Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 12
Hrunamannahreppur
Ný byggingasvæði og fráveita
Verið er að Ijúka frágangi á iðnaðarsvæð-
inu að Flúðum í Hrunamannahreppi en
talsverð eftirspurn hefur verið eftir iðnað-
arlóðum þar að undanförnu. Er gert ráð
fyrir 23 iðnaðarlóðum sem afmarkast af
flugvellinum að austanverðu og fyrirhug-
uðum nýjum þjóðvegi að vestanverðu. Þá
hefur verið unnin tillaga að deiliskipulagi
íbúðasvæðis í landi Grafarbakka. Á því
svæði er gert ráð fyrir þremur tveggja
hæða húsum með alls um 40 íbúðum og
að auki er gert ráð fyrir þremur einnar
hæða byggingum fyrir bílskúra og sam-
eiginlegar geymslur.
Þá er unnið að hönnun á fráveitukerfi
sem þjóna mun m.a. iðnaðar- og tjald-
svæðinu að Flúðum og fleiri svæðum.
Gert er ráð fyrir að hönnunarvinnunni
Ijúki um miðjan apríl nk. og þá er ráðgert
Ákveðið hefur verið að koma upp lista-
verki tengdu 100 ára fæðingarafmæli Sig-
Mynd: Mats.
Fólksfjölgun
á milli ára
íbúum í Hrunamannahreppi fjölgaði
um 2,6% milli áranna 2005 og 2006.
1. desember 2005 bjuggu 767
manns í sveitarfélaginu en voru orðnir
787 ári síðar. Samkvæmt tölum Hag-
stofu íslands búa 419 karlar í Hruna-
mannahreppi og 368 konur.
að bjóða framkvæmdina út. Um mikið og
kostnaðarsamt verkefni er að ræða fyrir
urðar Ágústssonar, tónskálds og bónda frá
Birtingarholti. Gert er ráð fyrir að listaverk
þetta verði sett upp í fyrirhuguðum lysti-
garði sem þegar hefur verið skipulagður á
svæðinu við félagsheimilið þar sem tjald-
svæðið á Flúðum er í dag.
Sérstök nefnd var sett á laggirnar á
liðnu hausti til þess að sjá um fram-
kvæmdina. Ákveðið var að fá tvo lista-
menn sem tengjast svæðinu til að gera til-
lögu að verkinu. Þeir eru Brynhildur Þor-
geirsdóttir, ættuð frá Hrafnkelsstöðum og
Helgi Gíslason, sem m.a. á sumarhús í
Hrunamannahreppi og dvelur mikið á
slóðum Hrunamanna. Tillögur beggja
listamannanna reyndust áhugaverðar og
spennandi og nefndinni því vandi á
höndum. Að endingu var nefndin sam-
mála um að velja tillögu Helga.
Nýtt tjaldsvæði
i Fyrirhugað er að taka nýtt tjaldsvæði í
notkun að Flúðum. Tjaldsvæðið mun ná
yfir hátt í níu hektara svæði við Litlu Laxá
og mun leysa af hólmi núverandi tjald-
stæði sem er skammt frá félagsheimili
sveitarinnar.
sveitarfélagið eins og jafnan þegar ráðist
er í verkefni af þessu tagi. Fráveituverk-
efnið er engu að síður nauðsynlegt fyrir
núverandi byggð að Flúðum og ekki síður
vegna vaxandi uppbyggingar þar.
(slenskukennsla
og alþjóðadagur
íslenskukennsla fyrir útlendinga fer nú
fram í Hrunamannahreppi. Það er
Fræðslunet Suðurlands sem stendur fyrir
kennslunni ásamt sveitarfélaginu og at-
vinnurekendum með starfsemi þar.
Um afar þarft mál er að ræða þar sem
nokkuð að fólki af erlendum uppruna býr
nú og starfar í sveitarfélaginu. Á liðnu
hausti var efnt til alþjóðadags að Flúðum
og stefnt að því að framhald verði á þeirri
starfsemi. Samkomur á borð við alþjóða-
daga hafa gefist vel. Fólk af mismunandi
uppruna hefur komið saman og kynnt
menningu sína og með því aukið gagn-
kvæman skilningá mismunandi menning-
arlegum áhrifum.
við Litlu Laxá
Þá er unnið að samningum við áhuga-
hóp um rekstur tjaidsvæðisins en hann
samanstendur af heimamönnum sem
hafa reynslu og þekkingu er nýtast mun
við uppbyggingu og rekstur tjaldsvæðis-
ins.
Útilistaverk tengt Sigurði Ágústs-
syni frá Birtingarholti
SFS
12
TÖLVUMIÐLUN
www.tm.is