Vikublaðið Gestur - 18.12.1955, Side 17
G E S T U R
17
/
hann, lyftið ásjónum ykkar til hans og opnið munninn upp á
gátt. En hvað gerir djöfullinn? Hann opnar sitt .. . lætur .. .
detta, og þið gleypið ... með beztu lyst!“
Nei, ég þori ekki að skrifa orðin, sem ég notaði, án þess ég
roðnaði þá stundina, í eyrum papúans verður menningarfágun-
in oft harla bragðlaus. Við urðum því að temja okkur sér-
stakan talsmáta. í ræðum okkar og prédikunum urðum við að
temja okkur vettvang frumstæðra gáfna, barnslegs hugarfars,
eðlilegrar skáldrænu og ruddalegs raunveruleika, sem veitt gæti
einhverja innsýn í þann boðskap, sem við fluttum, og vildum
reyna að gera skiljanlegan.
Ég er sannfærður um, að Heilagur Franz frá Assissi myndi
hafa verið afbragðs ræðumaður fyrir frumstætt fólk, hann, sem
uppgötvað hafði anda hinnar ,glötuðu paradísar og fékk dýrin
til þess að hlýða á sig. Við megum ekki gleyma sögunni um
einn lærisvein hans, sem djöfullinn ásótti. Hann spurði þvr
kenniföðurinn, hvað til bragðs skyldi taka.
„Segðu þeim illa, að hann skuli opna munninn upp á gátt!“
„Hvers vegna?“
„Til þess að Iþú getir . .. í hálsinn á honum!“
Nei, á prenti er ómögulegt að láta orðin fylgja, en frammi
fyrir papúunum mínum bliknaði ég ekki meðan ég lét móðan
mása.
„Ykkar á meðal eru illir menn. Ég þekki þá ekki. Ef til vill
hef ég séð andlit þeirra oft, en þeir skammast sín frammi fyrir
mér. Þeir segjast ekki vera þjónar djöfulsins. Þeir eru lygarar!
Ykkur segja þeir, að þið eigið að kasta trú ykkar á góðan guð
og taka aftur upp illa siði heiðninnar. Þeir ógna ykkur með
galdramætti sínum. Og þið eruð hræddir. Ég skil ykkur. En ég
segi ykkur öllum það, að ég skal flakka frá einu þorpinu til
annars, og skilja ekkert eftir, hvort heldur er í fjöllunum eða
dalnum. Ég verð í hverju þorpi einn dag og eina nótt, ég flyt
messu, og ég stefni gegn djöflinum heilögum Mikael til þess
að afmá af jörðinni öll verk hins vonda, burt úr hjörtum ykkar,
burt úr híbýlum ykkar .. . Ef galdramönnunum heppnast að
drepa mig á ferðalagi mínu, þá það .. . þá er ég ekki sannur
Útsendari guðs, þá hef ég rangt fyrir mér, en þeir rétt. En ef
þeim heppnast ekki að drepa mig, þá eru það þeir, sem hafa
rangt fyrir sér, og þá megið þið aldrei framar Ijá orðuni þeirra
eyru ... Ég hef lokið máli mínu. Farið nú leiðar ykkar. Á
morgun við sólarupprás skulu allir frá Kodighé og Uidé mæta
hjá mér til skrifta og heilagrar messu . . .“.
Framhald í nœsta blaði.
Vegalagning og hrossalækningar
Sæludagar og svaðilfarir neinist æfintýraleg bók. sem ný-
komin er á markaðinn. Höfundur hennar er svissneskur ferða-
langur, Hans De Meiss-Teuffen.Þýðinguna gerði Hersteinn Páls-
son, og segist höfundi svo frá:
um, var úrklippa úr dagblaði. Þar stóð:
Okusveitir lögreglunnar í æðis-
gengnum eltingarleik!
Hættulegur bílþjófur handtekinn!
Á 100 km. hraða gegnum umferða-
flækjur!
Eltingarleiknum lýkur í Regents-
stræti.
Æðisgengnasti eltingarleikur, sem
lögreglan liefur átt í, átti sér stað í gær,
og horfðu hundruð manna á. Einn eft-
irlitsvagna Scotland Yard, sem var
staddur á Ytri-Circle við Regent-garð,
fékk skipun um að elta gul-svartan
tveggja manna léttvagn, sem brunaði á
ofsahraða eftir York Gate eftir að hafa
ekið um Harley-stræti, Devonshire-stræti
og Marylebone-aðalstræti. Jafnskjótt og
ökumaðurinn sá, að eftirförin var hafin,
jók hann hraðann að miklum mun“.
Þessu fylgdi nákvæm lýsing af öllum at-
burðum, sem leiddu til handtöku Mick.
í miðri greininni var mynd af Hall lög-
regluforingja. Þegar blaðamaðurinn hafði
lýst hrifningu sinni yfir frammistöðu
Murphy, lauk hann greininni þessum
orðum:
„Við því er búizt, að hinn seki komi
fyrir lögregluréttinn í Marylebone strax
í fyrramálið“.
Næst beindi Mick athygli sinni að vél-
rituðum snepli, sem ekkert var ritað á,
annað en: Frh. i nœsta bl.
Milli jóla og nýjárs 1936 fékk ég til-
kynningu um það frá Partridge, að þeir
væru nú reiðubúnir til að hefja vegar-
átti að hefjast handa í fyrstu viku jan-
gerðina milli Nkana og Ntsjanga, og
úarmánaðar 1937. Átti ég að gefa mig
fram við hanp þann 2. janúar og stjórna
flokki, sem byrjaði á vegargerðinni um
15 km. fyrir norðan Nkana.
Vegargerðin reyndist miklu auðveldari
en ég hafði gert ráð fyrir. Við þurftum
aðeins að fylgja hælum þeim, sem mæl-
ingamennirnir höfðu rekið niður með
reglubundnu millibili. Vegurinn var 18
fet á breidd og þráðbeinn, nema þar sem
þrætt var fyrir mýrlendi eða smáhæðir.
Verk okkar var fyrst og fremst fólgið í
að fella tré, grafa upp ræturnar og fylla
holurnar eftir þær. Voru alls 400 menn
undir stjórn minni, en einn maður gat
eiginlega ekki stjórnað fleiri mönnum.
Þriðjungur þeirra vann á bersvæði, og
var auðvelt að fylgjast með þeirn, en
hinir voru inni í skóginum, Iþar sem þeir
felldu tré eða ruddu mauraþúfum úr
vegi, og varð stundum að reka á eftir
þeim. Flestir voru ráðnir með aðstoð
skógasímans — það er að segja, trumbur
voru barðar til að kalla þá til vinnu,
Komu þeir í hópum og höfðu allt skyldu-
lið sitt með sér. Eins og annars staðar í
Afríku var fjölkvæni regla þarna.
Fyrstu vikuna hafði ég mestu áhyggj-
ur af verkamönnum mínum. Þeir voru
ekki Iengi að komast að því, að ég hafði
aldrei stjórnað vegagerð áður, svo að þeir
reyndu að nota sér reynsluleysi mitt. Ég
fékk Póló til að vinna eið að því, að segja
engum frá því, að ég kynni tungu svert-
ingjanna, og varð ég að greiða honum
tvo shillinga og fimm rakblöð lyrir það.
Gekk ég síðan um meðal verkamannanna,
og heyrði þá segja sín á milli: „í dag
ætla ég að leita að villihunangi — hvíti
maðurinn veit ekkert um það, þótt ég
fari“, eða „Ég gæti fellt helmingi fleiri
tré, en hvers vegna ætti ég að reyna á
mig?“ Ég lét |þetta afskiptalaust í nokkra
daga, en næsta laugardag efndi ég til
indaba, ráðstefnu. Frammi fyrir mér stóð
allur hópurinn, 400 menn, auk kvenna
og barna, og fann ég á mér, að menn