Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Qupperneq 30
Sveitarfélagið Álftanes Víöa má sjá vandaö til bygginga á Álftanesi og eftirtektarvert hversu vel margar þeirra falla aö umhverfinu. þjónustustofnunum fyrir íbúana. Við erum búnir að gera samning við Samkaup um að opna marvöruverslun undir Nettó-heit- inu og við viljum gjarnan fá aðra verslun- arþjónustu sem hagstætt getur verið að setja á fót til hliðar við marvörubúðina." Sigurður segir að gert sé ráð fyrir því að stjómsýslan, sem nú er til húsa í gömlu skólahúsi á Bjarnastöð- um, muni flytjast í nýtt hús- næði á þjónustusvæðinu. „Fyrir utan þetta viljum við reisa menningar- og náttúrufræðiset- ur á miðsvæðinu og erum að reyna að fá ríkisvaldið til þess að koma að því með okkur. Við viljum halda úti ákveðinni safnastarfsemi og þjónustu við ferðafólk, sem annars vegar yrði tengd mikilli og ríkri sögu Bessastaða og hins vegar stofu sem gæti verið miðstöð fyrirhugaðs frið- unarsvæðis við Skerjafjörð. Þar væri hægt að uppfræða og kenna fólki um strand- svæðin og lífríki þeirra. Síðan viljum við sjá víðtækari starfsemi þróast í kringum þetta og þar gætu komið til greina fyrir- tæki, sem falla að þeirri ströngu ímynd sem við setjum okkur í umhverfismálum. Tíminn á auðvitað eftir að leiða í Ijós hvernig þetta mun ganga. En ég get séð fyrir mér lítið ráðstefnuhótel og annað „Ef þessi áætlun gengur eftir verða skóli, íþrótta- og þjónustumannvirki byggð í samræmi við íbúa- þróun, hagræðingu verður náð í rekstri og skuldir lækkaðar." sem tengst gæti ferðaþjónustu. Ég tel að þetta gæti orðið kjörinn staður fyrir aðila sem eru að vinna á alþjóðavísu og teldu sig hafa ávinning af því að staðsetja starfsstöðvar sínar í þessu fallega umhverfi nálægt bústað forseta íslands." Verðum að taka á móti ferðamönnum Sigurður segir að tugir þúsunda ferða- manna komi á Álftanes á hverju ári án þess að neinn taki raunverulega á móti þeim eða kynni þeim sögu, menningu og umhverfið á staðnum. „Hugmyndin er að í þessu menningar- og náttúrufræðisetri verði tekið á móti þessu fólki. Bessastaðir eru þjóðareign í hugum fólks hér á landi á svipaðan hátt og Þingvellir og Skálholt og fleiri staðir. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að taka á móti ferða- mönnum en ekki hér og aldrei hefur verið nein aðstaða til þess né málinu sinnt á nokkurn hátt." Sigurður segir að á árum áður hafi fólk á Álftanesi verið viðkvæmt fyrir því að þéttbýli myndaðist á nesinu og enn séu íbúarnir viðkvæmir fyrir raski á umhverf- inu. Fólk hafi hins vegar gert sér grein fyr- ir því að ákveðin breyting sé að eiga sér stað og að hún verði ekki stöðvuð, en mikilvægt sé að íbúafjölgun gerist án verulegrar röskunar á viðkvæmum strand- svæðum og sjávartjörnum sem séu ein- kennandi í náttúrufari svæðisins. Sveit á bæjarmörkum. Þótt heföbundnum landbúnaöi hafi nú aö mestu veriö hætt á Álftanesi má enn sjá umhverfi í ætt viÖ sveitabúskap. Þessar heyrúllur eru trúlega ætlaöar hestum. íbúabyggðin út frá miðsvæðinu - Ert hvað er hægt að byggja yfir marga íbúa án þess að ganga á þau náttúrulegu gæði sem Álftnesingum eru mikilvæg? „Við teljum að gera megi ráð fyrir um 3.500 til 3.800 manna samfélagi á Álfta- nesi án þess að raska viðkvæmum svæð- um. Við tölum gjarnan um þetta sem samfélag um einn grunnskóla og trúum því að þetta geti orðið hentug eining í rekstri. Við verðum að skipuleggja upp- byggingu nýrra hverfa á og við miðsvæð- 0 TOLVUMIÐLUN SFS 30 www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.