Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 20
Grindavíkurbœr Aðiliað jarðvarmaklasanum GRindavíkurbær hefur, fyrst sveitar- félaga á íslandi, gerst aðili að íslenska jarðvarmaklasanum. í fyrra var stofnað til formlegs samstarfs innan jarðvarmageirans á íslandi og jafnframt gefin út skýrslan „Virðis- auki í jarðvarma" sem fjallar um greiningu og samstarfsmótun íslenska jarðvarma- klasans. Höfundar skýrslunnar eru Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir hjá Gekon en prófessor Michael Porter og samstarsfmaður hans, dr. Christian Ketels, rita formála. Skýrslan byggir m.a. á kort- lagningu klasans sem kynnt var á ráðstefn- unni lceland Geothermal 2010 þar sem dr. Porter var aðalræðumaður en hann er mikill áhugamaður um íslenskan jarðvarma. Aðilar að samstarfinu í íslenska jarð- varmaklasanum eru núna orðnir 68 talsins. Vinnan hverfist kringum 10 samstarfsverk- efni af ólíkum toga. Þar má nefna nýsköp- unarverkefni, menntun, markaðsmál jarð- varmans, gagnaöflun, fjármögnun, stjórnun klasans og svo mætti áfram telja. Grinda- víkurbær hefur hug á að leggja til vinnu við skilgreiningu á starfsskilyrðum jarðvarma- greinarinnar gagnvart sveitarfélögum. Auk þess hafa bæjaryfirvöld áhuga á að koma að uppbyggingu Auðlindagarðsins á Reykjanesi sem er eitt af viðfangsefnum klasasamstarfs- ins. Frumkvöðlastarf Grindvíkinga Grindvíkingar voru frumkvöðlar í nýtingu jarðvarma á íslandi með byggingu jarðorku- versins ( Svartsengi. Frá þeim tíma hefur jarðorkan verið nýtt til ýmissa hluta, allt frá húshitun til fiskeldis og ferðaþjónustu. Bláa lónið er gott dæmi um notkun jarðvarma til uppbyggingar í ferðaþjónustu. „Megintilgangur þess að Grindavíkurbær gerist aðili að íslenska jarðvarmaklasanum er að komast í beint sambandi við hags- munaaðila og rannsóknaiðnaðinn. Það gefur okkur tækifæri til þess að kynnast því sem hægt er að nýta og aukin tækifæri til þess að fá sprotafyrirtæki í þessum geira hingað til bæjarins. Það er von okkar að bærinn nái að marka sér þá stöðu að þegar fólk hugsar um sjávarútveg og jarðvarma sé Grindavík það fyrsta sem þeim dettur í hug," segir Guð- mundur Pálsson, formaður bæjarráðs Grinda- víkurbæjar. 20 ------ <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.