Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 9

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Blaðsíða 9
og aðrir sem að málefnum félagsins vinna, gera það eingöngu í sínum frístundum. Félagið hefur ekki efni á að greiða vinnu- laun. Eins og ég gat um áður var fyrsta ársgjald félagsins kr. 1,00. Nú er ársgjald- ið kr. 150.00, en innifalið í því er ársritið, sem er Garðyrkjuritið og fylgirit þess, sem eingöngu eru send félagsmönnum. Félagar í Garðyrkjufélaginu geta skrifað í pósthólf 209 og beðið um hvaða upp- lýsingar sem eru varðandi garðyrkju, og er þeim svarað í „Garðinum" eða næsta útgefnu Garðyrkjuriti. í fáum orðum sagt er tilgangur félags- ins að efla þekkingu almennings á hvers konar jurtum, hvort sem þær eru til skrauts eða nytja og kynna hvort hinar Gengin spnr „Það er meira fylliríið á manni", segir Sveindís Vigfúsdóttir og dregur fram flösku með appelsíni. „Maður getur leyft sér ýmislegt, þegar maður er orðinn gam- all. Það er annars skrítið, að nú er hægt að fara að gera að gamni sínu, þó maður þyrði varla að koma upp orði á yngri ár- um. Maður hefur reynt svo margt af líf- inu, að maður er hættur að taka það eins hátíðlega og áður." Svipurinn á Sveindísi minnir á gróna eyk, sem séð hefur aldirn- ar líða, og staðið af sér alla storma, en vaxið að tign og virðuleika með árunum. Og Sveindís hefur víða flækzt. Flún er fædd að Rafnkelsstöðum í Garði árið 1888. Foreldrar hennar slitu samvistum um svipað leyti, og hún var aðeins þrjá daga með móður sinni. Síðan dvaldi hún á ýmsum bæjum suður með sjó, en einnig austur á Seyðisfirði og eiginlega finnst henni hún vera ættuð þaðan, enda dvaldi hún þar að nokkru með föður sínum Vig- fúsi Hannessyni frá Tungu í Hörðudal. Móðir hennar var Helga Guðmundsdóttir frá Narfakoti á Vatnsleysuströnd. „Ég vildi helzt sleppa því leiðinlega", segir Sveindís. „Hvaða gagn hefur maður af því að rifja það upp og særa aðra? Tímarnir eru líka breyttir, og það hefði ekki verið látið óhegnt ef manni hefði t.d. orðið á að brjóta vatnsglas. Það var farið betur með verðmætin þá en nú. einstöku tegundir reynast hér vel eða illa. Fólk þarf líka að þekkja þær jurtir, sem illa hafa reynzt hér, svo að það þurfi ekki að eyða tíma og plássi í slíkar tegundir. Sem dæmi skal ég benda á gladiolur. Þær eru í öllum verðlistum flokkaðar niður í 3 blómgunarflokka, sem eru: snemm- blómstrandi, miðlungs snemmblómstrandi og seintblómstrandi. Þegar svo kaupand- inn kemur í verzlunina velur hann lauk- ana eftir lit myndanna, sem fylgja. En það er harla lítið varið í fallega liti á mynd, ef maður fær ekki að njóta þeirra í garðinum. Því þegar val laukanna fer þannig fram, er það undir hælinn lagt, hvort laukarnir eru snemmblómstrandi eða seintblómstrandi. Við í Garðyrkjufélaginu teljum, að ekki eigi að flytja inn nema snemm- blómstrandi afbrigði, og kaupandinn á kröfu á að vita, hvaða blómgunarflokki laukarnir tilheyra, sem hann kaupir. Báð- um þessum atriðum geta innflytjendur og kaupmenn kippt í lag, ef vilji er fyrir hendi, sem við vonum að sé. Ollum er heimil innganga í Garðyrkju- félagið og er bezt að senda inngöngu- beiðni í pósthólf 209, Reykjavík. Núverandi stjórn félagsins skipa: Formaður, Kristinn Helgason. Ritari, Ólafur B. Guðmundsson. Gjaldkeri, Gunnlaugur Ólafsson. Varaformaður, Ragnhildur Björnsson. Meðstjórnandi, Einar I. Siggeirsson. Það er gott, maður vandist á að standa við það sem maður sagði og gerði. Hvern- ig haldið þið að hefði farið ef allt hefði ekki verið nýtt í þá daga. Það þótti gott að hafa ofan í sig að borða. Peningar þekktust varla. Öll viðskipti fóru fram í vöruskiptum. Ég man vel eftir lestaferð- um af Suðurnesjum með fisk til sveita. Þá hefði þótt undur, ef hægt hefði verið að kveikja undir eldavélinni með því einu að snúa takka. Við sóttum eldivið í fjöruna, það voru þurrir þönglar og annað drasl sem fannst. Annað var ekki að hafa. Tökubarnið varð að láta sér margt lynda, og var ég þó talin full stolt. Einu sinni dvaldi ég hjá séra Jens í Görðum. Hann var mér góður, og man ég eftir því, að hann tók mig ásamt annari telpu og setti á hné sér. Húsfreyja kom að í því og mælti: „Hvað er þetta heldur þú á kot- ungsstelpunni?" Þegar ég kom fyrst til Seyðisfjarðar fór ég til Guðmundar Hann- essonar og Þórunnar konu hans, þá 7 ára. Eitthvert sinn var ég send bæjarleið og dvaldist eitthvað við ber á leiðinni. Ekki mun ég þó hafa átt að flýta mér sérstak- lega í þeirri ferð. En eftir nokkurn tíma kemur unglingspiltur, Ólafur Norðfjörð, og segir: „Nú skalt þú flýta þér, Dísa, Guðmundur er orðinn reiður." Þegar heim kom, var ég flengd á berann rass- inn. Mér varð svo mikið um þetta, að ég ætlaði að fyrirfara mér, en Ólafur bjarg- aði mér frá því. Níu ára var ég send aust- an af Seyðisfirði og á sveitina suður á Reykjanes. Það var haldið uppboð á mér og ég slegin lægstbjóðanda fyrir 80 krón- ur. Ég þurfti sjálf að fara með bréfið um sveitarframfærið til oddvita. Nokkrum árum síðar þegar húsmóðir mín ein ætlaði að leigja mig í togara- vinnu til bess að hafa meiri tekjur af mér tók ég koffortið mitt og gekk úr vistinni. En það var ekki orðalaust, því þegar ég var komin út mundi ég eftir, að ég hafði skilið eftir regnhlíf sem ég átti og pen- ingana, 25 aura. Ég snéri þá inn aftur eftir þessum auðæfum, en þá náði hús- móðirin í mig og lokaði mig inni um tíma. Nú getur maður hlegið. Ég hef kynnzt mörgu góðu fólki, en við það eru beztu stundirnar geymdar. Við eigum ekki að ástunda illvilja, heldur að forðast árekstra og illindi sem sprottin eru af skammsýni manna."

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.