafjarðar um svonefnda Skarfa- skersleið sem liggur frá Ósi við Bolungar- vík að Skarfaskeri í Hnífsdal. Aukið umferðaröryggi og tenging svæða í ályktun bæjarstjóranna kemur fram að Óshlíðargöng muni leysa af hólmi núver- andi veg um Óshlíð þar sem vegfarend- um hafi ætíð staðið ógn af snjóflóðum, Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri ísa- fjarðarkaupstaðar. aurskriðum og grjóthruni. Göngin muni koma til með að auka umferðarör- yggi milli tveggja stærstu þéttbýliskjarnanna áVest- fjörðum og einnig leggja grunn að öflugra samstarfi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum. Með þessari samgöngubót verði sveitarfélögin tvö að einu atvinnu- og þjónustusvæði. Bæjarstjórnirnar lýsa einnig yfir ánægju með að framkvæmdir skuli hafnar við þverun Mjóafjarðar og Reykjarfjarðar við ísafjarðardjúp. Vega- gerð um Arnkötludal verður boðin út á næstunni og með því sjá íbúar á norðanverðum Vestfjörðum loks fram á að leiðin inn á hringveg eitt verði öll bundin slit- lagi. Bæjarstjórnirnar fagna því einnig að í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun á Alþingi sé gert ráð fyrir að hafist verði handa við gerð jarðganga milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar í beinu framhaldi af Óshlíðargöngum og árétta mikilvægi þess að tengja suður- og norðursvæði Vest- fjarða með öruggum heilsárssam- göngum. Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvíkur- kaupstað. Tólf þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar íbúar Reykjanesbæjar urðu 12.000 þann 14. mars sl. þegar hjónunum Óla Þór Magnússyni og Önnu Sigríði Jóhannes- dóttur fæddust myndarlegar tvíburadætur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Af því tilefni færði Árni Sigfússon bæjarstjóri íbúum nr. 11.999 og 12.000 gjafabréf til greiðslu skólagjalda á 1. ári til náms í al- þjóðlegum háskóla sem starfræktur verð- ur við alþjóðaflugvölinn í Keflavík, en daginn eftir, 15. mars, vareinmitt undir- rituð viljayfirlýsing milli Reykjanesbæjar, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Há- skóla íslands í samstarfi við fjölda fyrir- tækja um stofnun félags til háskólarekst- urs á KeflavíkurfIugvelIi. SFS e TÖLVUMIÐLUN www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.