Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Síða 27
Alþjóðleg samstarfsverkefni
íslensk sveitarfélög og áætlanir
Evrópusambandsins
íslensk sveitarfélög hafa haft aðgang að mörgum áætlunum Evrópusambandsins en hafa ekki verið
nægilega dugleg að notfæra sér þær. Nú standa 13 áætlanir íslenskum sveitarfélögum til boða. Anna
Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, skrifar.
Um síðustu áramót hófst nýtt tímabil í áætlunum Evrópusam-
bandsins sem stendur næstu sex árin eða fram í ársbyrjun 2013.
Áætlanir þessar eru veigamikill þáttur í starfsemi sambandsins.
Með þeim gefst sveitarfélögum, stofnunum, fagstéttum, fyrirtækj-
um, hagsmunasamtökum o.fl. innan Evrópu tækifæri til að vinna
saman að ýmsum framfaramálum. Flestum ber saman um að
þátttaka í verkefni eða verkefnum sem unnin eru undir formerkj-
um þessara áætlana, skili umtalsverðum ávinningi þráttfyrir
skriffinnskuna sem henni fylgir. Kerfiskarlarnir í Brussel eru með-
vitaðir um þennan vanda og hafa því boðað að skriffinnskan
verði minni á hinu nýja tímabili en þeim fyrri. Þeir slá þó þann
varnagla að ekki megi draga úr gegnsæi til að tryggja jafnræði
við úthlutun og að eðlilegt uppgjör eigi sér stað í lok verkefna,
enda oft verið að úthluta verulegum fjárhæðum.
Aðeins 16 tekið þátt í samstarfsverkefni
íslensk sveitarfélög hafa aðgang að mörgum þessara áætlana en
hafa fram til þessa ekki verið sérlega dugleg við að nýta sér þær.
I rannsókn, sem höfundur þessarar greinar gerði í tengslum við
meistararitgerð sína í opinberri stjórnsýslu sl. vor, kom í Ijós að
aðeins 16 sveitarfélög af þeim 59 sem svöruðu spurningalista
höfðu tekið þátt í erlendu (evrópsku) samstarfsverkefni.
Reiðubúin aftur
Af þeim 16 sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í erlendum sam-
starfsverkefnum telja 11 að ávinningur hafi verið mjög eða frekar
mikill og nefna sem dæmi aukna þekkingu, mikilvæg tengsl,
meiri víðsýni, aðgang að mörkuðum, fjölgun atvinnutækifæra,
aðgang að fjármagni og loks að sveitarfélagið sé orðið eftirsókn-
Aöeinsló sveitaríélög afþeim 59 sem svöruöu spurningalista höföu tekiö þátt
í erlendu (evrópsku) samstarísverkefni og skiptist þátttakan þannig eftir kjör-
dæmum.
arverðari vinnustaður fyrir ungt fólk. Nánast öll þessi sveitarfé-
lög, eða 15 af 16,
eru reiðubúin til að
taka þátt í fleiri er-
lendum samstarfs-
verkefnum og hið
sama má segja um
þau sem enga
reynslu hafa í þess-
um efnum, þ.e. þau
vilja gjarnan reyna
það.
Hvað er í boði
fyrir íslensk
sveitarfélög?
í Ijósi þessara upp-
lýsinga er rétt að Anna MarSrét Cuöjónsdóttir.
skoða hvaða áætlanir eru í boði fyrir sveitarfélögin á vettvangi
Evrópusambandsins. Eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir
neðan eru þær alls þrettán talsins en rétt er að vekja athygli á því
að innan hverrar áætlunar eru fjölmörg verkefni og það eru þau
sem þátttakendur tengjast. Áhugasömum er bent á að hafa sam-
band við þá stofnun sem heldur utan um viðkomandi áætlun á
íslandi en þær hafa flestar á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem
aðstoðar við að finna heppilegt verkefni, samstarfsaðila og ganga
frá umsóknum.
Europe for Citizens (2007-2013)
Áætlunin er sérstaklega sniðin fyrir sveitarfélög og félagasamtök
en markmið hennar er að efla tengsl (twinning) og miðla þekk-
ingu á milli sveitarfélaga-/félagasamtaka í Evrópu. Veittir eru
styrkir til funda- og ráðstefnuhalds, greiðslu ferðakostnaðar o.fl.
Fjölmörg sveitarfélög í Evrópu hafa komið sér upp tengslum við
önnur sveitarfélög fyrir tilstuðlan þessarar áætlunar á árunum
2000-2006. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni:
h ttp://ea cea. ec. europa. eu/sta tic/en/citizensh ip/index. htm
Culture 2007 (2007-2013)
Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi þeirra sem
starfa að menningarmálum og efla þannig menningu og menn-
ingararf Evrópu. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni:
http://ec.europa.eu/dgs/education_culture/newprog
/index_en.html
Upplýsingaskrifstofa menningaráætlana ESB mun hafa umsjón
með áætluninni á íslandi. Vefslóðin er:
http://www.evropumenning. is/
TÖLVUMIÐLUN H-LaUII www.tm.is
27