Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Page 40
Reykjavíkurborg
Um þriðjungur athugasemda
um Vatnsmýrina
Tæplega 200 aðilar gerðu athugasemdir við
tillögu að hinu aðalskipulagi Reykjavíkur sem
var í auglýsingu frá 9. ágúst til 20. september
2013. Um þriðjungur athugasemda, eða tæp-
lega 70 aðila, varðar skipulag Vatnsmýrar en
aðrar athugasemdir fjalla meðal annars um
þéttingu byggðar í Ártúnsholti, breytingar
skipulags í Úlfarsárdal, reiðleiðir og landnotk-
un Keldna. Átta umsagnir bárust einnig frá
opinberum aðilum. Einstaklingar, fyrirtæki,
íbúasamtök, félagasamtök og hópar sem
stóðu að undirskriftasöfnunum sendu athuga-
semdir.
Eftir er að vinna úr þessum athuga-
semdum og því óvíst hvort aðalskipulagshug-
myndin muni taka breytingum og þá hverj-
um. Ljóst er þó að hér eru ýmis nýmæli á
ferð og spurning hvort þau einskorðist við
höfuðborgina í framtíðinni eða hvort aðrar
bæjar- og sveitarstjórnir muni horfa til þeirra
við skipulagsgerð.
Mjög gróin úthverfamenning er i Reykjavik en nú er spurning hvort borgarbúar vilja fara að horfa meira inn á
við. I könnunum sem gerðar hafa verið kemur i Ijós að margir vilja fremur búa miðsvæðis. Hér er unnið að
frágangi útivistarsvæðis i Breiðhotti.
um 20 þúsund Reykvíkingar studdu flugvöllinn
Alls skrifuðu rúmlega 69 þúsund
manns undir stuðning við áfram-
haldi flugstarfsemi í Vatnsmýrinni á
vefnum lending.is og á undirskrifta-
listum um land allt. Af þeim eru
rúmlega 20.000 búsettir í Reykjavík.
í áskorun undirskriftasöfnunar-
innar segir að lagst sé gegn þeim
áformum að flugvallarstarfsemi víki
úr Vatnsmýrinni og skorað er á
Reykjavíkurborg og Alþingi að
tryggja öllum landsmönnum óskerta
flugstarfsemi í Vatnsmýri til fram-
tíðar. Undirskriftirnar verða tekn-
ar til skoðunar við áframhaldandi
vinnu við aðalskipulag Reykjavíkur-
borgar á næstunni.
Séð yfir hiuta flugvallarsvæðisins i Vatnsmýrinni. Fremst á myndinni er Hótel Reykjavík Natura og skrif-
stofubygging lcelandair en fjær má sjá afgreiðslustöð og flugflota innanlandsflugsins.
40 -----
<%>