Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 3
l
Auk margs konar klifurgrrinda fyrir börnin og: fjölbreytt tæki til þess að
uppfylla frjálsa hrcyfingaþörf þeirra og nauðsynlegra hermi- og: feluleiki,
g:eta börnin lært að búa út sitt eigið heimili, verzlun eða verkstæði. Við
sjáum hversu óralangt bil er hér á milli athafnasnauðs flækings á götunni
eða biðraða við afgreiðslugöt sælgætissölunnar og hins lifandi starfs, sem
hér fyllir huga barnsins.
kannski með öðrum hætti, gæti hún komið að miklum
uppeldislegum notum.
Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað í apríl 1924,
að tilhlutan Bandalags kvenna. Margir mætir menn hafa
starfað að málefnum félagsins á liðnum árum, en þó
munu konur jafnan hafa unnið þar drýgstan hlut. Fyrsti
formaður félagsins var kjörinn Steingrímur Arason
kennari. Ekki er ástæða hér til að telja upp nöfn þeirra
er ýttu þessari félagsstofnun af stað, enda flest nú
orðið þjóðkunnugt fólk. Núverandi stjórn félagsins
skipa: Ásgeir Guðmundsson, formaður; Jónas Jósteins-
son, varaformaður; Þórunn Einarsdóttir, ritari. Með-
stjórnendur: Jóna K. Magnúsdóttir, Valborg Sigurðar-
dóttir, Helgi Elíasson, Sigurjón Björnsson, Kristín Páls-
dóttir, Bragi Kristjánsson og Gunnar Sigurðsson. Fram-
kvæmdastjóri er Bogi Sigurðsson.
Fyrsta barnaheimili félagsins var Grænaborg. Nú
rekur félagið 7 dagheimili og 8 leikskóla víðsvegar um
borgina. Félagið rekur fóstruskóla til þess að geta haft
sérmenntuðu fólki á að skipa við starfsemina. Fyrstu
árin varð félagið að standa eitt straum af óhjákvæmi-
legum útgjöldum við starfsemina, en með auknum
skilningi hefur hið opinbera átt þar vaxandi hlut að máli.
Það er einmitt af þeim sökum sem félagið telur sér nú
fært að ráðast í þessi nýju verkefni. í riti sem út kom
í tilefni 25 ára afmælis félagsins segir:
„Félagið væntir þess, að geta á hverjum tíma verið
Að neðan:
Borðtennis. Sígilt athvarf tápmikilla krakka.