Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 16

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 16
FJÖLSKYLDURÁÐ ÍSLANDS Við upphaf þessa rits vildum við fyrst og fremst vekja athygli á þörfinni fyrir hagkvæmri og smekk- legri innréttingu og innbúi og um leið betra vali á heim- ilistækjum. Ætlunin var að leiðbeina fólki í þessum efn- um eftir föngum, að minnsta kosti að fá ungt fólk til þess að gera sér grein fyrir því, að markmiðið hlýtur fyrst og fremst að vera það að skapa sér raunverulega og varanlega ánægju, ekki stritandi kapphlaup um fánýtt glit. Heimili okkar eiga ekki að dragast niður í hversdagsleika og amstur, heldur vekja okkur til at- hafna í starfi eða þroskandi leik. Nánari kynni hafa gert okkur æ Ijósari þörf fyrir sam- ræmt starf við að leiðbeina um allt, sem að heimilis- rekstrinum lýtur. Hér er meira verk að vinna en ein- stakir aðilar eru færir um. Því er þetta gert að umræðu- efni hér, að mitt á meðal okkar eru, sem betur fer, starfandi ýms félagssamtök, er til slíkra verkefna horfa. Flest eru þessi félög tengd ákveðnum verkefnum og hafa einhæft sig á þeim sviðum. Það eitt hefur mér vundizt á skorta, að starfsemi þeirra hefur ekki verið sá gaumur gefinn sem skyldi. Fámenni okkar hefur gert það að verkum, að starfsemin hefur, hjá flestum þeirra átt erfitt uppdráttar. öll stefna þessi félög þó að því að afla og veita þekkingu og auðvelda félögum sínum framkvæmd áhugamála. Oll vilja þau, hvert á sinn hátt, móta hinn sjálfstæða, framsækna anda, sem hæst get- ur borið. Kvenfélögin hafa á undanförnum árum unnið að málefnum heimilanna einna drýgsta og yfirgrips- mesta starfið. Ég hygg þó að þau telji sig ekki hafa áorkað þar eins miklu og æskilegt hefði verið og þau gjarnan viljað. Ef markvisst og af fyllsta árangri á að starfa, þarf að sameina um það alla þá aðila, sem að einhverjum þætti þess vilja vinna. Þessir aðilar, ásamt virkum áhugamannahópum um land allt, ættu að mynda með sér sérstakt starfrænt samband, fjölskylduráð. Erlendis eru starfandi félög, sem vinna að sameigin- legum málefnum fjölskyldunnar almennt. Vafalaust get- um við margt af þeim lært. Ég held þó að okkur sé holl- ara að móta okkar félagssamtök sjálf, sníða þeim stakk, sem betur hentar okkar eigin þörfum. Komið hef- ur fyrir að við höfum haft minna erindi en erfiði af ráð- stefnusetum víða um heim. Fjármununum væri oft betur varið með því að hagnýta starfsorku ungra manna og kvenna, sem aflað hafa sér fyllstu menntunar og flytja vilja hana heim. í fámenni okkar litla þjóðfélags veitir okkur ekki af að nýta alla okkar beztu starfskrafta, efla þá og einbeita til sameiginlegs átaks. Um leið og það styrkir starf hinna einstöku félaga ætti það að geta orðið til þess að hinir beztu starfskraftar fengju verðugt verkefni, sem þroskuðu og víkkuðu starfshæfni þeirra með einbeitingu að samfélagslegu viðfangsefni. Drif- fjöður slíks félagsskapar yrðu áhugamannahópar, sem létu það vera númer eitt að leiðbeina öðrum og læra sjálfir. Vissulega lærir þessi þjóð mikið og miklum fjár- munum er varið til þeirra mála. Það er því lítil ástæða til þess að ryðjast í þann bekk, sem skólarnir skipa. En hið daglega viðfangsefni, það sem næst liggur þínu lífi og mínu, hefur orðið furðanlega útundan. Hið hagnýta gildi menntunar liggur þó kannski einmitt þar. Hið stóra í hversdagslegu lífi hefur flestum virzt svo smátt, að ótrúlega mörgum hefur sézt yfir það. Verkefnin, sem enn bíða eru mörg. Fólkið sjálf, fjöl- skyldurnar, þyrftu að vera í vökulu starfi innan þessara samtaka. Samtökin ættu ekki eingöngu að geta orðið fólki að liði með leiðbeiningum og alþýðlegri menntun, heldur beinlínis að stórfelldum fjárhagslegum hagnaði. Sagt er, að Róm hafi ekki verið reist á einum degi. Fjölskylduráð íslands verður það ekki heldur. En það er hollt fyrir félög að vega það og meta hver hinn eigin- legi tilgangur þeirra er. Sé hann fyrst og fremst sá að verða fólkinu í landinu að liði, ættu þau ekki að láta neitt tækifæri ónotað til þess að svo mætti verða. Við erum alltof fámenn til þess að hver megi strita í eigin horni. Slíkt starf verður tilviljunarkennt og vanmáttugt. Tré ber ekki fagrar greinar né góðan ávöxt, nema það standi sterkum rótum og með óklofinn stofn. Hús og búnaður hefur ekki önnur markmið en að geta orðið lesendum sínum að sem mestu liði. Þetta er ekki skemmtirit, nema þá til vakningar þeirri gleði, sem felst í hinu daglega starfi og gildi lífs. Við trúum því, að því hagnýtara sem efni þess verður þeim mun víðtækari verði lesendahópur þess, þeim mun færara verði það til þess að rísa úr fjallhaugum erlendra tímarita, sem í dag eru að kæfa hvert ritað orð á íslandi. í síðasta hefti þessa rits hóf Félag áhugaljósmyndara fastan þátt. í þessu hefti bætist Garðyrkjufélag íslands við. í næsta tölublaði mun Heimilisiðnaðarfélag íslands hefja þátt í samvinnu við ritið. Þá munu tveir ungir arki- tektar einnig bætast í samstarfshópinn. Ef þetta smáa rit gæti orðið upphaf að miklu starfi, þá er tilgangi þess náð. Það er von okkar, að sem flest- ir, bæði einstaklingar og félög, sem áhuga hafa á þess- um málum, hafi samband við okkur og láti í Ijós álit sitt þar um, svo og skoðun á öðru efni blaðsins. Lifandi samstarf er flestu öðru þýðingarmeira.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.