Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Síða 15
SSS og SASS Krefjast lagningar Suðurstrandarvegar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SASS) leggja þunga áherslu á að hraða lagningu Suðurstrandarvegar og að Ijúka henni á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í ályktun frá samtökunum þar sem einnig er tekið fram að þessi vegalagning eigi ekki að hafa áhrif á aðrar sam- gönguframkvæmdir í Suðurkjördæmi. í nýframkominni tillögu að samgönguáætlun til næstu 12 ára er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdum við veginn Ijúki fyrr en á árunum 2015 til 2018. Samfélagslegt hagsmunamál Stjórnir SSS og SASS segja að fyrirheit um lagningu Suðurstrand- arvegar hafi verið gefin í tengslum við kjördæmabreytinguna 1999 og einnig að fjárframlög til vegarins hefðu ekki áhrif á fjár- veitingar til annarra samgönguframkvæmda í hinu nýja kjördæmi því framkvæmdin væri mikilvægur þáttur í að gera kjördæmið að einni landfræðilegri heild. í ályktun stjórna SSS og SASS segir að ef nýútkomin sam- gönguáætlun gangi að þessu leyti eftir þá taki framkvæmdir við veginn allt að 15 ár áður en hægt verði að taka hann í notkun. Því líði óeðiilega langur tími þar til það fjármagn sem lagt verður í veginn fari að skila þeim samfélagslega arði sem því er ætlað og því verði að átelja slíka meðferð opinberra fjár- muna. Súni 567 0882 glíKfÍS GSM 893 3397 Hreínsum öll loftrœstikerfi Hreint loft eykur vellíðan og afköst starfsfólks. Óhreint loftrœstikerfí getur le til vanlíöunar (húsasótt), min afkasta og jafnvel veikinda starfsfólks. Loftrœstikerfi eiga að dœla hreinu lofti og því þarf að hr þau reglulega eftir þörfum. Hringið eða skoðið nónar ó heimasíðu okkar. www.loftstokkahreinsun.ehf.is * Ohreint loftrœsúkerfi er heilsuspillandi! Netdreifing Kaupþings - útgjaldadreifíng í Netbankanum • Útgjöldin greiðast sjálfkrafa • Sama fjárhæð í hverjum mánuði • Þú sparar þjónustu- og vaxtagjöld Kynntu þér málið á kaupthing.is eða í þjónustuveri bankans í síma 444 7000. Netdreifingin er með hærri innlánsvexti og lægri yfirdráttarvexti en hefðbundin útgjaldadreifing. Auk þess er ekkert stofngjald, mánaðargjald, endurnýjunargjald eða breytingargjald. KAUPÞI N G Hugsum lengra

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.